Góð stemming í Þingvallakeppninni

11.05 2013 17:00 | ummæli

Góð stemming í Þingvallakeppninni

Met þátttaka í Þingvallakeppni Hjólamanna.  Rafrænt tímatökukerfi stóðst prófið þegar um 20 manna "peloton" æddi í átt að endamarkinu.

Skötuhjúin María Ögn Guðmundsdóttir og Hafsteinn Ægir Geirsson tóku fyrstu sætin í Þingvallakeppninni í morgun. María sigraði kvennaflokk með miklum yfirburðum, stakk keppinauta sína af þegar 25 km voru í mark og kom ein í mark á glæsilegum tíma, hún hjólaði kílómetrana 51, sem kvennaflokkur fór, á tímanum 1:28:08. Hafsteinn vann á lokaspretti, sjónarmun á undan Ingvari Ómarssyni á tímanum 1:49:22 en Davíð Þór Sigurðsson varð þriðji, sjónarmun á eftir Ingvari. Karlaflokkur hjólaði fjóra hringi í þjóðgarðinum, samtals 68 kílómetra sem þýðir að meðalhraði Hafsteins var 37,3 km/klst. Valgarður Sæmundsson stakk af í karlaflokki á fyrsta hring og hjólaði einsamall í rúmlega einn hring en það reyndist honum ekki auðvelt að halda sínu á móti svo stórum hóp og hér var mættur til leiks.

Met þátttaka var í keppninni en 75 keppendur voru skráðir til leiks sem er tæplega helmings aukning frá fyrra ári. Umbúnaður um keppnina var nokkuð meiri en áður, dómarar fylgdu fyrstu keppendum í meistaraflokkunum og þess má geta að Ríkissjónvarpið mætti á staðinn með myndatökulið. Lögreglan kom og gætti öryggis keppanda og var innakstur bannaður í hluta brautarinnar. Öll tímataka var með rafrænum hætti sem tryggði að hún gekk snuðrulaust fyrir sig.

Önnur úrslit urðu þau að Ólöf Pétursdóttir sigraði í A-flokki kvenna en hún hjólaði 34 kílómetra á tímanum 1:07:38. Garðar Erlingsson sigraði í A-fokki karla, hann hjólaði 51 kílómetra á tímanum 1:36:03.

Nánari úrslit má finna hér á hjolamot.is

Síðast breytt þann 11. May 2013 kl: 18:36 af

Ummæli

Aðrar fréttir

Hjólreiðaþing 2024

6 March kl: 13:32

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 2. mars 2024 s.l. í fundarsal Í

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28 February kl: 13:22

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

27 February kl: 23:04

Hjólreiðasamband Íslands boðar til áhugaverðs fræðslufundar þann 7. mars n.k. í fundarsal Í&th

Nýjir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

25 February kl: 23:45

Laugardaginn 24. febrúar s.l. fór fram fyrsta formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum í Zwift heimum.

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

21 February kl: 12:36

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsta formlega Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum.

Mótaskrá 2024 - uppfært

24 January kl: 17:22

Hér eru svo önnur drög að mótaskrá sumarsins 2024 frá Mótanefnd HRÍ komin. Aftur með fyrirva

Þolprófsmælingar Úrvalshóps HRÍ

13 January kl: 20:37

Í dag fóru fram þolprófsmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands &ia

Styrktar- og liðleiksmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands

12 January kl: 14:42

Í dag fóru fram yfirgripsmiklar styrktar- og liðleiksmælingar í rannsóknarsetri íþrótta- og heilsuv

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands

3 January kl: 14:42

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands fór fram í fundarsal Íþ

Afreksbúðir úrvalshóps HRÍ í janúar 2024

25 December kl: 22:30

Í byrjun janúar mun Hjólreiðasambandi Íslands (HRÍ) í samvinnu við rannsóknarstofu Menntavísi

Dagur sjálfboðaliðans 5. desember

30 November kl: 08:35

Í tilefni af degi sjálfboðaliðans þann 5. desember n.k. munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboð

Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands 2023

5 November kl: 15:24

Í gær var Pálmari Kristmundssyni veitt Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands. Pálmar er menntaður arki

Hjólreiðafólk ársins 2023 og Lokahóf

5 November kl: 00:01

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Vonarsal SÁÁ í dag. Allir bikarmeistar

Lokahóf HRÍ 2023

3 November kl: 11:44

Á morgun í Vonarsal SÁÁ sem staðsett er í Efstaleiti 7, verður lokahóf Hjólreiðasambands Í

Cyclo-cross æfingabúðir UCI

11 October kl: 12:19

Þessa dagana eru 4 ungir hjólarar í Cyclo-cross æfingabúðum í  höfuðstöðvum Alþj&oac