Hjólreiðafólk Ársins 2025
31 December kl: 11:58Hjólreiðafólk Ársins 2025 Í lokahófi HRÍ sem haldið var í nóvember s.l. var kosning
31.12 2025 11:58
|
Hjólreiðafólk Ársins 2025
Í lokahófi HRÍ sem haldið var í nóvember s.l. var kosning á hjólreiðafólki ársins tilkynnt.
Hjólreiðafólk ársins 2025 eru þau Hafdís Sigurðardóttir úr HFA og Davíð Jónsson úr HFR.
Efnilegasta hjólreiðafólk ársins eru þau Hekla Henningsdóttir úr HFR og Hlynur Snær Elmarsson úr HFA.
Hlynur Snær Elmarsson (HFA)
Hlynur er 17 ára fjallahjólari sem náði frábærum árangri á árinu 2025. Hann einbeitir sér fyrst og fremst að fjallabruni, en keppir einnig í Enduro. Í ár keppti Hlynur í A-flokki í bæði fjallabruni og Enduro sem skilaði honum bikarmeistara titli í A-flokki í fjallabruni. Hlynur náði einnig 2. sæti á Íslandsmótinu í fjallabrun, svo tók hann þátt í tveimur Enduro mótum þar sem hann varð í 4. sæti í A í bæði skiptin, á Akureyri og á Ísafirði.
Hlynur hefur verið afar sigursæll í sínum flokkum seinustu ár, en hann varð bikarmeistari í fjallabruni árin 2020, 2022, 2023 og 2024 ásamt því að vinna Íslandsmeistaratitil árin 2020, 2022 og 2024. Hann hefur unnið sér inn virðingu fyrir seiglu sína og eldmóð, þar sem hann leggur mikið á sig bæði yfir sumarið með æfingum og vetrarmánuðina með undirbúningi fyrir keppnistímabilið. Ljóst er að Hlynur Snær er fjallahjólari sem vert er að fylgjast með í framtíðinni.
Hekla Henningsdóttir (HFR)

Hekla er á öðru ári í Hagströmska gymnasiet í Falun í Svíþjóð þar sem hún æfir hjólreiðar sem hluta af náminu. En þar er megin áherslan á Ólympískar fjallahjólreiðar (XCO) en Hekla tekur líka æfingar á götuhjóli, cyclocross og track.
Hekla er Íslandsmeistari í götuhjólreiðum og tímatöku í Junior flokki og keppti á Íslandsmeistaramótinu í XCO í A-flokki þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára.Einnig tók hún þátt í 3 dager i Nord í Danmörku og U6 í Tidaholm, Svíþjóð og stóð sig frábærlega.
Í framtíðinni verður aðal áhersla hennar á XCO bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Einnig er stefnan að taka þátt í þeim götu- og gravelkeppnum sem passa inn í dagskrá hennar. Hana dreymir um að komast sem lengst í hjólreiðum, en einnig hefur hún áhuga á næringarfræði og langar að læra meira um það í tengslum við úthaldsíþróttir.
Davíð Jónsson (HFR)
Davíð er núverandi Íslandsmeistari í Ólympískum Fjallahjólreiðum sem og í Criterium. Fyrsti Íslandsmeistaratitill Davíðs var í tímatökukeppni sumarið 2023, þá var aðeins 18. ára gamall. Hann hefur keppt í Elite flokki frá 2021, eða frá rúmlega 16. ára aldri.
Á þessu ári hefur Davíð tekið þátt í fjöldanum öllum af keppnum erlendis á tímabilinu. Hann er liðsmaður HFR-Alvotec liðsins og keppti m.a. með þeim í 3 dage í Nord í Danmörku í vor og í U6 í Svíþjóð í júlí þar sem hann landaði öðru sæti í heildar keppninni. Davíð fór á Heimsmeistaramótið í Malarhjólreiðum í Hollandi í ár þar sem hann stóð sig frábærlega. Í maí var hann valinn til að keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem fóru fram í Andorra. Þar tók hann þátt í öllum 3 keppnum sem þar voru í boði (Tímatöku-, götuhjóla- og Ólympískum fjallahjólreiðum).
Davíð er ungur, duglegur, samviskusamur, strategískur og skynsamur keppandi sem ætlar sér langt. Hann vinnur vel með öðrum og flinkur í að lesa í aðstæður og hefur náð ótrúlega langt þrátt fyrir ungan aldur.
Hafdís Sigurðardóttir (HFA)

Hafdís býr yfir miklum aga, þrautseigju, viljastyrk og leggur gríðarlega mikið á sig í sínum æfingum og keppnum. Árið 2025 gekk mjög vel hjá henni, en hún náði sögulegum árangri fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum í Andorra maí þar sem hún náði að komast á verðlaunapall. En Hafdís varð í 3. sæti í Tímatöku (TT) keppninni og þar með sín fyrstu verðlaun á stórmóti á erlendri grundu, og fyrstu verðlaun Íslands í Tímatöku á Smáþjóðaleikum frá upphafi. Á Smáþjóðaleikunum keppti Hafdís einnig Götuhjólreiðakeppninni ásamt fimm öðrum íslenskum konum sem skipuðu landslið Íslands í hjólreiðum og náði hún að koma í 9. sæti í mark.
Hafdís er margfaldur Íslandsmeistari bæði í tímatöku og götuhjólreiðum, og á árinu vann hún sinn fjórða íslandsmeistaratitil í tímatöku (TT) sem og bikarmeistaratitilinn. Hefur hún allt frá árinu 2022 sigrað allar keppnir á Íslandi í þessari grein bæði Íslandsmót og bikarmót.
Á árinu keppti Hafdís annað árið í röð á Heimsmeistaramótinu í Malarhjólreiðum, sem í ár voru í Hollandi. Þar stóð hún sig með miklum ágætum á meðal öllum bestu hjólreiðakonum heims sem flest eru atvinnumenn sem æfa og keppa allt árið um kring.
Hafdís hefur á þessu keppnisári sýnt einstakan árangur og staðfest stöðu sína sem einn fremsti fulltrúi íþróttar sinnar. Með óbilandi eldmóði, þrautseigju, fagmennsku og jákvæðu hugarfari, er hún leiðandi fyrirmynd innan sinnar íþróttar. Hún er mikil hvatning fyrir annað íþróttafólk um að draumar geta ræst með vinnusemi, aga og trú á eigin getu.
Björgvin Jónsson
Síðast breytt þann 31. December 2025 kl: 12:09 af Björgvin Jónsson
Hjólreiðafólk Ársins 2025 Í lokahófi HRÍ sem haldið var í nóvember s.l. var kosning
Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands hafa nú opnað fyrir tilnefningar vegna Gullhjálmsins 2025. Öllum
Ný afrekstefna fyrir 2024 - 2028 hefur verið birt á síðu HRÍ
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynntu s.l. mánudag Launasjóð íþróttaf
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Lottó hvetja til tilnefninga á „Íþrótt
Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) tekur úrskurð Lyfjaeftirlits Íslands mjög alvarlega. Brot gegn lyfjareglu
Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í dag. Allir bikarmeistarar &aa
Þorsteinn Bárðarson hjólreiðamaður innan vébanda Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) hefur veri&e
Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2025-2026 við Gufunesbæ, Reykjavík.
Laugardaginn 8. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,
Fjórða heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum fer fram í Suður-Limburg í Hollandi dagana 11.og 12. ok
Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir efnilegasta h
Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu &iacu
Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7.
Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais