Drangeyjarmótið í götuhjólreiðum

Dagsetning

23. Jun 2019


Skipuleggjendur

Hjólreiðafélagið Drangey

Staðsetning

Sauðárkrókur


Mótsstjóri

María Sæm Bjarkardóttir

Hjólreiðafélagið Drangey heldur Íslandsmótið í götuhjólreiðum sem fram fer í Skagafirði sunnudaginn 23. júní og fer fyrsta ræsing fram kl. 7:30.

---

Elite flokkur karla og U23 flokkur karla hjóla 124 km frá Sauðárkróki, suður að Varmahlíð yfir í Blönduhlíð, norður að Hofsósi og hjólað í gegnum bæinn til baka að Sauðárkróki og upp að skíðalyftu þar sem endamarkið er. Ræsing kl. 7:30.

Elite flokkur kvenna, U23 flokkur kvenna, junior karlar og Masters karlar hjóla sömu leið og Elite + U23 karlar, en fara 108 km og enda á Strandvegi á Sauðárkróki. Ræsing kl. 7:40. 

Masters kvenna, junior kvenna, U17 og U15 flokkar karla og kvenna hjóla 67 km frá Sauðárkróki, suður að Varmahlíð yfir í Blönduhlíð, norður að afleggjara á Sauðárkróksbraut (vegur nr. 75) þar sem er beygt til vinstri í átt að Sauðárkróki þar sem endamarkið er. Ræsing kl. 7:50.

- Sjá Strava-leiðir í keppnishandbók. 

Fylgdarbílar eru leyfðir á Íslandsmótinu og skal tilkynna um þá með tölvupósti fyrir hádegi laugardaginn 22. júní á netfangið maria.saem@simnet.is. Sjá upplýsingar í keppnishandbók sem þurfa að koma fram og reglur sem um þá gilda.  

Endamark allra verður á Strandveginum fyrir aftan Hús frítímans á Sauðárkróki, nema elite karla og U23 karla sem enda við skíðalyftuna uppi í Þverárfjalli. Athugið að þessum flokkum ber að virða neutral zone í gegnum bæinn og hafa sérstaka aðgát framhjá endamarki annarra flokka. 

---

Keppnisgögn verða afhent í Erninum föstudaginn 21. júní kl. 16-18, í Húsi frítímans á Sauðárkróki laugardaginn 22. júní kl. 16-20 og á sama stað á keppnisdag kl. 6:30-7:00. 

---

Athugið að aksturstími frá Kópavogi til Sauðárkróks um Þverárfjall er 3 klst. og 10 mín. 

---

Keppnisgjald var 4.000 kr. Þriðjudaginn 11. júní hækkaði gjaldið í 6.000 kr. og svo í 10.000 kr. frá miðnætti miðvikudaginn 19. júní. Keppendur greiði með millifærslu á reikning Hjólreiðafélagsins Drangeyjar 0349-03-400097, kt. 540509-1230. Rásnúmer verða ekki afhent nema keppnisgjald hafi verið greitt. Ekki verður tekið við greiðslu keppnisgjalda á keppnisstað.

--- 

Fjölbreytt úrval gistiaðstöðu er á Airbnb og á Hólum. 

--- 

Hér er keppnishandbók.

---

Vinsamlega hafið samband við keppnisstjóra varðandi frekari fyrirspurnir (maria.saem@simnet.is). 

RR

Íslandsmeistaramót

23. Jun 2019 kl: 07:30

Íslandsmeistaramót

Skoða nánar
RR

Almenningsmót

67 km

23. Jun 2019 kl: 08:00

Almenningsmót

Skoða nánar