Ungdúró HFA, Greifans og Motul

Dagsetning

18. Jul 2025


Skipuleggjendur

Hjólreiðafélag Akureyrar

Staðsetning

Akureyri


Mótsstjóri

Jónas Stefánsson

 

Hjólreiðafélag Akureyrar í samstarfi við Greifann og Motul býður upp á:

Geggjað mót í Ungdúró!

Keppt er um Íslandsmeistaratitil. Minnum á reglur HRÍ um að nauðsynlegt er að vera meðlimur í aðildarfélagi HRÍ til að geta keppt um Íslandsmeistaratitil. Sjá keppnisreglur, kafli 2, sjá hér: http://hri.is/upplysingar/keppnisreglur-hri

Tímatökubúnaður

Hér eru reglurnar: https://hri.is/frettir/leiga-timatokuflaga

Skráning 

Hér er skráningarsíða

Mótið sjálft: 

Mæting við Strýtuskála í Hlíðarfjalli. 

Ræsing kl. 18:00

Afhending gagna kl. 16:00 á mótsdegi. 

Keppendur undir 18 ára eru alfarið á ábyrgð foreldra/forráðamanna. Gögn verða ekki afhent keppanda yngri en 18 ára nema ábyrgðaraðili sé til staðar. Í Ungdúró 4-8 ára er krafa um að foreldri sé með keppanda allan tímann. 

Athuga sérstaklega Keppnisreglur HRÍ, kafli 5.4.

Búnaður og brautarskoðun

Við biðjum við keppendur að skoða brautina vel áður en keppt er og nota góðan hlífðarbúnað, s.s. full-face hjálm, brynjur, hnéhlífar, gleraugu og annan viðeigandi búnað. Brautarskoðun verður ekki formleg. Brautir verða tilbúnar fimmtudaginn 17. júlí og gefnar út þegar nær dregur.

Tilboð á lyftukortum

Kortin fást keypt í lyftuhúsi Fjarkans.

Helgarpassi:

  • Fullorðnir 9.800 kr.
  • Börn 2.700 kr. 

Stök ferð:

  • Fullorðnir 1.250 kr.
  • Börn 650 kr.