Þessum viðburði er lokið
Dagsetning
19. Jul 2020
Skipuleggjendur
Vestri Hjólreiðar
Ungduro er enduro keppni fyrir alla krakka og unglinga verður haldin á Ísafirði sunnudaginn 19.júlí 2020
Enduro er keppnisform í fjallahjólreiðum þar sem allir hjóla saman langa leið og aðeins er keppt á merktum sérleiðum sem eru aðallega niður á móti. Keppandi stimplar sig inn í byrjun á þess konar sérleið og svo út í lok hennar. Við áætlum að vera með uþb fjórar sérleiðir og er það samanlagður tími keppenda úr þeim sem gildir.
Frekari upplýsingar koma þegar nær dregur
Endilega fylgið okkur á á facebook og instagram.
Keppnisfyrirkomulag sunnudaginn 19.júlí
Keppt verður í þremur vegalengdum.
* Ungduro lengri vegalend . https://www.trailforks.com/route/ungduro-isafjor-ur-2020/
* Ungduro styttri vegalend 3 sérleiðir. https://www.trailforks.com/route/ungduro-isafjor-ur-2020-styttri-lei/
Undúró leiðirnar verða ræstar frá Seljaladsdal kl 11, afhending keppnisgagna hefst kl 10. Við afhendingu keppnisgagna skrá keppendur sig í vegalengd. Byrjað verður á að ræsa lengri vegalengdina, styttri vegalengdin er svo ræst í kjölfarið.
* Krakkaþraut keppt verður í einni sérleið og ræst er frá Dyngju.
https://www.trailforks.com/route/krakka-raut/?fbclid=IwAR19Xi-J9X7IMWMXpqXkJv_3amzmF_G0O-KrCPmieDFF338YTI0BWNPSgg4
Minnum á að keppendur eru á eigin ábyrgð og við treystum á foreldra til þess að velja viðeigandi keppnislengd.