Íslandsmeistaramót

Dagsetning

21. Jul 2019


Skipuleggjendur

Vestri Hjólreiðar

Staðsetning

Ísafjörður


Mótsstjóri

Ekki skráð

Vestri | hjólreiðar bjóða ykkur velkomin á Ísafjörð sunnudaginn 21. júlí n.k. á útivistarsvæði Ísafjarðar á Seljalandsdal. Við hvetjum ykkur til að lesa handbók þessa vel enda ýmis mikilvæg atriði sem geta skipt sköpun þegar að keppni kemur.

Mótið verður haldið í fjallahjólabraut (XCO) Ísafjarðar sem er staðsett á hjóla- og skíðagöngusvæðinu á Seljalandsdal. Ræst er á marksvæði við skíðaskálann. Sama dag fer fram Opna Ísafjarðarmót Vestra í aldursflokkunum 11-15 ára.

Fylgist með Vestra | hjólreiðum á Instragram, Facebook og heimasíðu félagsins. Hjólaleiðir í Ísafjarðarbæ má sjá á Trailforks.com og hvetjum við þátttakendur til að skoða fleiri leiðir.

Mótsstjórn

Keppnishaldari:      Vestri | hjólreiðar
Keppnisstjóri:         Heiða Jónsdóttir, keppnisstjóri, símanrr: 867 3755, netfang: hjolreidar@vestri.is
Yfirdómari:             Erlendur Þorsteinsson

Dagskrá

Föstudagurinn 19. júlí

16:00-19:00           Afhending keppnisgagna í CraftSport, Ísafirði

Laugardagurinn 20. júlí

18:00                     Brautarskoðun á Seljalandsdal

Sunnudagurinn 21. júlí

Dagskráin fer öll fram á Seljalandsdal

10:00-11:00            Afhending keppnisgagna                           

10:00-12:00            Brautarskoðun

12:00-12:15            Keppnisfundur                                              

12:30                       Ræsing                                                             

14:45                       Verðlaunaafhending                                   

15:00                       Opið Vestfjarðamót fyrir U15, U13 og U11

Brautarskoðanir og aðstaða

Brautarskoðanir verða laugardaginn 20. júlí kl. 18:00 og sunnudaginn 21. júlí kl. 10:00. Mæting við Skíðagönguskálann á Seljalandsdal. Strava segment er tilbúið og gamalt Relive myndband leiðinni með smávægilegum breytingum. Vinsamlegast athugið braut gæti breyst lítillega frá því sem þarna kemur fram.

Aðstaða til geymslu og smávægilegra lagfæringa keppnishjóla verður í tækjageymslu Skíðagönguskálans á Seljalandsdal. Aðstaða opnar kl. 18:00 laugardaginn 20. júlí og lokar að keppni lokinni. Ekki er borin ábyrgð á hjólum eða öðrum búnaði keppenda. Hægt verður að þrífa hjól við tækjageymslu að keppni lokinni.

Keppnisgjald og -gögn

Keppnisgjald er kr. 4.500,-. Skráningu lýkur 19. júlí kl. 19:00  20. júlí kl. 00:00. Skráning er á heimsíðu Hjólreiðasambands Íslands.

Afhending keppnisgagna fer fram föstudaginn 19. júlí milli kl. 16:00 og 19:00 í Craftsport, Ísafirði og sunnudaginn 21. júlí milli kl. 10:00 og 11:00 í Skíðagönguskálanum á Seljalandsdal. Rásnúmer skal vera á baki keppenda og á stýri á hjólum keppenda.

Keppnisfyrirkomulag

Flokkar verða ræstir hver á eftir öðrum með stuttu millibili. Mótsstjórn áskilur sér rétt til að ákveða tíma milli flokka og að breyta fjölda hringja ef breyta þarf braut.

Þátttakendur í Íslandsmeistaramóti fylgja reglum HRÍ um viðurkennd keppnishjól. Í meistaraflokki (almenningskeppni) eru öll hjól leyfileg en mælt með fjallahjóli (hardtail eða fulldempuðu). Hjálmaskylda er í öllum flokkum og skulu hjól vera lögleg og allur búnaður í lagi. Allir þátttakendur skulu fylgja keppnisreglum HRÍ og keppnishandbók þessari.

Hringunarregla gildir innan flokka. Þegar fremsti keppandi fer fram úr öðrum keppanda (hringar) úr sama flokki klárar sá sem er hringaður hringinn, en yfirgefur brautina áður en hann kemur að marklínu og heldur ekki áfram.

Brautin er rétt um 4 km að lengd, en getur tekið smávægilegum breytingum fram að keppni, telji dómari og/eða keppnisstjóri þess þörf.

Flokkar                                                            Fjöldi hringa

Elite KK (23 ára og eldri á árinu)                                     5 hringir  

Elite KVK  (23 ára og eldri á árinu)                                  4 hringir

U23 KK (19-22 ára á árinu)                                             5 hringir

U23 KVK (19-22 ára á árinu)                                           4 hringir

Junior KK (17-18 ára á árinu)                                          3 hringir

Junior KVK (17-18 ára á árinu)                                       2 hringir

U17 KK og KVK (15-16 ára á árinu)                                2 hringir

U15 KK og KVK (13-14 ára á árinu)                                1 hringur

Meistaraflokkur KK og Almenningsflokkur                       3 hringir

Meistaraflokkur KVK og Almenningsflokku                      2 hringir

Annað

Mikið er um að vera í Ísafjarðarbæ á helginni og því um að gera að taka þátt í fleiri viðburðum.

  • Opið Vestfjarðamót fyrir U15, U13 og U11 á keppnisdegi kl. 15:00.
  • Hlaupahátíð Vestfjarða, https://hlaupahatid.is/, fer fram sömu helgi og íslandsmeistaramótið, þar sem keppt er í sjósundi, hjólreiðum og ólíkum hlaupaleiðum.

Upplýsingar um mögulega gististaði má nálgast á www.westfjords.is.

HRI og Vestri þakka Hlaupahátíð Vestfjarða, Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar og CraftSport, kærlega fyrir samstarfið.

Ef einhverjar fyrirspurnir vakna vinsamlegast hafið samband við keppnisstjóra.

Keppnisreglur

Í Íslandsmeistaramóti í fjallahjólreiðum (XCO) er keppt samkvæmt a href="http://hri.is/assets/uploads/Reglur-HRÍ-samþykktar-á-stjórnarfundi-30.apríl-2019.pdf">reglum Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ). Reglur Alþjóðahjólreiðasambandsins um fjallahjólreiðar eru hafðar til viðmiðunar um túlkun reglna HRÍ. 

Keppt er samkvæmt flokkaskiptingu HRÍ.

Dómari með UCI réttindi mun dæma mótið. Keppendur sem ekki fara eftir reglum eiga á hættu að verða skráðir úr mótinu eða vísað úr keppni, ef annað er ekki tekið fram í tiltekinni reglu.

Helstu atriði sem keppendur ættu sérstaklega að kynna sér úr reglum HRÍ:

  • HRÍ ber ekki ábyrgð á framkvæmd eða skipulagi og er ekki ábyrgt fyrir slysum eða óhöppum. Keppendur skulu ávallt sýna ýtrustu varúð í samræmi við aðstæður.
  • Keppendur verða að kynna sér braut, dagskrá og aðrar leiðbeiningar eða sérreglur sem keppnishaldari gefur út.
  • Ekki má stytta sér leið. Yfirgefi keppandi keppnisleiðina verður hann að koma inn á hana á stað og hún var yfirgefin.
  • Það er leyfilegt að þiggja tæknilega aðstoð á leiðinni en ekki má skipta um stell. Sé farið út úr braut til þess að gera við búnað þarf að koma aftur inn á brautina á sama stað og farið var út úr henni og hefja þar keppni aftur.
  • Keppandi sem veldur truflun í keppni með því að hindra eða stofna öðrum keppanda í hættu (t.d. í endaspretti) dæmist úr leik. Ber þar helst að nefna skyndilegar hraða- og stefnubreytingar í hóp hjólara.
  • Í endaspretti skal keppandi undantekningalaust halda beinni línu og hafa a.m.k. aðra hendi á stýrinu. Dómari getur áminnt keppanda, dæmt keppenda aftast í hóp eða dæmt keppenda úr keppni, eftir alvarleika brotsins.
  • Keppandi sem fer yfir endamarkslínu má ekki bremsa niður fyrr en 50 metrum eftir hana og þá skal hann fara út í vegkant eða út af veginum áður en hann stöðvast alveg. Ekki má vera stopp á miðjum veginum eftir marklínu. Alls ekki má hjóla til baka að marki nema í vegkanti, og þá einungis mjög hægt. Ekki má fara aftur yfir tímatökubúnað.

Búnaður: Allir keppendur skulu hjóla með reiðhjólahjálm á meðan á keppni stendur og klæðast viðeigandi hjólreiðafatnaði. Keppnisradíó eru bönnuð.

Leyfileg hjól:

  • Öll venjuleg reiðhjól eru leyfileg í keppninni, en gæta skal að búnaður á því (ef til staðar), svo sem standari, bögglaberi, bretti eða annað slíkt, sé vel festur, og af búnaðinum stafi ekki hætta fyrir aðra keppendur.
  • Liggistýri, letingjar, TT-bars eða annar sambærilegur búnaður er bannaður í allri keppninni. Venjulegir stuttir stýrisendar (festir á enda fjallahjólastýris) eru leyfðir.
  • Fyrir keppendur í Íslandsmeistaramótinu gilda reglur HRÍ, sem í þessu tilfelli vísa beint á reglur UCI.

Vestri | hjólreiðar heldur Íslandsmót í fjallahjólreiðum á Ísafirði sunnudaginn 21. júlí. 

 

Mótið verður haldið í nýrri fjallahjólabraut (XCO) Ísafjarðar sem er staðsett á hjóla- og skíðagöngusvæðinu á Seljalandsdal. Ræst er á marksvæði við skíðaskálann.

 

Upplýsingar

Keppnisgrein: Fjallahjólreiðar

Lengd: 90 mín

Rástími: 21. Jul 2019 kl: 12:30

Tegund: Íslandsmeistaramót

Flokkar

A-Flokkur (Elite)

Junior (17-18 ára)

Master 35+ (Fjallahjól)

U15

U17

U23

Karlar í flokknum A-Flokkur (Elite) (11)

Nafn UCI ID Félag
Nafn
Ármann Gylfason HFR
Nr: 5 Félag: HFR Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 20
Birkir Snær Ingvason 10049363078 Tindur
Nr: 6 UCI ID: 10049363078 Félag: Tindur Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 16
Bjarki Bjarnason HFR
Nr: 3 Félag: HFR Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 32
Bjarki Sigurjónsson HFR
Nr: 7 Félag: HFR Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 14
Eyjólfur Guðgeirsson 10049425423 Tindur
Nr: 8 UCI ID: 10049425423 Félag: Tindur Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 26
Hafsteinn Ægir Geirsson HFR
Nr: 2 Félag: HFR Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 40
Ingvar Ómarsson 10010957142 Breiðablik
Nr: 1 UCI ID: 10010957142 Félag: Breiðablik Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 50
Jón Arnar Óskarsson 10049342567 Tindur
Nr: 17 UCI ID: 10049342567 Félag: Tindur Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 0
Jón Gunnar Kristinsson HFR
Nr: 4 Félag: HFR Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 18
Kristófer Gunnlaugsson Breiðablik
Nr: 10 Félag: Breiðablik Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 12
Steinar Þorbjörnsson 10049416632 Breiðablik
Nr: 11 UCI ID: 10049416632 Félag: Breiðablik Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 22

Karlar í flokknum Master 35+ (Fjallahjól) (11)

Nafn UCI ID Félag
Nafn
Arnor Gauti Helgason Víkingur
Nr: 5 Félag: Víkingur Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 0
Arnþór Gústavsson Breiðablik
Nr: 52 Félag: Breiðablik Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 50
Atli Þór Jakobsson Vestri hjólreiðar
Nr: 53 Félag: Vestri hjólreiðar Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 32
Birkir Baldvinsson Hjólreiðafélag Akureyrar
Nr: 54 Félag: Hjólreiðafélag Akureyrar Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 26
Guðlaugur Egilsson 10049356917 Bjartur
Nr: 25 UCI ID: 10049356917 Félag: Bjartur Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 0
Hannes A. Hannesson 10049397333 Víkingur
Nr: 4 UCI ID: 10049397333 Félag: Víkingur Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 0
Hlöðver Tómasson Breiðablik
Nr: 57 Félag: Breiðablik Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 22
Ólafur Ragnar Helgason 10049396626 Utan félags
Nr: 38 UCI ID: 10049396626 Félag: Utan félags Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 0
Rúnar Pálmason HFR
Nr: 29 Félag: HFR Aldurshópur: A-Flokkur (Elite) Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 0
Sigurdur Skarphedinsson 10049478367 Utan félags
Nr: 34 UCI ID: 10049478367 Félag: Utan félags Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 0
Sveinn Logi Sölvason HFR
Nr: 61 Félag: HFR Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 40

Karlar í flokknum U15 (6)

Nafn UCI ID Félag
Nafn
Adam Valgeir Eiríksson BFH
Nr: 74 Félag: BFH Flokkur: U15 Stig: 0
Helgi Trausti Stefánsson HFR
Nr: 71 Félag: HFR Flokkur: U15 Stig: 50
Ólafur Róbertsson Utan félags
Nr: 43 Félag: Utan félags Flokkur: U15 Stig: 0
Ólafur Róbertsson Utan félags
Nr: 72 Félag: Utan félags Flokkur: U15 Stig: 40
Sverrir Bjarki Svavarsson Vestri hjólreiðar
Nr: 39 Félag: Vestri hjólreiðar Flokkur: U15 Stig: 0
Þorkell Breki Gunnarsson
Nr: 73 Félag: Aldurshópur: U15 Flokkur: U15 Stig: 32

Karlar í flokknum U17 (2)

Nafn UCI ID Félag
Nafn
Davíð Jónsson 10049361159 HFR
Nr: 41 UCI ID: 10049361159 Félag: HFR Flokkur: U17 Stig: 50
Kristján Uni Jensson 10049442601 HFR
Nr: 42 UCI ID: 10049442601 Félag: HFR Flokkur: U17 Stig: 40

Karlar í flokknum U23 (5)

Nafn UCI ID Félag
Nafn
Agnar Örn Sigurðarson 10049389653 HFR
Nr: 31 UCI ID: 10049389653 Félag: HFR Flokkur: U23 Stig: 40
Bergþór Páll Hafþórsson BFH
Nr: 32 Félag: BFH Flokkur: U23 Stig: 26
Gústaf Darrason Tindur
Nr: 33 Félag: Tindur Flokkur: U23 Stig: 32
Kristinn Jónsson 10016231619 HFR
Nr: 34 UCI ID: 10016231619 Félag: HFR Flokkur: U23 Stig: 50
Sæmundur Guðmundsson 10049338022 HFR
Nr: 35 UCI ID: 10049338022 Félag: HFR Flokkur: U23 Stig: 22

Konur í flokknum A-Flokkur (Elite) (8)

Nafn UCI ID Félag
Nafn
Bríet Kristý Gunnarsdóttir Tindur
Nr: 16 Félag: Tindur Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 0
Erla Sigurlaug Sigurðardóttir Tindur
Nr: 41 Félag: Tindur Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 0
Hrönn Ólína Jörundsdóttir 10049436941 Tindur
Nr: 23 UCI ID: 10049436941 Félag: Tindur Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 26
Karen Axelsdóttir Tindur
Nr: 24 Félag: Tindur Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 40
Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir HFR
Nr: 13 Félag: HFR Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 0
Kristín Edda Sveinsdóttir HFR
Nr: 26 Félag: HFR Aldurshópur: U23 Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 32
María Ögn Guðmundsdóttir HFR
Nr: 21 Félag: HFR Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 50
Þóra Katrín Gunnarsdóttir 10049346005 Tindur
Nr: 14 UCI ID: 10049346005 Félag: Tindur Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 0

Konur í flokknum Master 35+ (Fjallahjól) (2)

Nafn UCI ID Félag
Nafn
Hrönn Jónsdóttir Utan félags
Nr: 27 Félag: Utan félags Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 0
Þórdís Einarsdóttir HFR
Nr: 63 Félag: HFR Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 50

Karlar í flokknum A-Flokkur (Elite) (11)

Sæti Nafn UCI ID Félag Tími Hringir Stig
Sæti Nafn Tími
1 Ingvar Ómarsson 10010957142 Breiðablik 01:19:10.606 5 50
Nr: 1 UCI ID: 10010957142 Félag: Breiðablik Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 50
2 Hafsteinn Ægir Geirsson HFR 01:19:38.938 5 40
Nr: 2 Félag: HFR Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 40
3 Bjarki Bjarnason HFR 01:24:27.318 5 32
Nr: 3 Félag: HFR Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 32
4 Eyjólfur Guðgeirsson 10049425423 Tindur 01:26:45.389 5 26
Nr: 8 UCI ID: 10049425423 Félag: Tindur Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 26
5 Steinar Þorbjörnsson 10049416632 Breiðablik 01:29:54.042 5 22
Nr: 11 UCI ID: 10049416632 Félag: Breiðablik Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 22
6 Ármann Gylfason HFR 01:36:45.059 5 20
Nr: 5 Félag: HFR Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 20
7 Jón Gunnar Kristinsson HFR 01:22:03.4 4 18
Nr: 4 Félag: HFR Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 18
8 Birkir Snær Ingvason 10049363078 Tindur 00:52:50.6 3 16
Nr: 6 UCI ID: 10049363078 Félag: Tindur Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 16
9 Bjarki Sigurjónsson HFR 00:39:59.2 2 14
Nr: 7 Félag: HFR Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 14
10 Kristófer Gunnlaugsson Breiðablik 00:18:02.1 1 12
Nr: 10 Félag: Breiðablik Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 12
11 Jón Arnar Óskarsson 10049342567 Tindur DNS 0 0
Nr: 17 UCI ID: 10049342567 Félag: Tindur Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 0

Karlar í flokknum Master 35+ (Fjallahjól) (11)

Sæti Nafn UCI ID Félag Tími Hringir Stig
Sæti Nafn Tími
1 Arnþór Gústavsson Breiðablik 00:58:01.592 3 50
Nr: 52 Félag: Breiðablik Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 50
2 Sveinn Logi Sölvason HFR 01:00:08.070 3 40
Nr: 61 Félag: HFR Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 40
3 Atli Þór Jakobsson Vestri hjólreiðar 01:05:09.643 3 32
Nr: 53 Félag: Vestri hjólreiðar Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 32
4 Birkir Baldvinsson Hjólreiðafélag Akureyrar 01:05:18.751 3 26
Nr: 54 Félag: Hjólreiðafélag Akureyrar Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 26
5 Hlöðver Tómasson Breiðablik 01:12:55.550 3 22
Nr: 57 Félag: Breiðablik Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 22
6 Hannes A. Hannesson 10049397333 Víkingur DNS 0 0
Nr: 4 UCI ID: 10049397333 Félag: Víkingur Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 0
7 Arnor Gauti Helgason Víkingur DNS 0 0
Nr: 5 Félag: Víkingur Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 0
8 Guðlaugur Egilsson 10049356917 Bjartur DNS 0 0
Nr: 25 UCI ID: 10049356917 Félag: Bjartur Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 0
9 Rúnar Pálmason HFR DNS 0 0
Nr: 29 Félag: HFR Aldurshópur: A-Flokkur (Elite) Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 0
10 Sigurdur Skarphedinsson 10049478367 Utan félags DNS 0 0
Nr: 34 UCI ID: 10049478367 Félag: Utan félags Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 0
11 Ólafur Ragnar Helgason 10049396626 Utan félags DNS 0 0
Nr: 38 UCI ID: 10049396626 Félag: Utan félags Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 0

Karlar í flokknum U15 (6)

Sæti Nafn UCI ID Félag Tími Hringir Stig
Sæti Nafn Tími
1 Helgi Trausti Stefánsson HFR 00:26:15.182 1 50
Nr: 71 Félag: HFR Flokkur: U15 Stig: 50
2 Ólafur Róbertsson Utan félags 00:27:37.537 1 40
Nr: 72 Félag: Utan félags Flokkur: U15 Stig: 40
3 Þorkell Breki Gunnarsson 00:31:28.969 1 32
Nr: 73 Félag: Aldurshópur: U15 Flokkur: U15 Stig: 32
4 Adam Valgeir Eiríksson BFH DNF 0 0
Nr: 74 Félag: BFH Flokkur: U15 Stig: 0
5 Sverrir Bjarki Svavarsson Vestri hjólreiðar DNS 0 0
Nr: 39 Félag: Vestri hjólreiðar Flokkur: U15 Stig: 0
6 Ólafur Róbertsson Utan félags DNS 0 0
Nr: 43 Félag: Utan félags Flokkur: U15 Stig: 0

Karlar í flokknum U17 (2)

Sæti Nafn UCI ID Félag Tími Hringir Stig
Sæti Nafn Tími
1 Davíð Jónsson 10049361159 HFR 00:42:00.190 2 50
Nr: 41 UCI ID: 10049361159 Félag: HFR Flokkur: U17 Stig: 50
2 Kristján Uni Jensson 10049442601 HFR 00:53:00.849 2 40
Nr: 42 UCI ID: 10049442601 Félag: HFR Flokkur: U17 Stig: 40

Karlar í flokknum U23 (5)

Sæti Nafn UCI ID Félag Tími Hringir Stig
Sæti Nafn Tími
1 Kristinn Jónsson 10016231619 HFR 01:24:55.852 5 50
Nr: 34 UCI ID: 10016231619 Félag: HFR Flokkur: U23 Stig: 50
2 Agnar Örn Sigurðarson 10049389653 HFR 01:35:19.787 5 40
Nr: 31 UCI ID: 10049389653 Félag: HFR Flokkur: U23 Stig: 40
3 Gústaf Darrason Tindur 01:38:40.113 5 32
Nr: 33 Félag: Tindur Flokkur: U23 Stig: 32
4 Bergþór Páll Hafþórsson BFH 00:45:33.1 2 26
Nr: 32 Félag: BFH Flokkur: U23 Stig: 26
5 Sæmundur Guðmundsson 10049338022 HFR 00:22:38.5 1 22
Nr: 35 UCI ID: 10049338022 Félag: HFR Flokkur: U23 Stig: 22

Konur í flokknum A-Flokkur (Elite) (8)

Sæti Nafn UCI ID Félag Tími Hringir Stig
Sæti Nafn Tími
1 María Ögn Guðmundsdóttir HFR 01:22:29.138 4 50
Nr: 21 Félag: HFR Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 50
2 Karen Axelsdóttir Tindur 01:26:44.148 4 40
Nr: 24 Félag: Tindur Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 40
3 Kristín Edda Sveinsdóttir HFR 01:32:54.974 4 32
Nr: 26 Félag: HFR Aldurshópur: U23 Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 32
4 Hrönn Ólína Jörundsdóttir 10049436941 Tindur 01:44:45.324 4 26
Nr: 23 UCI ID: 10049436941 Félag: Tindur Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 26
5 Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir HFR DNS 0 0
Nr: 13 Félag: HFR Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 0
6 Þóra Katrín Gunnarsdóttir 10049346005 Tindur DNS 0 0
Nr: 14 UCI ID: 10049346005 Félag: Tindur Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 0
7 Bríet Kristý Gunnarsdóttir Tindur DNS 0 0
Nr: 16 Félag: Tindur Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 0
8 Erla Sigurlaug Sigurðardóttir Tindur DNS 0 0
Nr: 41 Félag: Tindur Flokkur: A-Flokkur (Elite) Stig: 0

Konur í flokknum Master 35+ (Fjallahjól) (2)

Sæti Nafn UCI ID Félag Tími Hringir Stig
Sæti Nafn Tími
1 Þórdís Einarsdóttir HFR 00:52:02.034 2 50
Nr: 63 Félag: HFR Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 50
2 Hrönn Jónsdóttir Utan félags DNS 0 0
Nr: 27 Félag: Utan félags Flokkur: Master 35+ (Fjallahjól) Stig: 0

Eru villur eða rangt skráðar upplýsingar í úrslitunum?

Hafðu samband við mótsstjóra: Ekki skráð

Engin úrslit fundust