Þessum viðburði er lokið
Dagsetning
9. May 2021
Skipuleggjendur
3N
Þetta mót er almennings mót 3N í götuhjólreiðum.
Samkvæmt núgildandi sóttvarnarlögum eru leyfðir einungis 50 keppendur per keppni. Því verða einungis leyfðir 50 keppendur í þessari keppni. Ef það kemur inn skráning eftir að 50 keppendur eru skráðir þá verður sú skráning gerð ógild og þáttakandinn fær að sjálfsögðu endurgreidd sín keppnisgjöld.
Til þess að sem flestir geti tekið þátt miðað við núverandi sóttvarnarlög þá verður þetta ein keppni per flokk. Þetta þýðir að flokkar sem myndu venjulega vera ræstir saman og vinna saman verða nú ræstir í sitthvoru lagi með sirka 5 mín millibili.
Skráningu lýkur á miðnætti fimmtudags, nánar tiltekið 6.maí kl. 23:59. Ekki verður hægt að skrá sig í keppnina eftir þann tíma, hvorki almennings né bikarmót HRÍ. Engar undantekingar verða á þessari reglu þar sem það þarf að undirbúa ráshólf og keppnisgögn með meiri fyrirvara núna.
Afhending gagna fyrir Reykjanesmót 3N 2021 fer fram í versluninni PELOTON EHF, Klettagarðar 23, 104 Reykjavík. Sækja þarf gögnin laugardaginn 8. maí, milli kl 11:00-15:00. Ekki verður hægt að fá gögn afhent á keppnisdegi vegna hættu á hópamyndun á mótssvæði.
63 km
Nánari lýsing á braut: Hjólað frá Sandgerði niður að Ósabotnum. Þar tekinn hægri beygja áleiðis að Höfnum. Hjólað að afleggjaranum að Reykjanesvirkjun. Þar tekinn hægri beygja og hjólað að Reykjanesvirkjun. Þar er tekinn hringur og hjólað aftur að vegi nr.425. Á gatnamótunum er tekinn vinstri beygja og hjólað aftur til Sandgerðis.
Hér má sjá Strava prófíl fyrir þessa leið:
https://www.strava.com/segments/3890845
Áætlað er að ræsing hefjist kl.9. Nánari tímasetning ætti að koma föstudaginn 7.maí þegar við höfum nánari upplýsingar um fjölda keppenda og mögulegar breytingar á sóttvarnarlögum.
Því er mikilvægt fyrir fólk að fylgjast vel með tölvupóstum frá keppnishaldara varðandi nánari tímasetningu á þeirra ráshólfi. Miðað við fjölda ráshólfa sem eru áætlaðir þá gæti tekið dágóðan tíma að koma öllum af stað.
5 mínútum fyrir ræsingu hvers flokks verður opnað fyrir sérstakt ráshólf þar sem einungis keppendur fyrir næstu ræsingu eru leyfðir.
Það er skylda að vera með hjálm.
Það er grímuskylda á öllum keppendum þangað til rétt fyrir keppni. Ekki er leyfilegt að kasta frá sér grímum í rásmarki.
Skráning ekki tekin gild nema greiðsla hafi borist. Verðlaunapeningar í öllum flokkum. Mæting er við sundlaugina í Sandgerði (Skólastræti) en startið er á Stafnesvegi.
Fylgdarbílar eru ekki leyfðir í almenningsflokki.
Verðlaunapeningar verða afhentir við endamark eftir því sem keppendur skila sér í mark. Veitt eru verðlaun fyrir efstu 3 sætin í hverjum flokki fyrir sig. Aldursflokkaverðlaun verða send heim til vinningshafa. Engin formleg verðlaunaafhending fer fram. Það verða engin úrdráttarverðlaun í ár.
Upplýsingar
Keppnisgrein: Götuhjólreiðar
Lengd: 63 km
Rástími: 9. May 2021 kl: 09:00
Tegund: Almenningsmót
Laus pláss: 44
Flokkar
Almenningsflokkur
Nafn | UCI ID | Félag | ||
---|---|---|---|---|
Nafn | ||||
Anton Ingvason | Utan félags | |||
Nr: 7
Félag: Utan félags
Flokkur: Almenningsflokkur
Stig: 26
|
||||
Arek Piech | Utan félags | |||
Nr: 7
Félag: Utan félags
Flokkur: Almenningsflokkur
Stig: 22
|
||||
Mikael Jón Steinsson | Utan félags | |||
Nr: 7
Félag: Utan félags
Flokkur: Almenningsflokkur
Stig: 20
|
||||
Tomasz Pawel Prokopiuk | Utan félags | |||
Nr: 7
Félag: Utan félags
Flokkur: Almenningsflokkur
Stig: 40
|
||||
Unnsteinn Jónsson | Hjólreiðafélag Akureyra | |||
Nr: 7
Félag: Hjólreiðafélag Akureyra
Flokkur: Almenningsflokkur
Stig: 32
|
||||
Wiktor Komorowski | Utan félags | |||
Nr: 7
Félag: Utan félags
Flokkur: Almenningsflokkur
Stig: 50
|
Sæti | Nafn | UCI ID | Félag | Tími | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|
Sæti | Nafn | Tími | ||||
1 | Wiktor Komorowski | Utan félags | 01:49:09.47 | 50 | ||
Nr: 7
Félag: Utan félags
Flokkur: Almenningsflokkur
Stig: 50
|
||||||
2 | Tomasz Pawel Prokopiuk | Utan félags | 01:49:37.98 | 40 | ||
Nr: 7
Félag: Utan félags
Flokkur: Almenningsflokkur
Stig: 40
|
||||||
3 | Unnsteinn Jónsson | Hjólreiðafélag Akureyra | 02:01:33.28 | 32 | ||
Nr: 7
Félag: Hjólreiðafélag Akureyra
Flokkur: Almenningsflokkur
Stig: 32
|
||||||
4 | Anton Ingvason | Utan félags | 02:01:33.69 | 26 | ||
Nr: 7
Félag: Utan félags
Flokkur: Almenningsflokkur
Stig: 26
|
||||||
5 | Arek Piech | Utan félags | 02:09:34.68 | 22 | ||
Nr: 7
Félag: Utan félags
Flokkur: Almenningsflokkur
Stig: 22
|
||||||
6 | Mikael Jón Steinsson | Utan félags | 02:13:54.60 | 20 | ||
Nr: 7
Félag: Utan félags
Flokkur: Almenningsflokkur
Stig: 20
|