Fréttir

Hjólreiðaþing 2024

Hjólreiðaþing 2024

6.03 2024 13:32 | ummæli

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 2. mars 2024 s.l. í fundarsal ÍSÍ Engjavegi 6. Fundurinn fór vel fram og var mæting góð. Ákveðið var að streyma fundinum fyrir þá sem ekki komust, og nýttu nokkrir þingfulltrúar sér það. Farið var yfir skýrslu stjórnar og ársreikning auk þess sem fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 var lögð fram. Til framboðs í stjórn til tveggja ára eru Dario Nunez frá Tindi, Hjalti G. Hjartarson frá Breiðablik og Arnfríður Sigurdórsdóttir frá Tindi. Björgvin Tómasson frá BFH gaf kost á sér til eins árs. Voru þau öll kosin.     Bjarni gefur kost á sér til áframhaldandi setu til formans til tveggja ára. Aðeins einn er í framboði til og er því Bjarni Már Svavarsson sjálfkjörinn. Gögn frá fundinum má sjá í hlekkjum hér að neðan.  Stjórn HRÍ þakkar öllum fyrir komuna á þingið og fyrir farsælt starf á liðnu ári.

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28.02 2024 13:22 | ummæli

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

27.02 2024 23:04 | ummæli

Hjólreiðasamband Íslands boðar til áhugaverðs fræðslufundar þann 7. mars n.k. í fundarsal Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Engjavegi 6, 3. hæð. Birgir Sverrisson hjá Lyfjaeftirliti Íslands mun fara stuttlega yfir helstu forvarnir og starfsemi stofnunarinnar – að gæta þurfi varkárni við notkun fæðubótarefna og lyfja ásamt ábyrgð íþróttafólks í keppnisíþróttum til að afla sér upplýsinga um efni á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA).

Nýjir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

Nýjir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

25.02 2024 23:45 | ummæli

Laugardaginn 24. febrúar s.l. fór fram fyrsta formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum í Zwift heimum. Líkt og í bikarmótum vetursins voru A og B hóparnir ræstir samtímis og hjóluðu sömu vegalengd. Í þetta sinn voru hjólaðir tveir hringir á leiðinni “Richmond UCI Worlds” í Zwift, samtals 32,4 km. og 260 metra hækkun bæði í kvenna og karlaflokki.

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

21.02 2024 12:36 | ummæli

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsta formlega Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum.

Mótaskrá 2024 - uppfært

Mótaskrá 2024 - uppfært

24.01 2024 17:22 | ummæli

Hér eru svo önnur drög að mótaskrá sumarsins 2024 frá Mótanefnd HRÍ komin. Aftur með fyrirvara um hugsanlegar breytingar á þeim mótum sem enn eru ekki staðfest.

Þolprófsmælingar Úrvalshóps HRÍ

Þolprófsmælingar Úrvalshóps HRÍ

13.01 2024 20:37 | ummæli

Í dag fóru fram þolprófsmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands í rannsóknarsetri íþrótta- og heilsuvísindasviðs Háskóla Íslands. Var súrefnisupptakan í blóði mæld sem og gerðar blóðsýrumælingar og skoðaðar álagstölur.

Styrktar- og liðleiksmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands

Styrktar- og liðleiksmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands

12.01 2024 14:42 | ummæli

Í dag fóru fram yfirgripsmiklar styrktar- og liðleiksmælingar í rannsóknarsetri íþrótta- og heilsuvísindasviðs Háskóla Íslands á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands.

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands

3.01 2024 14:42 | ummæli

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands fór fram í fundarsal Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í dag. Mikael Schou, afreksstjóri Hjólreiðasambands Íslands opnaði fundinn með formlegri kynningu áður en Dr. Milos Petrovic, forstöðumaður rannsóknaseturs í íþrótta- og heilsuvísindum við Háskóla Íslands, sagði frá styrktar- og þolprófsmælingunum sem fara munu fram þann 12. og 13. janúar næstkomandi.

Afreksbúðir úrvalshóps HRÍ í janúar 2024

Afreksbúðir úrvalshóps HRÍ í janúar 2024

25.12 2023 22:30 | ummæli

Í byrjun janúar mun Hjólreiðasambandi Íslands (HRÍ) í samvinnu við rannsóknarstofu Menntavísindasviðs HÍ standa fyrir afreksbúðum úrvalshóps, en úrvalshópur eru þeir iðkendur sem eru í undirbúning fyrir landsliðsverkefni. Hjólreiðasambandið hefur fengið til liðs við sig Dr. Milos Petrovic en hann er yfirmaður rannsóknarstofu Háskóla Íslands á sviði íþrótta- og heilsufræði. Hér er um að ræða byltingu á sviði íþróttamælinga. Er það okkur mikið tilhlökkunarefni að geta boðið okkar fremsta hjólreiðafólki að undirgangast slíkar mælingar. Þetta verða einar veigamestu styrktar- og þolprófsmælingar sem í boði hafa verið fyrir íslenskt afreksíþróttafólk.