Fréttir

Fjölgun þjálfara - UCI þjálfaranámskeiðin

Fjölgun þjálfara - UCI þjálfaranámskeiðin

13.01 2025 14:20 | ummæli

Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreiðasambandsins (UCI) síðan við hófum fyrst milligöngu um að halda slíkt námskeið frá haustinu 2021.

Mótaskrá fyrir 2025 - önnur drög

Mótaskrá fyrir 2025 - önnur drög

9.01 2025 14:29 | ummæli

Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hugsanlegar breytingar á mótum og tímasetningum. Ath. að hér vantar enn inn öll e-hjólreiðamót sem og haustdagskránna og CX mótin öll.

Íþróttafólk ársins 2024 verðlaunað

Íþróttafólk ársins 2024 verðlaunað

7.01 2025 10:22 | ummæli

Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna var lýst yfir kjöri íþróttamanns ársins ásamt því að veittar voru viðurkenningar til íþróttafólks innan allra íþróttasambanda ÍSÍ.

Sjálfboðaliði ársins 2024

Sjálfboðaliði ársins 2024

4.01 2025 15:57 | ummæli

Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. Er þetta í fyrsta skiptið sem Hjólreiðasambandið útnefnir Sjálfboðaliða ársins. En í ár var fyrir valinu Þórdís Einarsdóttir. Þórdis er svo sannarlega vel að nafnbótinni komin, en hún hefur lengi verið dugleg og ósérhlífin þegar kemur að starfi fyrir félagið sitt, Hjólreiðafélag Reykjavíkur (HFR). Bæði hefur hún verið ötul við þjálfun fjallahjólakrakka sem og skipulag æfinga og æfingaferða og margsinnis hefur hún verið fararstjóri slíkra ferða. Hún hefur einnig setið í stjórn HFR til margra ára og er núna á sínu öðru ári sem starfandi formaður félagsins. Hefur hún komið að mótastjórnun fjölda móta með tilheyrandi vinnu. Hún brennur fyrir félagið sitt og íþróttina í heild sinni og er ávallt tilbúinn að fórna sínum tíma fyrir það.

Tilkynning um úrslit Gullhjálmsins

Tilkynning um úrslit Gullhjálmsins

2.01 2025 13:14 | ummæli

Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að tilkynna að Hafdís Sigurðardóttir fær Gullhjálminn 2025. Hafdís er einstök fyrirmynd og hefur með dugnaði og óbilandi eldmóði sett sterkan svip á hjólreiðasamfélagið á Íslandi. Í ár bárust yfir 50 tilnefningar til Gullhjálmsins sem veittur er af Hjólavarpinu og Hjólreiðasambandi Íslands.

Kosning Gullhjálmsins 2024

Kosning Gullhjálmsins 2024

22.12 2024 18:10 | ummæli

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands hafa nú opnað fyrir kosningu vegna Gullhjálmsins 2024 og er öllum frjálst að kjósa. Innsendar tilnefningar voru rúmlega 50 og er litið til fjölda tilnefninga við val á þeim sem fóru í kostningu. Frestur til að kjósa rennur út þriðjudaginn 31. desember. Hér að neðan má sjá þá aðila sem tilnefndir eru og stuttan texta um hverja tilnefningu. Helsta markmið Gullhjálmsins er að beina sjónum að þeim fjölmörgu sem leggja sitt af mörkum við uppbyggingu hjólreiðasamfélagsins á Íslandi.  

Gullhjálmurinn 2024

Gullhjálmurinn 2024

12.12 2024 17:09 | ummæli

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands hafa nú opnað fyrir tilnefningar vegna Gullhjálmsins 2024 og er öllum frjálst að senda inn. Tekið er við tilnefningum á heimasíðu HRÍ en frestur til að tilnefna rennur út fimmtudaginn 19. desember.  Nafnbótin er ætluð einstaklingum, hópum eða samtökum sem hafa lagt sig fram við að bæta og byggja upp hjólreiðasamfélagið á Íslandi. Ritstjórn Hjólavarpsins og HRÍ fara yfir innsendar tilnefningar og í kjölfarið hefst atkvæðagreiðsla. Í tilnefningunni þarf nafn viðkomandi að koma fram auk upplýsinga um hvers vegna viðkomandi á skilið að fá Gullhjálminn 2024. Farið verður yfir tilnefningar með tilliti til rökstuðnings og fjölda tilnefninga sem hver fær. Atkvæðagreiðsla fer svo fram yfir jólin. Einstaklingurinn eða hópurinn sem verður fyrir valinu fær afhentann gullhjálminn og verður heiðruð í áramótaþætti Hjólavarpsins.

Dagur Sjálfboðaliðans. Kosning Íþróttaeldhuga ársins

Dagur Sjálfboðaliðans. Kosning Íþróttaeldhuga ársins

3.12 2024 13:17 | ummæli

Störf sjálfboðaliða í íþróttinni okkar verða seint metin að fullu. En Hjólreiðasambandið langar til að þakka öllum sjálfboðaliðum sem komið hafa að starfsemi hjólreiðafélaganna í gegnum árin kærlega fyrir þeirra vinnu.  Dagur Sjálfboðaliðans er 5. desember n.k. og að því tilefni mun ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboðaliðum að koma í Íþróttamiðstöðina í Laugardal og halda upp á daginn. Allir eru velkomnir á stutt málþing sem hefst kl. 15.00. Sjá einnig í frétt á vef ÍSÍ

Drög að mótaskrá fyrir 2025

29.11 2024 14:24 | ummæli

Fyrstu drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ eru hér komin, með fyrirvara um hugsanlegar breytingar á mótum og tímasetningum. Einnig vantar þarna inn haustdagskránna og CX mótin öll.

Hjólreiðafólk ársins 2024 og lokahóf

Hjólreiðafólk ársins 2024 og lokahóf

18.11 2024 14:54 | ummæli

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í gær. Allir bikarmeistarar ársins voru heiðraðir og viðurkenningar veittar í aldursflokkum og B- flokkum. Því næst var tilkynnt um val á hjólreiðafólki ársins 2024. Hjólreiðafólk ársins 2024 eru þau Hafdís Sigurðardóttir úr HFA og Kristinn Jónsson úr HFR. Efnilegasta hjólreiðafólk ársins eru svo valin þau Sól Snorradóttir og Einar Valur Bjarnason, en bæði eru þau frá HFR.