Fellahringurinn 2024

Dagsetning

29. Aug 2024


Skipuleggjendur

Afturelding

Staðsetning

Mosfellsbær


Mótsstjóri

Elías Níelsson

Fellahringurinn er núna haldinn í sjötta skipti.
Í ár verður hann haldinn 29. ágúst 2024 og ræst er frá Varmá kl. 18:00.

Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ.

Boðið er upp á tvo mögulega hringi:

Litla 15km - verð 4.000 kr.
Stóra 30km - verð 5.000 kr.


Verðlaun veitt í aldursflokkum og vegleg útdráttarverðlaun, m.a.
glæsilegt fjallahjól frá Erninum.

Skráning er opin til kl 20:00 28.ágúst.

Flokkar og skráning:
Við skráningu skrá allir sig í annað hvort almenningsflokk eða rafmagnshjól.

Í keppni venjulegra hjóla (einn flokkur í rafmagnshjólum) verða
hinsvegar eftirfarandi flokkar (tekið saman eftir að skráningu lýkur):

12-15 ára
16-19 ára
20-35 ára
36-50 ára
51 árs og eldri
Rafmagnshjól, Opinn flokkur


Keppnisgögn afhent á mótsdegi frá kl 16:30 í Vallarhúsinu að Varmá.

Mótsstjóri er Elías Níelsson (s. 899-4292)

Brautarskoðun er kl: 18:00 fimmtudaginn 22. ágúst og þriðjudaginn 27.
ágúst frá Varmá


Leiðirnar (Strava route)*
- Litli hringurinn 15km - https://www.strava.com/routes/9729777
- Stóri hringurinn 30km - https://www.strava.com/routes/2862819023435245748

*Leiðir eru birtar með fyrirvara um að framkvæmdir sem eiga sér stað á
hluta leiðarinnar verði lokið.

Rafmagnshjól
Einungis svokölluð „pedal-assist“ rafmagnshjól eru leyfð, sem einungis
veita aukaafl ef hjólreiðamaðurinn er þegar að stíga hjólið. Þau eru
skilgreind í umferðarlögum (2019 nr. 77 25. júní) í 3. gr., tölul.
30b:

Hjól með stig- eða sveifarbúnaði, búið rafknúinni hjálparvél þar sem
samfellt hámarksafl er allt að 0,25 kW og afköstin minnka smám saman
og stöðvast alveg þegar hjólið hefur náð hraðanum 25 km á klst. eða
fyrr ef hjólreiðamaðurinn hættir að stíga hjólið.

Önnur rafmagnshjól eru ekki leyfð; einkum og sér í lagi eru hjól
skilgreind í töluliðum 28 og 30c ekki leyfð.

XC

Fellahringurinn Stóri hringur 30 km.

30km. og 15. km.

29. Aug 2024 kl: 18:00

Almenningsmót

Skoða nánar
XC

Fellahringurinn Litli hringur 15km.

29. Aug 2024 kl: 18:00

Almenningsmót

Skoða nánar