Dagsetning

3. May 2020


Skipuleggjendur

3N

Staðsetning

Sundlaugin í Sandgerði


Mótsstjóri

Svanu már scheving

Upplýsingar

Þetta mót er hluti af bikarmótaröð Hjólreiðasambands Íslands í götuhjólreiðum.  Keppni í elite og junior telur til stiga í bikarkeppninni.  Allir sem taka þátt í bikarmóti á vegum HRÍ þurfa að vera skráðir í hjólreiðafélag sem er meðlimur í HRÍ.

Keppnisbraut

106 km Elite karlar, Elite konur, Masters karlar og junior karlar

Hjólað að Reykjanesvirkjun, þaðan stefnan tekin á Grindavík. Farið í gegnum Grindavík og snúið við á Festarfjalli.

Nánari lýsing á braut: Hjólað frá Sandgerði niður að Ósabotnum. Þar tekinn hægri beygja áleiðis að Höfnum. Ekki er lengur hjólað eftir afleggjaranum að Reykjanesvirkjun. Þegar komið er til Grindavíkur þá er leiðin þessi: 

Nánari textalýsing á leiðinni í gegnum Grindavík:

  • Til hægri á Grindavíkurveg

  • Til vinstri á Ránargötu

  • Til vinstri á Ránargötu

  • Fyrsta beygja til vinstri á Austurveg

  • Fyrsta beygja til vinstri á Austurveg

  • Halda áfram á Suðurstrandarveg

  • Snúa við efst í brekkunni við Festarfjall og farið til baka til Grindavíkur

  • Til hægri upp Hópsbraut

  • Til hægri á Grindavíkurveg

  • Til Vinstri á Nesveg

Eftir þetta er hjólað til baka að afleggjaranum til Sandgerðis. Hann svo hjólaður til Sandgerðis.

 

63 km junior konur og Masters konur

Nánari lýsing á braut: Hjólað frá Sandgerði niður að Ósabotnum. Þar tekinn hægri beygja áleiðis að Höfnum. Hjólað að afleggjaranum að Reykjanesvirkjun. Þar tekinn hægri beygja og hjólað að Reykjanesvirkjun. Þar er tekinn hringur og hjólað aftur að vegi nr.425. Á gatnamótunum er tekinn vinstri beygja og hjólað aftur til Sandgerðis. Þetta er sama leið og almenningur hjólar í 63 km keppninni. Þessi hópur hjólar ekki til Grindavíkur.

Ræsing

Ræsing er kl.9:20. Fyrst er Elite karlar ræstir af stað. Eftir það ræsa saman Elite konur, Junior og Master´s flokkarnir 30-39 40-49 50-59 og 60+.

Búnaður

Það er skylda að vera með hjálm.

Fylgdarbílar

Fylgdarbílar eru leyfðir í bikarkeppninni. Til þess að sækja um leyfi fyrir fylgdarbíl þarf að senda eftirfarandi upplýsingar á mótsstjóra:

  • Skráninganúmer á fylgdarbílnum
  • Lýsing á bílnum (tegund, litur)
  • Nafn á bílstjóra
  • Farsímanúmer hjá bílstjóranum og öllum aðstoðarmönnum
  • Tölvupóstur hjá bílstjóra og öllum aðstoðarmönnum
  • Hvaða keppanda bíllinn er að fylgja

Mjög mikilvægt að bílarnir séu merktir með stóru F sem er fest innan á afturrúðu og hliðarrúður báðu megin.

Fylgdarbílar skulu í einu og öllu fara eftir fyrirmælum dómara. Þegar tími á milli hópa er orðinn nægur til að dómari telur það vera öruggt að fara á milli hópa færir dómarabíllinn sig á milli hópanna og þeir fylgdarbílar sem eiga liðsmenn í þeim hóp fylgja á eftir.

Fylgdarbílar skulu alltaf keyra á eftir dómara, þeir mega aldrei vera á milli dómarabíls og keppenda.

Reglur

Skráning ekki tekin gild nema greiðsla hafi borist. Verðlaunapeningar í öllum flokkum. Mæting er við sundlaugina í Sandgerði (Skólastræti) en startið er á Stafnesvegi. 

Verðlaunaafhending

Verðlaunaafhending fer fram á eftirfarandi tímum í íþróttasalnum við sundlaugina:

32km: kl.12:00

63km: kl.12:30

106km: kl.13:00

 

Upplýsingar

Keppnisgrein: Götuhjólreiðar

Lengd: 104km

Rástími: 3. May 2020 kl: 09:20

Tegund: Bikarmót

Flokkar

*Allir keppendur

Aldurshópar

*Allir aldurshópar

Úrslit eru væntanleg

Engin úrslit fundust