Fréttir

Hæfileikabúðir HRÍ 2025 Ísafirði

Hæfileikabúðir HRÍ 2025 Ísafirði

9.09 2025 11:30 | ummæli

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir efnilegasta hjólreiðafólk landsins.

Norðurlandameistaramóti í keppnis-BMX hjólreiðum

Norðurlandameistaramóti í keppnis-BMX hjólreiðum

5.09 2025 22:41 | ummæli

Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu í keppnis-BMX hjólreiðum, sem fram fór í Bjerringbro í Danmörku á laugardaginn síðasta. Þar náði hann 6. sæti í sínum flokki, meðal fremstu ungu hjólreiðamanna á Norðurlöndunum, en um 300 BMX hjólarar frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finlandi, Litháen, Eistlandi og Íslandi tóku þátt í mótinu. Á sunnudaginn tók Adrían síðan þátt í Bjerringbro Open, þar sem hann tryggði sér 2. sætið.

Hæfileikabúðir HRÍ Ísafirði

Hæfileikabúðir HRÍ Ísafirði

1.09 2025 23:09 | ummæli

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7. september 2025 n.k.

Heimsmeistaramót í Enduro fjallahjólreiðum

Heimsmeistaramót í Enduro fjallahjólreiðum

1.09 2025 13:37 | ummæli

Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais í Svissnesku Ölpunum þar sem þessa dagana fer fram heimsmeistararmótið í Enduro fjallahjólreiðum. Með þeim í för sem liðstjóri er Hróbjartur Sigurðsson.

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

28.08 2025 12:47 | ummæli

Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í götuhjólreiðum sem fram fór í Tidaholm í Svíþjóð.

Íslandsmeistarar ársins 2025

Íslandsmeistarar ársins 2025

26.08 2025 12:04 | ummæli

Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti þessa keppnistímabils.

Íslandsmótið í Criterium 2025

Íslandsmótið í Criterium 2025

21.08 2025 23:12 | ummæli

Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði við Álfhellu. Í ár var mótið var haldið af Breiðablik. Íslandsmeistarar 2025 voru þau Bríet Kristý Gunnarsdóttir (Tindur) og Davíð Jónsson (HFR). Náði þannig Bríet að verja titil sinn frá því í fyrra, en Davíð að taka sinn fyrsta Íslandsmeistaratitili í Criterium eftir að hafa verið í 2. sæti seinustu tvö árin á eftir bróður sínum.

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

16.08 2025 23:12 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í kringum Reykjafell og Æsustaðafjall.

Íslandsmót í Fjallabruni 2025

Íslandsmót í Fjallabruni 2025

21.07 2025 13:24 | ummæli

Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri. Mótið var haldið af Hjólreiðafélagi Akureyrar.  Íslandsmeistarar 2025 og með besta tíma dagsins voru þau Sól Snorradóttir (HFR) og Björn Andri Sigfússon (HFA). Er þetta annar Íslandsmeistaratitill Sólar í röð en sá fyrsti hjá Birni. En þau eru bæði aðeins á 19. aldursári. Hjólreiðasambandið óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Íslandsmót í Enduro 2025

Íslandsmót í Enduro 2025

20.07 2025 22:39 | ummæli

Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri. Mótið var haldið af Hjólreiðafélagi Akureyrar.  Sigurvegarar í Elíte flokki var Jónas Stefánsson í karlaflokki, annað árið í röð. En þar sem aðeins einn keppandi keppti í elite flokki kvenna var ekki krýndur Íslandsmeistari í þeim flokki. Er þetta í samræmi við reglu 2.1.3 í Keppnisreglum HRÍ. Margrét Blöndahl Magnúsdóttir var eini þátttakandinn í Elite flokki kvenna.