Dagsetning

30. Apr 2022


Skipuleggjendur

3N

Staðsetning

Sandgerði


Mótsstjóri

Baldur Sæmundsson

Upplýsingar

Þetta mót er hluti af bikarmótaröð Hjólreiðasambands Íslands í götuhjólreiðum.  Keppni í elite og junior telur til stiga í bikarkeppninni.  Allir sem taka þátt í bikarmóti á vegum HRÍ þurfa að vera skráðir í hjólreiðafélag sem er meðlimur í HRÍ.

Varðandi upplýsingar varðandi í hvaða flokki fólk á að skrá sig þá má finna nánari útskýringu á því í keppnisreglum HRÍ: https://hri.is/assets/uploads/ckfinder/files/3kafli-24mars2022.pdf

 

Keppnisbraut

Strava leggur fyrir einn keppnishring: https://www.strava.com/routes/2946161117338508258

 

Líklegur staður fyrir rás- og endamark: 

 

Rásmark er við Sandgerðisveg, rétt hjá sundlaug Sandgerðis. Hjólað í gegnum Sandgerði eftir Strandgötu. Þaðan er svo hjólað eftir Garðskagavegi áleiðis til Garðs. Tekinn hægri beygja inn á Garðbraut. Hjólað svo eftir Garðskagavegi til Mánatorgs. Tekinn fyrsta beygja út úr því hringtorgi áleiðis til Sandgerðis aftur eftir Miðnesheiðarvegi. Þegar komið er að Sandgerðisvegi er tekinn hægri beygja og lokasprettur tekinn til Sandgerðis.

 

Elite KK fara 6 hringi eða sirka 115 km. 

Elite KVK fara 4 hringi eða sirka 77 km 

Við höfum fengið leyfi hjá Vegagerðinni til þess að loka veginum á þessum kafla í aðra áttina. Semsagt það er lokað á alla traffík á móti keppendum.

Þetta þýðir að engin miðlínuregla er í gildi í þessari keppni. Þetta gildir þó ekki inni í bæjunum. Almennar umferðarreglur gilda inni í bæjunum og þar verður umferð á móti.

 

Ræsing

Ræsing er kl.8:30. Stefnt er á að ræsa Elite KVK fyrst og leyfa þeim að ná smá forskoti í brautinni áður en Elite KK eru ræstir út. Þetta er gert til þess að minnka líkurnar á því að Elite KK nái Elite KVK í lokasprettinum.

 

Búnaður

Það er skylda að vera með hjálm.

Fylgdarbílar

Fylgdarbílar eru leyfðir í bikarkeppninni. Til þess að sækja um leyfi fyrir fylgdarbíl þarf að senda eftirfarandi upplýsingar á mótsstjóra:

  • Skráninganúmer á fylgdarbílnum
  • Lýsing á bílnum (tegund, litur)
  • Nafn á bílstjóra
  • Farsímanúmer hjá bílstjóranum og öllum aðstoðarmönnum
  • Tölvupóstur hjá bílstjóra og öllum aðstoðarmönnum
  • Hvaða keppanda bíllinn er að fylgja

Mjög mikilvægt að bílarnir séu merktir með stóru F sem er fest innan á afturrúðu og hliðarrúður báðu megin.

Fylgdarbílar skulu í einu og öllu fara eftir fyrirmælum dómara. Þegar tími á milli hópa er orðinn nægur til að dómari telur það vera öruggt að fara á milli hópa færir dómarabíllinn sig á milli hópanna og þeir fylgdarbílar sem eiga liðsmenn í þeim hóp fylgja á eftir.

Fylgdarbílar skulu alltaf keyra á eftir dómara, þeir mega aldrei vera á milli dómarabíls og keppenda.

 

Verðlaunaafhending

Verðlaunaafhending ætti að fara fram sirka 11:30 í sundlauginni í Sandgerði

Upplýsingar

Keppnisgrein: Götuhjólreiðar

Lengd: 115 km KK, 77 km KVK

Rástími: 30. Apr 2022 kl: 08:30

Tegund: Bikarmót

Flokkar

*Allir keppendur

Aldurshópar

*Allir aldurshópar

Eru villur eða rangt skráðar upplýsingar í úrslitunum?

Hafðu samband við mótsstjóra: baldlom73@gmail.com

Engin úrslit fundust