Fjallabrun HFA og Greifans - 3. bikarmót

Dagsetning

14. Jul 2024


Skipuleggjendur

Hjólreiðafélag Akureyrar

Staðsetning

Hlíðarfjall, Akureyri


Mótsstjóri

Sunna Axelsdóttir

Skráning hér!

 

Hjólreiðafélag Akureyrar í samstarfi við Greifann og Motul býður upp á þriðja bikarmót sumarsins í Fjallabruni í Hlíðarfjalli.

Ræsing kl. 13:00.

Braut lokar kl. 12:30.

Afhending gagna kl. 11-12 á mótsdegi..

Keppt er samkvæmt stigakerfi ÍSÍ og HRÍ til bikarmeistara. Til að keppa til stiga er nauðsynlegt að vera meðlimur í aðildarfélagi HRÍ. Sjá hér: http://hri.is/upplysingar/keppnisreglur-hri

ATH að það eru komnar nýjar reglur hjá HRÍ varðandi tímatökubúnað, sjá frétt hér: https://hri.is/frettir/leiga-timatokuflaga

Mæting í Hlíðarfjalli. 

Ræsing kl. 13:00.

Braut lokar kl. 12:30.

Afhending gagna kl. 11-12 á mótsdegi. 

Keppendur undir 18 ára eru alfarið á ábyrgð foreldra/forráðamanna. Gögn verða ekki afhent keppanda yngri en 18 ára nema ábyrgðaraðili sé til staðar.

Athuga sérstaklega Keppnisreglur HRÍ, kafli 5.3.

Búnaður:

Samkvæmt keppnisreglum HRÍ skal nota hjálm sem ver allt andlit (full-face) bæði í keppni og við æfingar. Hjálmurinn verður að vera með skyggni. Opnir hjálmar án kjálkahlífar eru bannaðir. Einnig skal vera með augnhlífar (gogglur eða hlífðargleraugu). Sérstaklega er mælt með eftirfarandi aukahlífðarbúnaði:

A. Bak-, Olnboga-, hné- og axlahlífum úr stífum efnum.

B. Vörn fyrir háls og hryggjarliði.

C. Vörn fyrir sköflunga og læri.

D. Víðum buxum úr rifvörðu efni með innbyggðum hlífum fyrir hné og kálfa, eða stuttbuxum úr rifvörðu efni ásamt hné og kálfahlífum.

E. Síðerma treyju.

F. Hönskum.

Keppnisbraut. Enn á eftir að ákveða keppnisbraut vegna aðstæðna í Hlíðarfjalli. Ef DH brautin verður notuð verður í boði að nýta stólalyftuna Fjarkann á mótinu. 

Lyftan yrði þá aðeins opin á mótsdag, sunnudaginn 14. júní. Vegurinn er ekki opinn fyrir vélknúin farartæki. Lyftukort eru ekki í keppnisgjaldi. Tilboð verður útbúið til keppenda á lyftukortum ef þörf verður á.

Brautarskoðun verður ekki formleg. Stefnt er á að brautin verði tilbúin föstudaginn 12. júní. Við biðjum við keppendur að skoða brautina vel áður en keppt er og nota góðan hlífðarbúnað.