Bikarmót í fjallahjólreiðum

Dagsetning

18. May 2025


Skipuleggjendur

Breiðablik

Staðsetning

Guðmundarlundur


Mótsstjóri

María Sæm Bjarkardóttir

Bikarmót Breiðabliks í ólympískum fjallahjólreiðum verður haldið í Guðmundarlundi í Kópavogi sunnudaginn 18. maí 2025.

Brautin

Um er að ræða braut sem liggur meðal annars um skógræktarsvæði Skógræktarfélags Kópavogs og er brautin sett upp í samráði og samvinnu við skógræktina. Í aðdraganda mótsins eru hjólarar beðnir um að fara varlega þegar þeir fara um skóginn í Guðmundarlundi þar sem hann liggur í gegnum frisbígolfvöll. Vinsamlegast takið því tillit til annarra sem eiga þar leið um. Þessum hluta brautarinnar verður síðan lokað á sjálfum keppnisdegi

Brautarskoðun

Brautarskoðun verður kynnt síðar.

Keppnisgjöld.

A, B, Master 35+ flokkar og handhjólarar

Skráningargjald er 4.000 kr. Hækkar í 7.000 kr. kl. 12:00 fimmtudaginn 15. maí 2025. Skráningu lýkur kl. 12:00 föstudaginn 16. maí 2025.

Junior og U-flokkar

Skráningargjald er 3.000 kr. Hækkar í 5.000 kr. kl. 12:00 fimmtudaginn 15. maí 2025. Skráningu lýkur kl. 12:00 föstudaginn 16. maí 2025.

Vinsamlega sendið póst á hjol@breidablik.is með kvittun fyrir greiðslu.

Allar nánari upplýsingar verða veittar innan skamms.

Hjólreiðadeild Breiðabliks heldur fjallahjólamót (XCO) í Guðmundarlundi með sama sniði og undanfarin ár, fyrir utan þá breytingu að aðstaðan verður í Gamla húisnu sem er við hliðina á stóra bílaplaninu við Guðmundarlund.

Von er á Strava-hlekk á leiðina en hún verður eins og undanfarin ár.

Upplýsingar

Keppnisgrein: Fjallahjólreiðar

Lengd:

Rástími: 18. May 2025 kl: 09:00

Tegund: Bikarmót

Flokkar

A-Flokkur (Elite)

B-flokkur

Handhjólarar - Elite

Junior (17-18 ára)

Master 35+ (Fjallahjól)

U11

U13

U15

U17

Mótaraðir

Fjallahjólreiðar XCO 2025 - 1. bikar

Úrslit eru væntanleg

Engin úrslit fundust