Ungdúró HFA og Motul - 2. bikarmót

Dagsetning

12. Jul 2024


Skipuleggjendur

Hjólreiðafélag Akureyrar

Staðsetning

Hlíðarfjall, Akureyri


Mótsstjóri

Jónas Stefánsson

 

Skráning hér!

Hjólreiðafélag Akureyrar í samstarfi við Motul býður upp á annað bikarmót sumarsins í Ungdúró föstudaginn 12. júlí 2023.

Keppt er samkvæmt stigakerfi ÍSÍ og HRÍ til bikarmeistara. Minnum á reglur HRÍ um að nauðsynlegt er að vera meðlimur í aðildarfélagi HRÍ til að taka þátt í bikarmóti. Sjá keppnisreglur, kafli 2: http://hri.is/upplysingar/keppnisreglur-hri

ATH að það eru komnar nýjar reglur hjá HRÍ varðandi tímatökubúnað, sjá frétt hér: https://hri.is/frettir/leiga-timatokuflaga

Afhending gagna kl. 16:00 á mótsdegi.

Ræsing kl. 17:00.

Afhending gagna verður á mótsdegi. Forafhending fyrir öll mót auglýst síðar.

Keppendur undir 18 ára eru alfarið á ábyrgð foreldra/forráðamanna. Gögn verða ekki afhent keppanda yngri en 18 ára nema ábyrgðaraðili sé til staðar.

Í Ungdúró 4-8 ára er krafa um að foreldri sé með keppanda allan tímann.

Athuga sérstaklega Keppnisreglur HRÍ, kafli 5.4.

Búnaður:

Við biðjum við keppendur að skoða brautina vel áður en keppt er og nota góðan hlífðarbúnað, s.s. full-face hjálm, brynjur, hnéhlífar, gleraugu og annan viðeigandi búnað.

Brautarskoðun verður ekki formleg. Brautir verða tilbúnar fimmtudaginn 11. júlí og gefnar út þegar nær dregur.

Lyftukort verða ekki nauðsynleg.