Dagsetning

30. Apr 2022


Skipuleggjendur

3N

Staðsetning

Sandgerði


Mótsstjóri

Baldur Sæmundsson

Upplýsingar

Þessi keppni er fyrir C flokk í götuhjólreiðum. Er einnig hugsuð sem keppni fyrir almenning sem er ekki skráður í hjólreiðafélag.

Varðandi upplýsingar varðandi í hvaða flokki fólk á að skrá sig þá má finna nánari útskýringu á því í keppnisreglum HRÍ: https://hri.is/assets/uploads/ckfinder/files/3kafli-24mars2022.pdf

 

Keppnisbraut

Strava leggur fyrir einn keppnishring: https://www.strava.com/routes/2946161117338508258

 

Líklegur staður fyrir rás- og endamark: 

 

Rásmark er við Sandgerðisveg, rétt hjá sundlaug Sandgerðis. Hjólað í gegnum Sandgerði eftir Strandgötu. Þaðan er svo hjólað eftir Garðskagavegi áleiðis til Garðs. Tekinn hægri beygja inn á Garðbraut. Hjólað svo eftir Garðskagavegi til Mánatorgs. Tekinn fyrsta beygja út úr því hringtorgi áleiðis til Sandgerðis aftur eftir Miðnesheiðarvegi. Þegar komið er að Sandgerðisvegi er tekinn hægri beygja og lokasprettur tekinn til Sandgerðis.

 

Elite KK fara 6 hringi eða sirka 115 km. 

Elite KVK fara 4 hringi eða sirka 77 km 

B KK og Junior KK fara 5 hringi eða 96 km

B KVK og Junior KVK fara 3 hringi eða 58 km

C KK/KVK og U15/U17 fara 2 hringi eða 38 km

 

Við höfum fengið leyfi hjá Vegagerðinni til þess að loka veginum á þessum kafla í aðra áttina. Semsagt það er lokað á alla traffík á móti keppendum.

Þetta þýðir að engin miðlínuregla er í gildi í þessari keppni. Þetta gildir þó ekki inni í bæjunum. Almennar umferðarreglur gilda inni í bæjunum og þar verður umferð á móti

 

Ræsing

Áætlað er að ræsing hefjist kl.9. 

 

Búnaður

Það er skylda að vera með hjálm.

 

Reglur

Skráning ekki tekin gild nema greiðsla hafi borist. Verðlaunapeningar í öllum flokkum. Mæting er við sundlaugina í Sandgerði (Skólastræti) en startið er á Stafnesvegi. 

Fylgdarbílar eru ekki leyfðir í C flokki.

Upplýsingar

Keppnisgrein: Götuhjólreiðar

Lengd: 38 km

Rástími: 30. Apr 2022 kl: 09:00

Tegund: Almenningsmót

Flokkar

*Allir keppendur

Aldurshópar

*Allir aldurshópar

Eru villur eða rangt skráðar upplýsingar í úrslitunum?

Hafðu samband við mótsstjóra: baldlom73@gmail.com

Engin úrslit fundust