Kosning Gullhjálmurinn 2025
2 January kl: 11:43Hjólavarpið og Hjólreiðasamband Íslands hafa nú opnað fyrir
2.01 2026 11:43
|
Hjólavarpið og Hjólreiðasamband Íslands hafa nú opnað fyrir kosningu vegna Gullhjálmsins 2025 og er öllum frjálst að kjósa. Innsendar tilnefningar voru fjölmargar, en þessi þrjú sem hér eru tilnefnd fengu lang flestar tilnefningar í ár.
Frestur til að kjósa rennur út föstudaginn 9. janúar.
Hér að neðan má sjá þá aðila sem tilnefndir eru og stuttan texta um hverja tilnefningu. Helsta markmið Gullhjálmsins er að beina sjónum að þeim fjölmörgu sem leggja sitt af mörkum við uppbyggingu hjólreiðasamfélagsins á Íslandi.
Birgir Birgisson og reiðhjólabændur eru tilnefnd til Gullhjálmsins fyrir óeigingjarnt og ötult starf í þágu reiðhjólasamfélagsins. Hann hefur leitt hjólasöfnun fyrir börn og útvegar hjól fyrir fólk sem hefðu annars ekki aðgang að þeim. Auk þess að halda utan um opið verkstæði, samhjól og hjólaviðburði. Samhliða þessu hefur Birgir barist fyrir bættum reiðhjólainnviðum og umferðaröryggi. Verkstæði reiðhjólabænda hefur tekið öllum opnum örmum og stuðlað að bættu umhverfi fyrir innflytjendur og flóttafólk sem hefur fundið sinn samastað þar. Framlag Birgis og reiðhjólabænda hefur haft djúpstæð áhrif á hjólasamfélagið og hjálpað fjölda fólks.
Erlendur S. Þorsteinsson er formaður Landssamtaka hjólreiðamanna og hefur barist af mikilli elju fyrir bættum aðstæðum hjólreiðafólks og góðum samgöngum. Erlendur hefur verið óþreytandi við að vekja athygli á því sem betur má fara, sér í lagi það sem snýr að öryggismálum. Hann leggur mikla áherslu á að efla hjólamenningu, bæði hjá hjólreiðafólki og bílstjórum. Með óbilandi þrautseigju og baráttu hefur Erlendur stuðlað að betri innviðum, auknu öryggi og umbótum í hjólamálum. Hann er hetjan sem þorir þegar aðrir þegja og hjólreiðasamfélagið kann svo sannarlega að meta.
María Sæmundsdóttir, eða Mæja Sæm eins og margir þekkja hana, er sannkölluð driffjöður innan Breiðabliks og í hjólreiðasamfélaginu. Hún er tilnefnd til Gullhjálmsins fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt starf við mótshald og uppbyggingu félagsins, þar fara saman fagmennska, skipulag og eldmóður. Mæja er meistara mótsstjóri með einstaka peppandi orku sem smitar út frá sér. Það ættu allir að eiga eina Mæju!!
Kjósa má hérna !!
Björgvin Jónsson
Síðast breytt þann 2. January 2026 kl: 11:50 af Björgvin Jónsson
Hjólavarpið og Hjólreiðasamband Íslands hafa nú opnað fyrir
Hjólreiðafólk Ársins 2025 Í lokahófi HRÍ sem haldið var í nóvember s.l. var kosning
Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands hafa nú opnað fyrir tilnefningar vegna Gullhjálmsins 2025. Öllum
Ný afrekstefna fyrir 2024 - 2028 hefur verið birt á síðu HRÍ
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynntu s.l. mánudag Launasjóð íþróttaf
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Lottó hvetja til tilnefninga á „Íþrótt
Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) tekur úrskurð Lyfjaeftirlits Íslands mjög alvarlega. Brot gegn lyfjareglu
Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í dag. Allir bikarmeistarar &aa
Þorsteinn Bárðarson hjólreiðamaður innan vébanda Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) hefur veri&e
Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2025-2026 við Gufunesbæ, Reykjavík.
Laugardaginn 8. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,
Fjórða heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum fer fram í Suður-Limburg í Hollandi dagana 11.og 12. ok
Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir efnilegasta h
Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu &iacu
Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7.