Enduro Ísafjörður / Ungdúró Ísafjörður

Enduro Ísafjörður / Ungdúró Ísafjörður

Dagsetning

10. Aug 2024 - 11. Aug 2024


Skipuleggjendur

Vestri Hjólreiðar

Staðsetning

Ísafjörður


Mótsstjóri

Viðar Kristinsson

Skoða má leiðirnar á 

mtbisafjordur.is

Trailforks Isafjordur

2.1 Íslandsmeistari

2.1.1 Rétt til þátttöku á Íslandsmótum hafa íslenskir ríkisborgarar sem eru fullgildir meðlimir í viðurkenndu hjólreiðafélagi eða hjólreiðadeild innan vébanda ÍSÍ (skráð í umsjónarkerfi ÍSÍ). Sá sem öðlast Íslenskan ríkisborgararétt frá og með 1. janúar á keppnisárinu getur keppt um Íslandsmeistaratitil.

2.1.2 Erlendur ríkisborgari öðlast ekki þátttökurétt á Íslandsmóti fyrr en eftir að hafa átt lögheimili á Íslandi í þrjú ár, að því gefnu að viðkomandi sé fullgildur meðlimur í félagi innan ÍSÍ.

2.1.3 Sigurvegari á Íslandsmóti í hverri grein hlýtur titilinn Íslandsmeistari sem viðkomandi ber þangað til næsta Íslandsmót í þeirri grein fer fram. Ungmennaflokkar veita titil að viðbættum flokki. Í fullorðinsflokkum veitir einungis sigur í A-Flokki (Elite) titilinn Íslandsmeistari. Að lágmarki verða að vera 4 keppendur í elite flokki til að geta talist íslandsmeistari.

2.1.4 HRÍ veitir Íslandsmeisturum í karla og kvenna Íslandsmeistaratreyju við afhendingu verðlauna. Íslandsmeistara er að auki heimilt að framleiða sína eigin Íslandsmeistaratreyju í samráði við HRÍ og nota hana meðan viðkomandi er ríkjandi Íslandsmeistari.

2.1.5 Íslandsmeistara er einungis heimilt að keppa í Íslandsmeistaratreyju sé viðkomandi ríkjandi Íslandsmeistari í þeirri keppnisgrein. Ekki má keppa í Íslandsmeistaratreyju á Íslandsmóti, enda er þá verið að keppa um Íslandsmeistaratitil.

2.1.6 Fyrrum Íslandsmeistara er heimilt að hafa fánarendur á keppnisgalla og hjóli sem tákna að hann sé fyrrum Íslandsmeistari, þó hann sé ekki ríkjandi Íslandsmeistari. Þetta skal gert í samráði við HRÍ.

Ekki er leyfilegt að breyta hraðatakmörkum rafhjóla

ATH að það eru komnar nýjar reglur hjá HRÍ varðandi tímatökubúnað, sjá frétt hér: https://hri.is/frettir/leiga-timatokuflaga

Afhending gagna kl. 15-19 á föstudegi 09.ágúst . The Fjord Hub hjólaverkstæði/verzlun. 

Keppendur undir 18 ára eru alfarið á ábyrgð foreldra/forráðamanna. Gögn verða ekki afhent keppanda yngri en 18 ára nema ábyrgðaraðili sé til staðar.

Fylgdarmanns er krafist fyrir alla keppendur í Enduro sem eru undir 18 ára aldri. Keppendur í U19 sem skrá sig í Enduro geta sótt um undanþágu með samþykki forráðamanns og skulu hafa samband við mótstjórn um það í síðasta lagi miðvikudaginn 12. júlí. 

Athuga sérstaklega Keppnisreglur HRÍ, kafli 5.4.

Búnaður:

Við biðjum við keppendur að skoða brautina vel áður en keppt er og nota góðan hlífðarbúnað, s.s. full-face hjálm, brynjur, hnéhlífar, gleraugu og annan viðeigandi búnað.

 

Ítarleg dagskrá kemur þegar nær dregur. 

EN

Enduro Ísafjörður 2024, Íslandsmeistaramót/Bikarmót

10. Aug 2024 kl: 10:00

Íslandsmeistaramót

Skoða nánar
EN

Ungdúro Ísafjörður

11. Aug 2024 kl: 11:00

Íslandsmeistaramót

Skoða nánar