Ágústa og Bríet kepptu í dag í tímatöku á HM

20.09 2021 21:25 | ummæli

Ágústa og Bríet kepptu í dag í tímatöku á HM

Ágústa Edda Björnsdóttir og Bríet Kristý Gunnarsdóttir kepptu í dag í tímatökuhjólreiðum á HM. Ágústa lauk keppni á tímanum 40:59 mínútum í 37. sæti. Meðalhraðinn var 44,36 km/klst. og er þetta bæting frá HM á Imola fyrir ári. Þannig er þetta besti árangur íslendings á heimsmestaramóti í tímatökuhjólreiðum.

Bríet Kristý Gunnarsdóttir tók þátt í sinni fyrstu heimsmeistarakeppni og lauk keppni á tímanum 43:12 mínútum og endaði með því í 44. sæti.

Alls kláruðu 49 konur keppnina í dag en í þessari grein keppa einungis þeir sem sérhæfa sig í greininni. Allt í allt voru úrslit dagsins jákvæð skref fram á við fyrir hjólreiðar á Íslandi og sýnir að við eigum erindi á þessi stórmót.

Næstu helgi keppir íslenski landsliðshópurinn í götuhjólakeppninni (RR - Road Race) en þá fá keppendur að brýna sig í u.þ.b. 160 km langri braut á klassísku svæði hér í Flanders héraði í heimalandi hjólreiða - Belgíu.

Bein útsending er frá allar keppnir mótsins á Eurosport, en einnig má sjá beint streymi á YouTube rás alþjóða hjólreiðasambandsins - UCI: https://www.youtube.com/user/ucichannel/

Hópstart (RR) - 24. september, kl. 11:25
Kristinn Jónsson, KK-U23 (Hjólreiðafélag Reykjavíkur)

Hópstart (RR) - 25. september, kl. 10:20
Ágústa Edda Björnsdóttir, KVK-Elite (Tindur)
Bríet Kristý Gunnarsdóttir, KVK-Elite (Tindur)
Elín Björg Björnsdóttir, KVK-Elite (Tindur)

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 23. September 2021 kl: 05:08 af Mikael Schou

Ummæli

Aðrar fréttir

Mótaskrá sumarsins 2022

10 May kl: 12:20

Mótaskrá HRÍ fyrir sumarið 2022 er aðgengileg

Samstarfssamningur við Ingvar

5 May kl: 16:31

Í gær var undirritaður samstarfssamningur milli Hjólreiðasambands Íslands, Ingvars Ómarssonar og Breiðabliks.

Keppnisreglur HRÍ 2022

4 May kl: 22:28

Uppfærðar keppnisreglur hafa verið gefnar út. Skjalið má finna á undirsíðunni "Keppnisreglur HRÍ

Æfingabúðir í Anadia

29 April kl: 12:26

Þessa dagana (26. apríl til 3. maí) er hópur efnilegra hjólara og þjálfarar þeirra staddir í &ael

3 Dage i Nord

18 April kl: 13:26

Afrekshópur HRÍ keppti dagana 16.–18. apríl í 3 Dage i Nord í Danmörku.

Flokkakerfi 2022

28 March kl: 23:58

Samkvæmt ályktun á Hjólreiðaþingi var tillaga stjórnar um 3. kafla keppnisreglna (flokkakerfi) sem kynnt var me&e

Hjólreiðaþing 2022

6 March kl: 21:59

Hjólreiðaþing 2022 fór fram laugardaginn 26. febrúar síðastliðinn í sal Ármanna Grafarvogi. Fundu

Tillaga Nordic Cycling vegna stöðunnar í Úkraínu

6 March kl: 21:14

Á þingi Nordic Cycling í gær var samþykkt tillaga þess efnis að hvetja Evrópska hjólreiðasam

Nýtt flokkakerfi fyrir tímabilið 2022

11 February kl: 00:00

Stjórn HRÍ kynnir hér með tillögur að nýjum 3. kafla í keppnisreglum HRÍ. 3. Kafli er sá

Uppfærðar sóttvarnarreglur. Gilda frá 29. janúar 2022

29 January kl: 23:55

Hér

Uppfærðar sóttvarnarreglur. Gilda frá 15. janúar 2022

15 January kl: 00:00

Hér

Mótaskrá 2022

23 December kl: 00:00

Hjálögð er mótaskrá fyrir árið 2022. Þetta eru fyrstu drög og einhverjar tilfæringar g&aeli

Hæfileikabúðir í UCI WCC

5 December kl: 14:05

Þrjú ungmenni á leið í Road Talent Identification Camp í Sviss.

Æfing með ungmennum BFH

20 November kl: 21:30

Æfingardagur með ungliðahóp Brettafélags Hafnarfjarðar.

Lokahóf HRÍ

1 November kl: 00:47

Lokahóf Hjólreiðasambandsins var haldið á Engjavegi laugardagskvöldið 30.október s.l. Allir bikarmeistarar