Dagsetning

16. Jul 2020 - 19. Jul 2020


Skipuleggjendur

Vestri Hjólreiðar / Höfrungur

Staðsetning

Vestfirðir


Mótsstjóri

Ekki skráð

Vesturgötuhjólreiðar/Svalvogahjólreiðar hefst við Íþróttahúsið á Þingeyri klukkan 10:00 laugardaginn 18. júlí. Ágætt er að mæta tímanlega fyrir keppni og er mikilvægt að keppendur festi keppnisnúmer vel á stýrið og flöguna á aftari gaffalinn en góðar leiðbeingar fylgja gögnum keppenda. Skráning fer fram hér

Keppnin byrjar og endar við Íþróttahúsið á Þingeyri. Hún er 55 km löng og hjóla keppendur inn Kirkjubólsdal, yfir Álftamýrarheiði og niður í Fossdal þar sem hjólað er niður þangað til komið er  að gatnamótum og er þá beygt til hægri út fjörðinn. Þar er fljótlega komið í Stapadal  þar sem þeir hjóla sömu leið og keppendur í Vesturgötunni hlaupa.

Keppendur hafa aðstöðu inni í íþróttahúsinu til að skipta um föt og er sundlaugin opin til klukkan 18 þannig að allir ættu að komast í bað til að skola af sér rykið. Verð í sundið er 850 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir 6-18 ára.

Keppnisnúmer verða afhent við skráningu eða með gögnum hjá þeim sem hafa forskráð sig. Númerin á að festa framan á hjólin með þar til gerðum böndum og með nælum á bakið.  Notast  er við flögutímatöku og eiga keppendur að festa flöguna á hjólið sitt en leiðbeiningar um hvernig það er gert fylgja gögnunum.

Drykkjar/orkustöðvar verða tvær á leiðinni en keppendum er bent á að taka með sér orku til að hafa á leiðinni. Þegar í mark er komið verður boðið upp á vatn, orkudrykk Bætiefnabúllunni, súkkulaði, banana, kleinur, vöfflur og annað fínerí

Bíll mun keyra á eftir síðasta keppanda og í honum verður hjólapumpa en engar slöngur verða meðferðis.

Upplýsingar

Keppnisgrein: Fjallahjólreiðar

Lengd:

Rástími: 18. Jul 2020 kl: 10:00

Tegund: Almenningsmót

Flokkar

*Allir keppendur

Aldurshópar

*Allir aldurshópar

Úrslit eru væntanleg

Engin úrslit fundust