Dagsetning

9. Jun 2021


Skipuleggjendur

Hjólreiðafélag Akureyrar

Staðsetning

Akureyri


Mótsstjóri

Freydís Heba Konráðsdóttir

Hjólreiðafélag Akureyrar og Akureyrardætur bjóða upp á "Eyjó 1x2" götuhjólakeppni miðvikudaginn 9. júní. Ræst frá Leirunesti út á þjóðveg 1 og beygt þaðan til hægri inn Eyjafjarðarbraut eystri, hægri beygja tekin við Laugaland og svo aftur við Hrafnagil. Endamark á Eyjafjarðarbraut vestri á milli Skautahallar og Leirunestis. Þeir sem fara tvo hringi halda áfram í gegnum endamark og taka hægri beygju við gatnamót á Norðurlandsvegi. ATH Tvöfaldir fara ekki í gegnum bílastæði á Leiru heldur halda áfram á veginum.

Karlar og konur hjóla saman en veitt verðlaun fyrir 1.-3. sæti í kk og kvk í sitt hvorri vegalengdinni. Bannað er að nýta kjölsog af öðrum en þeim sem ræsa saman.

Mótið er hugsað sem skemmtun og góð æfing í því að keppa í hóp. Fullkomið fyrir byrjendur að prufa sig áfram á leið sem við þekkjum vel og er hæfileg í erfiðleika og lengd.

Upplýsingar

Keppnisgrein: Götuhjólreiðar

Lengd: 27 og 53km

Rástími: 9. Jun 2021 kl: 18:30

Tegund: Almenningsmót

Flokkar

*Allir keppendur

Aldurshópar

*Allir aldurshópar

Úrslit eru væntanleg

Engin úrslit fundust