Fréttir

Hjólreiðafólk ársins 2024 og lokahóf

Hjólreiðafólk ársins 2024 og lokahóf

18.11 2024 14:54 | ummæli

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í gær. Allir bikarmeistarar ársins voru heiðraðir og viðurkenningar veittar í aldursflokkum og B- flokkum. Því næst var tilkynnt um val á hjólreiðafólki ársins 2024. Hjólreiðafólk ársins 2024 eru þau Hafdís Sigurðardóttir úr HFA og Kristinn Jónsson úr HFR. Efnilegasta hjólreiðafólk ársins eru svo valin þau Sól Snorradóttir og Einar Valur Bjarnason, en bæði eru þau frá HFR.

Lokahóf HRÍ 2024

Lokahóf HRÍ 2024

1.11 2024 17:16 | ummæli

Sunnudaginn 17. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1, 108 Reykjavík. Þar verða bikarmeistarar ársins verðlaunaðir og einnig verður tilkynnt um val á hjólreiðafólki ársins 2024. Hefst lokahófið klukkan 14:00. Þau sem tilnefnd voru af félögunum í ár í flokkunum fjórum :   Efnilegasta hjólreiðakona ársins Sól Snorradóttir (HFR) Efnilegasti hjólreiðamaður ársins Veigar Bjarni Sigurðsson (BFH) Hlynur Snær Elmarsson (HFA) Einar Valur Bjarnason (HFR) Róbert Ægir Friðbertsson (Bjartur) Hjólreiðakona ársins Bríet Kristý Gunnarsdóttur (Tindur) Kristín Edda Sveinsdóttir (HFR) Hafdís Sigurðardóttir (HFA) Björg Hákonardóttir (Breiðablik) Díana Björk Olsen (Bjartur) Hjólreiðamaður ársins Hafsteinn Ægir Geirsson (Tindur) Kristinn Jónsson (HFR) Jónas Stefánsson (HFA) Ingvar Ómarsson (Breiðablik)

Cyclo-cross æfingabúðir UCI 2024

16.10 2024 13:38 | ummæli

Í seinustu viku fóru 3 ungir hjólarar í Cyclo-cross æfingabúðir í  höfuðstöðvar Alþjóða hjólreiðasambandsins (UCI) í Aigle, Sviss. Æfingabúðirnar stóðu yfir dagana 8. til 13. október. Seinustu ár hefur UCI boðið nokkrum löndum að senda efnilega hjólara á aldrinum 16 til 22 ára til æfinga í Aigle, Sviss. Í æfingabúðunum er einblínt á líkamlegan og andlegan styrk ásamt færni og þjálfun á sviði cyclo-cross greinarinnar. Í lok æfingabúðanna er þátttakendur svo boðið að taka þátt í keppninni "Omnium Romand de Cyclo-cross", sem fer fram á sama stað. Þau sem fóru til Sviss í ár voru þau;  Sólon Kári Sölvason - HFR Eyrún Birna Bragadóttir - HFR Hekla Henningsdóttir - HFR

Íslandsmótið í Cyclocross 2024 - 2025

Íslandsmótið í Cyclocross 2024 - 2025

13.10 2024 18:02 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2024-2025 á útivistarsvæði Mosfellsbæjar við Stekkjarflöt. Skipuleggjendur voru Tindur hjólreiðafélag en mótstjóri var Jón Gunnar Kristinsson úr HFR. Þakkir til Mosfellsbæjar að bjóða hjólreiðafólk velkomið í heimsókn og fyrir að bjóða keppendum svo í sund eftir keppni. Sigurvegarar í Elíte flokkum í ár voru þau Kristín Edda Sveinsdóttir og Ingvar Ómarsson annað árið í röð.

Opinn formannafundur - miðvikudaginn 9. október

Opinn formannafundur - miðvikudaginn 9. október

8.10 2024 10:56 | ummæli

Á morgun fer fram í Fundarsal ÍSÍ, Engjavegi 6 svonefndur formannafundur Hjólreiðasambandsins. Fundurinn verður að þessu sinni opinn öllum áhugasömum, hvort sem þeir séu formenn aðildafélaganna, stjórnarmenn félaganna, þjálfarar, íþróttamenn eða almennir áhugamenn um hjólreiðar. Allir velkomnir!!

Heimsmeistaramót í Malarhjólreiðum 2024

Heimsmeistaramót í Malarhjólreiðum 2024

5.10 2024 13:03 | ummæli

Ísland tekur þátt á heimsmeistaramóti í malarhjólreiðum í ár, með þrjá keppendur. Þorsteinn Bárðarson sigraði sinn flokk í UCI móti í Skotlandi síðasta maí og öðlaðist þar með þátttökurétt til keppnis í 45-49 ára aldursflokkinum.  Auk hans eru þau Ingvar Ómarsson og Hafdís Sigurðardóttir sem taka þátt, fyrst Íslenskra keppenda í Elite flokk á þessu móti. 

Norðurlandamótið í Fjallahjólreiðum 2024

Norðurlandamótið í Fjallahjólreiðum 2024

4.10 2024 12:42 | ummæli

Norðurlandamótið í fjallahjólreiðum fór fram í Halden, Noregi dagana 21.-22. september s.l. Íslenska liðið var með tvo magnaða keppendur í U17 flokki, þau Sólon Kára Sölvason og Heklu Henningsdóttur. 

EM í götuhjólreiðum - Elite Flokkur karla

EM í götuhjólreiðum - Elite Flokkur karla

15.09 2024 20:21 | ummæli

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki karla hér í Limburg, Belgíu. Kristinn Jónsson keppti fyrir Íslands hönd á sínu fyrsta stórmóti í elíte flokki. 

EM í götuhjólreiðum - Elite Kvenna

EM í götuhjólreiðum - Elite Kvenna

14.09 2024 20:24 | ummæli

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki kvenna hér í Limburg, Belgíu. Fyrir Íslands hönd tóku þátt þær Silja Jóhannesdóttir, Hafdís Sigurðardóttir og Bríet Kristý Gunnarsdóttir.

EM í götuhjólreiðum - U23 keppni dagsins

EM í götuhjólreiðum - U23 keppni dagsins

13.09 2024 20:55 | ummæli

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í U23 flokki hér í Limburg, Belgíu. Fyrir Íslands hönd tóku þátt þeir Daníel Freyr Steinarsson, Björgvin Haukur Bjarnason, Breki Gunnarsson og Davíð Jónsson.