DH fjallabrunið í Úlfarsfelli

Dagsetning

26. Aug 2023


Skipuleggjendur

HFR

Staðsetning

Úlfarsfelli


Mótsstjóri

Þórdís Einarsdóttir

Bikarmót í fjallabruni verður haldið í Úlfarsfelli Laugardaginn 26. Ágúst

Ræsing er klukkan 11:00. 

Afhending keppnisgagna fer fram á bílastæðinu við botn brautar milli klukkan 9:30 og 10:30. Brautin er opin til æfinga þangað til 10:30

Ráslisti verður unnin eftir árangri úr fyrri mótum og verður birtur hér á vefnum á keppnisdag. Keppendur fá úthlutað rásnúmer í samræmi við ráslista.

Hjólaðar eru tvær umferðir og gildir betri tíminn. Keppendum er frjálst að sleppa seinni umferðinni kjósi þeir að gera það.

Keppt er eftir Keppnisreglum HRÍ

Sérstaklega skal skoða kafla 5.3 um Fjallabrun.

Búnaður:

Samkvæmt keppnisreglum HRÍ skal nota hjálm sem ver allt andlit (full-face) bæði í keppni og við æfingar. Hjálmurinn verður að vera með skyggni. Opnir hjálmar án kjálkahlífar eru bannaðir. Einnig skal vera með augnhlífar (gogglur eða hlífðargleraugu).

Þessi braut er sú tæknilegasta í mótaröðinni og því biðjum við keppendur að skoða hana vel áður en keppt er og nota hnéhlífar og bakbrynjur.