Skráning er opin!
1 dagur 17 klst 49 mín þar til skráningu lýkur
Dagsetning
7. Oct 2023
Skipuleggjendur
HFR
Skráning hér: https://netskraning.is/cyclocross/
Íslandsmót í cyclocross, og þriðja bikarmótið, fer fram í Elliðaárdal við
rafstöðvarbrekku. Rétt til þátttöku á bikarmótum og íslandsmótum hafa fullgildir
meðlimir í viðurkenndu hjólreiðafélagi eða hjólreiðadeildar innan vébanda ÍSÍ (skráð í
umsjónarkerfi ÍSÍ). Þátttakendur vinsamlegast lesið allan textann að neðan.
Skráningu lýkur fimmtudaginn 5. október kl. 23:59. Ekki verður hægt að skrá sig í
keppni eftir þann tíma, og standa þarf skil á keppnisgjöldum fyrir þann tíma.
Afhending gagna fyrir keppni fer fram við rásmark.
Skráning hér: https://netskraning.is/cyclocross/
Verð fyrir Junior og yngri er 3.000
Verð fyrir fullorðna er 3.500 krónur
Athugið að keppendur sjá sjálfir um leigu á tímatökuflögu. Hægt er að ganga frá leigu
á flögu á netskraning.is/flogur.
Gróf drög að braut má sjá á mynd að ofan: HFR áskilur sér allan rétt til breytinga -
keppendur geta kynnt sér lokaútfærslu á brautinni fyrir keppni.
Allur ávinningur af mótahaldi rennur í Barna og Unglingastarf HFR.
Reglur
Keppendur eru vinsamlega beðnir um að kynna sér keppnisreglur HRÍ og þá
sérstaklega kaflann sem snýr að keppni í cyclocross (kafli 6). Mótshaldari tekur fram
að hringunarreglu verður ekki framfylgt í þessari mótaröð, þegar fyrsti keppandi í
viðkomandi ráshópi hefur lokið tilskyldum hringafjölda eru aðrir keppendur stöðvaðir í
endamarki. UCI reglur um dekkjabreidd gilda ekki í þessu móti, sjá kaflann um búnað
að neðan.
Athugið að aldursflokkar í þessari mótaröð miðast við aldur keppenda á árinu 2024.
Ræsing
Hér er dagskrá á keppnisdag:
09:00 braut tilbúin til æfinga
10:00 afhending gagna
Keppnisfundur kl 10:45 - við rásmark.
Start: Flokkur Áætlaður tími í braut
11:00 KK-A ca 55 mín í braut
11:00 KK-B ca 55 mín í braut
11:10 KVK-A ca 45 mín í braut
11:10 KVK-B ca 45 mín í braut
11:15 Junior KVK – KK ca 40 mín í braut
11:20 KK-KVK U17 ca 35 mín í braut
11:25 KK-KVK-U15 og yngri ca 30 mín í braut
11:25 KK-KVKU15 og yngri 30 mín í braut
Þegar fyrsti maður í A flokki kk hjólar í fyrsta sinn yfir marklínu eftir kl 11:45 hefst
bjölluhringur. Bjöllu verður þá hringt á alla keppendur, sem eiga þá einn hring eftir í
keppninni.
Keppnisbraut
Keppnisbrautin verður í Elliðáardal og eru drög að henni sýnd á mynd. HFR áskilur
sér rétt til breytinga, en brautin verður merkt kvöldið fyrir keppnisdag. Um er að ræða
um 1,8km braut, með blönduð yfirborði, svo sem gras, möl, malbik og mold.
Keppendur eru beðnir um að virða þau tilmæli frá Hinu Húsinu að æfa ekki þann
hluta brautarinnar meðan starfsemi er í húsinu – athugið vel að sá hluti brautarinnar
liggur ekki á grasi, eingöngu á stígum – okkur er ekki heimilt að hjóla á grasi á lóð
Hins Hússins.
Búnaður
A, B, U23 - Öll hjól með hrútastýri leyfð, og allar dekkjabreiddir heimilar. Óheimilt
er að hafa bretti, standara eða annan óþarfa búnað á hjólinu sem kann að
valda keppendum skaða.
Junior og yngri, C flokkur - Öll hjól leyfð, en þó er óheimilt að hafa opna
stýrisenda eða horn á stýri, bretti, standara eða annan búnað á hjólinu sem kann að
valda
keppendum skaða.
Upplýsingar
Keppnisgrein: Cyclocross
Lengd:
Rástími: 7. Oct 2023 kl: 11:00
Tegund: Íslandsmeistaramót
Flokkar
A-Flokkur (Elite)
B-flokkur
C-Flokkur
Junior (17-18 ára)
U13
U15
U17
U23
Mótaraðir
Cyclocross 2023-2024 Bikarmót -