Hálf Jökulmíla

Dagsetning

15. Jun 2013


Skipuleggjendur

Hjólamenn

Staðsetning

Hálf Jökulmíla - Búðir -> Grundarfjörður


Mótsstjóri

Ekki skráð

Upplýsingar

Njóttu náttúrufegurðar á Snæfellsnesi. Hálf Jökulmíla hefst á Búðum og endar í Grundarfirði.

Keppnislengd

Frá Búðum til Grundarfjarðar um Vegamót og Vatnaleið, 74 km. Drykkjarstöð er á Vegamótum (eftir 37 km). Ræsing fyrir götu- og fjallahjól kl. 13:00.

Æfingar og brautarskoðanir

Það er mikilvægt að manni líði vel í löngum hjólreiðatúrum. Við mælum því með að undirbúningur fyrir þátttöku í Hálfri Jökulmílu sé skipulagður.

Margir hjólreiðaklúbbar innan vébanda Hjólreiðanefndarinnar bjóða uppá skipulagða þjálfunaráætlun. Sértu ekki í klúbbi, þá hvetjum við þig að kíkja við á vefsvæðum þeirra (sjá hlekki hér neðst á síðu) og setjir þig í samband hafir þú áhuga á slíkri leiðsögn.

Reglur

Fjölskylduverð: 7.000 kr.- Reglur Jökulmílunnar gilda einnig fyrir Hálfa Jökulmílu. Reglur í Jökulmílunni:

  1. Hjálmaskylda er í Jökulmílunni.
  2. Þátttakendum er óheimilt að þiggja utanaðkomandi aðstoð í viðburðinum. Undantekningar eru: drykkir, matur, fatnaður, slöngur, dekk og verkfæri. Einnig má skipta um reiðhjól og gjarðir.
  3. Heimilt er að nýta sér skjól af öðrum hjólum. Ef þríþrautarhjól er í hópi reiðhjóla sem vinna saman er óheimilt að liggja á liggistýri nema þegar viðkomandi hjól er fremst í hópi. Um leið og þríþrautarhjól nýtur skjóls af öðru hjóli skal hjólamaður staðsetja hendur við bremsur.
  4. Bannað er að stytta sér leið. Yfirgefi þátttakandi auglýsta leið verður hann að koma inn á hana á sama stað og hann yfirgaf hana.
  5. Þátttakandi má ekki með hegðun sinni stofna öðrum þátttakendum eða vegfarendum í hættu. Þátttakendur skulu ávallt sýna af sér íþróttamannslega hegðun.
  6. Reiðhjólið skal vera búið góðum bremsum framan og aftan og öll öryggisatriði í lagi. Stýrisendar verða að vera lokaðir.
  7. Þátttakandi mælist kominn í mark þegar fremsti punktur framdekks snertir lóðlínu yfir fremri brún marklínu.
  8. Þar sem Jökulmílan er haldin á vegum sem opnir eru fyrir almennri umferð skulu þátttakendur fylgja almennum umferðalögum í hvívetna.
  9. Þau lög og reglur sem Hjólreiðanefnd ÍSÍ hefur sett um hjólreiðakeppnir á Íslandi gilda eftir því sem við á í Jökulmílunni.
  10. Allir þátttakendur skulu hafa með sér farsíma og gefa stjórn Jökulmílunnar upp símanúmer sitt. Þeir skulu strax tilkynna stjórn símleiðis ef þeir kjósa að hætta í viðburðinum.
  11. Endamarki í Grundarfirði er lokað kl. 21:00.

Skilmálar

Þátttaka í Hálfri Jökulmílu er alfarið á ábyrgð þátttakandans sjálfs. Með því að skrá sig í viðburðinn afsalar þátttakandi sér öllum kröfurétti á hendur Hjólamanna sem mótshaldara. Þátttakandi hefur kynnt sér reglur Jökulmílunnar.

Upplýsingar

Keppnisgrein: Götuhjólreiðar

Lengd:

Rástími: 15. Jun 2013 kl: 13:00

Tegund: Almenningsmót

Flokkar

TT- og þríþrautarhjól

Aldurshópar

15-16 ára

18-39 ára

Karlar í flokknum TT- og þríþrautarhjól (1)

Nafn UCI ID Félag Aldurshópur
Nafn
Sigurður S Nikulásson Hjólamenn
Nr: 20 Félag: Hjólamenn Flokkur: TT- og þríþrautarhjól Stig: 50

Konur í flokknum TT- og þríþrautarhjól (1)

Nafn UCI ID Félag Aldurshópur
Nafn
Guðbjörg Matthíasdóttir 10049410265 Hjólamenn
Nr: 3 UCI ID: 10049410265 Félag: Hjólamenn Flokkur: TT- og þríþrautarhjól Stig: 50

Karlar í aldurshópnum 18-39 ára í öllum flokkum (4)

Nafn UCI ID Félag Aldurshópur
Nafn
Guðmundur Pálsson 10049476448 Utan félags
Nr: 5 UCI ID: 10049476448 Félag: Utan félags Aldurshópur: 18-39 ára Stig: 1
Gunnar Páll Leifsson 10049344284 Utan félags
Nr: 13 UCI ID: 10049344284 Félag: Utan félags Aldurshópur: 18-39 ára Stig: 1
Halldór Hildimundarson 10049454826 Utan félags
Nr: 18 UCI ID: 10049454826 Félag: Utan félags Aldurshópur: 18-39 ára Stig: 10
Haraldur Karlsson 10049406124 Utan félags
Nr: 8 UCI ID: 10049406124 Félag: Utan félags Aldurshópur: 18-39 ára Stig: 12

Konur í aldurshópnum 18-39 ára í öllum flokkum (4)

Nafn UCI ID Félag Aldurshópur
Nafn
Anna Vigdís Rúnarsdóttir Utan félags
Nr: 24 Félag: Utan félags Aldurshópur: 18-39 ára Stig: 14
Rebekka Jóelsdóttir 10049431382 Utan félags
Nr: 9 UCI ID: 10049431382 Félag: Utan félags Aldurshópur: 18-39 ára Stig: 18
Sigrún Dóra Sævinsdóttir 10049472004 Ægir3
Nr: 21 UCI ID: 10049472004 Félag: Ægir3 Aldurshópur: 18-39 ára Stig: 0
Sigurbjörg Gróa Vilbergsdóttir Utan félags
Nr: 31 Félag: Utan félags Aldurshópur: 18-39 ára Stig: 20

Karlar í flokknum TT- og þríþrautarhjól (1)

Sæti Nafn UCI ID Félag Aldurshópur Tími Stig
Sæti Nafn Tími
1 Sigurður S Nikulásson Hjólamenn 2:09:55 50
Nr: 20 Félag: Hjólamenn Flokkur: TT- og þríþrautarhjól Stig: 50

Konur í flokknum TT- og þríþrautarhjól (1)

Sæti Nafn UCI ID Félag Aldurshópur Tími Stig
Sæti Nafn Tími
1 Guðbjörg Matthíasdóttir 10049410265 Hjólamenn 3:16:06 50
Nr: 3 UCI ID: 10049410265 Félag: Hjólamenn Flokkur: TT- og þríþrautarhjól Stig: 50

Karlar í aldurshópnum 18-39 ára í öllum flokkum (4)

Sæti Nafn UCI ID Félag Aldurshópur Tími Stig
Sæti Nafn Tími
10 Haraldur Karlsson 10049406124 Utan félags 2:37:43 12
Nr: 8 UCI ID: 10049406124 Félag: Utan félags Aldurshópur: 18-39 ára Stig: 12
11 Halldór Hildimundarson 10049454826 Utan félags 2:41:02 10
Nr: 18 UCI ID: 10049454826 Félag: Utan félags Aldurshópur: 18-39 ára Stig: 10
20 Gunnar Páll Leifsson 10049344284 Utan félags 3:19:32 1
Nr: 13 UCI ID: 10049344284 Félag: Utan félags Aldurshópur: 18-39 ára Stig: 1
22 Guðmundur Pálsson 10049476448 Utan félags 3:27:17 1
Nr: 5 UCI ID: 10049476448 Félag: Utan félags Aldurshópur: 18-39 ára Stig: 1

Konur í aldurshópnum 18-39 ára í öllum flokkum (4)

Sæti Nafn UCI ID Félag Aldurshópur Tími Stig
Sæti Nafn Tími
6 Sigurbjörg Gróa Vilbergsdóttir Utan félags 3:19:00 20
Nr: 31 Félag: Utan félags Aldurshópur: 18-39 ára Stig: 20
7 Rebekka Jóelsdóttir 10049431382 Utan félags 3:27:25 18
Nr: 9 UCI ID: 10049431382 Félag: Utan félags Aldurshópur: 18-39 ára Stig: 18
9 Anna Vigdís Rúnarsdóttir Utan félags 4:30:58 14
Nr: 24 Félag: Utan félags Aldurshópur: 18-39 ára Stig: 14
11 Sigrún Dóra Sævinsdóttir 10049472004 Ægir3 DNS 0
Nr: 21 UCI ID: 10049472004 Félag: Ægir3 Aldurshópur: 18-39 ára Stig: 0

Eru villur eða rangt skráðar upplýsingar í úrslitunum?

Hafðu samband við mótsstjóra: Ekki skráð

Engin úrslit fundust