Fréttir

Hjólreiðafólk ársins 2025 og lokahóf

Hjólreiðafólk ársins 2025 og lokahóf

8.11 2025 22:05 | ummæli

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í dag. Allir bikarmeistarar ársins voru heiðraðir og viðurkenningar veittar í aldursflokkum og B- flokkum. Því næst var tilkynnt um val á hjólreiðafólki ársins 2025. Hjólreiðafólk ársins 2025 eru þau Hafdís Sigurðardóttir úr HFA og Davíð Jónsson úr HFR. Efnilegasta hjólreiðafólk ársins eru svo þau Hekla Henningsdóttir úr HFR og Hlynur Snær Elmarsson úr HFA. Svo var Sjálfboðaliði ársins tilkynntur. En í ár var María Sæm Bjarkardóttir úr Breiðablik fyrir valinu.

Hjólreiðamaður í bráðabirgðabann frá æfingum og keppni

22.10 2025 16:39 | ummæli

Þorsteinn Bárðarson hjólreiðamaður innan vébanda Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) hefur verið úrskurðaður í bráðabirgðabann frá æfingum og keppni í íþróttum, samkvæmt lyfjareglum Lyfjaeftirlits Íslands

Íslandsmótið í Cyclocross 2025-2026

Íslandsmótið í Cyclocross 2025-2026

18.10 2025 21:05 | ummæli

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2025-2026 við Gufunesbæ, Reykjavík. Skipuleggjendur í ár voru Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Hjólreiðadeild Aftureldingar. Mótstjóri var Þórdís Einarsdóttir. Sigurvegarar í Elíte flokkum í ár voru þau Björg Hákonardóttir og Davíð Jónsson.

Lokahóf Víkinni 8. nóvember

Lokahóf Víkinni 8. nóvember

6.10 2025 12:51 | ummæli

Laugardaginn 8. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1, 108 Reykjavík. Þar verða bikarmeistarar ársins verðlaunaðir og einnig verður tilkynnt um val á hjólreiðafólki ársins 2025. Hefst lokahófið klukkan 14:00.

Heimsmeistaramótið í Malarhjólreiðum 2025

Heimsmeistaramótið í Malarhjólreiðum 2025

3.10 2025 10:58 | ummæli

Fjórða heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum fer fram í Suður-Limburg í Hollandi dagana 11.og 12. október 2025 n.k. Er þetta í annað skipti sem við sendum Elite keppendur í þessa keppni, en í fyrra fóru þau Ingvar og Hafdís út til Belgíu.

Hæfileikabúðir HRÍ 2025 Ísafirði

Hæfileikabúðir HRÍ 2025 Ísafirði

9.09 2025 11:30 | ummæli

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir efnilegasta hjólreiðafólk landsins.

Norðurlandameistaramóti í keppnis-BMX hjólreiðum

Norðurlandameistaramóti í keppnis-BMX hjólreiðum

5.09 2025 22:41 | ummæli

Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu í keppnis-BMX hjólreiðum, sem fram fór í Bjerringbro í Danmörku á laugardaginn síðasta. Þar náði hann 6. sæti í sínum flokki, meðal fremstu ungu hjólreiðamanna á Norðurlöndunum, en um 300 BMX hjólarar frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finlandi, Litháen, Eistlandi og Íslandi tóku þátt í mótinu. Á sunnudaginn tók Adrían síðan þátt í Bjerringbro Open, þar sem hann tryggði sér 2. sætið.

Hæfileikabúðir HRÍ Ísafirði

Hæfileikabúðir HRÍ Ísafirði

1.09 2025 23:09 | ummæli

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7. september 2025 n.k.

Heimsmeistaramót í Enduro fjallahjólreiðum

Heimsmeistaramót í Enduro fjallahjólreiðum

1.09 2025 13:37 | ummæli

Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais í Svissnesku Ölpunum þar sem þessa dagana fer fram heimsmeistararmótið í Enduro fjallahjólreiðum. Með þeim í för sem liðstjóri er Hróbjartur Sigurðsson.

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

28.08 2025 12:47 | ummæli

Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í götuhjólreiðum sem fram fór í Tidaholm í Svíþjóð.