Þessum viðburði er lokið
Dagsetning
26. Aug 2021
Skipuleggjendur
Afturelding
Fellahringurinn verður haldinn 26. ágúst 2021 og ræst frá Varmá kl 19:00. Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ.
Boðið er upp á tvo mögulega hringi:
Litla 15km - verð 3.000kr
Stóra 30km - verð 4.000kr
Í fyrsta skipti í ár er sérstakur flokkur fyrir rafmagnshjól.
Verðlaun veit í aldursflokkum og vegleg útdráttarverðlaun, m.a. glæsilegt fjallahjól frá GÁP.
Skráning er opin til kl 15:00 25.ágúst.
Flokkar og skráning:
Við skráningu skrá allir sig í annað hvort almenningsflokk eða rafmagnshjól.
Í keppni venjulegra hjóla (einn flokkur í rafmagnshjólum) verða hinsvegar eftirfarandi flokkar (tekið saman eftir að skráningu lýkur):
19 ára og yngri
20-35 ára
36-50 ára
51 árs og eldri
Fellahringurinn er núna haldinn í fjórða skipti. Í fyrra þurfti að aflýsa út af covid-19 en í ár ætlum við að hjóla og fara eftir ítrustu sóttvörnum. Eins metra regla og gríma þar sem það á við og ekki verður hægt að bjóða upp á súpu og grill eftir keppni.
Við hvetjum þáttakendur til að takmarka samskipti í upphitum og áður en keppni hefst.
Ræsing í hólfum samkvæmt flokkum og áætluðum lokatíma þátttakanda.
Keppnisgögn afhent á mótsdegi frá kl 17:00 í Vallarhúsinu að Varmá.
Mótsstjóri er Guðmundur Jón Tómasson (s 856-2044)
Brautarskoðun er áætluð kl: 18:00 fimmtudag 19. ágúst og þriðjudag 24. ágúst frá Varmá (auglýst nánar síðar).
Leiðirnar (Strava route)