Íslandsmót í götuhjólreiðum (RR)

Dagsetning

30. Jun 2024


Skipuleggjendur

Hjólreiðafélagið Drangey / Breiðablik

Staðsetning

Skagafjörður


Mótsstjóri

María Sæm Bjarkardóttir

Íslandsmótið í götuhjólreiðum (RR) fer fram á Þverárfjallsvegi nr. 73 í Skagafirði, sunnudagsmorguninn 30. júní 2024. 

Bæði elite KK og KVK fara frá Sauðárkróki, yfir Þverárfjallsveg að Skagastrandarvegi nr. 74 þar sem er snúningspunktur, aftur yfir á Sauðárkrók þar sem fyrsta hringtorgið er snúingspunktur og upp í Tindastól, alls 89 km og í kringum 1650 m hækkun. 

Unnið er að því að ákveða styttri vegalengdir fyrir aðra flokka. 

Mótið er haldið af Hjólreiðafélaginu Drangey í samstarfi við Akureyrardætur og Breiðablik. 

Að öðru leyti er þessi viðburður í vinnslu og eru nánari upplýsingar væntanlegar ásamt korti með hæðarprófíl.