Þessum viðburði er lokið
Dagsetning
17. Aug 2024
Skipuleggjendur
Tindur
Söfnum saman Reykjavíkurhringjum þann 17. ágúst.
Um er að ræða sólahringsviðburð þar sem við gerum hjólreiðum hátt undir höfði. Sjáum hvað hjólasamfélagið nær að safna mörgum hringjum/kílómeturm. Frábær leið til að setja sér markmið og brjóta múra, 50km, 100km, 200km eða 300 km dagur það er allt í boði.
Leiðin sem farin verður er hinn klassíski “Reykjavíkurhringur” en hann er um 26 km að lengd. Hægt er að fara hringinn rétt- og rangsælis að vild.
https://www.strava.com/routes/3126539386340813018...
Verðum með frábæra aðstöðu í Hafnartorgi og með góða samstarfsaðila sem verða kynntir er nær dregur.
Hittumst í miðborginni, njótum þess að hjóla saman og verum sýnileg sem sá sterki hópur sem við erum.
Það kostar ekkert að vera með og allir eru velkomnir