Dagsetning

15. Aug 2021


Skipuleggjendur

Breiðablik

Staðsetning

Brautarholt, Lundarreykjadal


Mótsstjóri

Andri Már Helgason

Sunnudaginn 15. ágúst 2021 fer fram fyrsta malarhjólreiðamót Breiðabliks í Borgarfirði.

Mótið er fyrst og fremst hugsað sem mót fyrir malarhjólreiðar en það er í raun undir þér komið hvaða tegund af hjóli þú velur*. Ef þú átt ekki malarhjól, þá er velkomið að rúlla þetta á fjallahjóli.
*Rafhjól eru undanskilin. Sjá nánar í reglum.

Leiðirnar tvær sem verða í boði kallast Grefillinn og Hálfur Grefill.

Grefillinn leiðir þig inn á stórbrotið landslag hálendis Íslands áður en haldið er í gegnum gróðursælt og fallegt umhverfi Borgarfjarðar. Hálfur Grefill er styttri leið þar sem keppendur geta notið þess að fara í gegnum Lundarreykjardal og Skorradal.

Fyrirkomulag
Keppnin er sett upp með svipuðum hætti og aðrar keppnir í þessum flokki, þ.e. hver keppandi ber sjálfur ábyrgð á að rata rétta leið og þarf að geta verið engum háður. Að því gefnu er gerð krafa til keppenda að þeir séu með leiðarlýsingu vistaða í símtækjum eða hjólatölvu.

Aldurstakmark er sett á keppnina þar sem fyrirkomulag hennar er með þeim hætti að hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér. Sjá nánar í reglum.

Allar nánari upplýsignar má finna á vef keppninnar

--> https://www.grefillinn.is <---