Alvogen Midnight Time Trial

27.06 2013 10:00 | ummæli

Alvogen Midnight Time Trial

Sæbrautin breytist í hringleikahús hraðans fimmtudagskvöldið 4. júlí nk þegar hraðskreiðasta hjólreiðafólk landsins hertekur brautina og keppir um titilinn hraðskreiðasti hjólreiðamaður landsins 2013.  Í Alvogen Midnight Time Trial er keppt í götu- og þríþrautaflokki (16km og 32km) í kvenna og karlaflokki. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki og renna 900.000 krónur af  verðlaunafé til góðgerðamála að vali 12 vinningshafa. Margir af hröðustu hjólreiðamönnum og konum landsins hafa boðað komu sína á mótið.  Alvogen er styrktaraðili mótsins og hefur ákveðið að láta UNICEF og Rauða krossinn njóta góðs af en skráningargjöld keppenda renna óskipt til samtakanna. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 100.

Rásmark er við Hörpu (tónlistar- og ráðstefnuhús) og þaðan er hjólað eftir Sæbraut að gatnamótum við Laugarnesveg og til baka að Hörpu þar sem endamarkið er. Snúið er við á keilum og keppnishringur er um 5,3 km langur. Sæbraut verður lokuð fyrir annarri umferð á meðan.

Keppt verður í fjórum opnum flokkum: Karlar götuhjól, konur götuhjól, karlar þríþrautarhjól, konur þríþrautarhjól. Á þríþrautarhjólum eru liggistýri, plötugjarðir og aerohjálmar leyfilegir en óheimilt er að nýta sér búnaðinn í götuhjólaflokki. Drafting er óheimilt og gilda reglur hjólreiðanefndar ÍSÍ um drafting. Hjálmaskylda er í keppninni og eru keppendur  á eigin ábyrgð.

 

  • Götuhjólaflokkur hjólar 3 hringi (16 km) og verður ræstur kl. 21:15. Keppendur verða ræstir út með mínútu millibili.
  • Þríþrautarflokkur hjólar 6 hringi (32 km) og verður ræstur kl. 22:30. Verðlaunaafhending fer fram fyrir utan Hörpu að móti loknu.

 

Alvogen er aðalstyrktaraðili keppninnar sem er tileinkuð réttindum barna

Aðalstyrktaraðili keppninar er alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen og hefur það ákveðið að tileinka keppnina menntun barna. Með því vill Alvogen vekja athygli á þeirri staðreynd að allt of mörg börn í heiminum fara á mis við þau grundvallarréttindi sín að ganga í skóla.

 

Þátttökugjöld renna að fullu til UNICEF og Rauða krossins og verða nýtt til að styðja við menntun stúlkubarna í Madagaskar og til rekstur verkmenntaskóla í Síerra Leóne. Undanfarin þrjú ár hefur starfsfólk Alvogen í 30 löndum staðið fyrir söfnun í nafni góðgerðarsjóðs fyrirtækisins, Better Planet en sjóðurinn er í langtímasamstarfi við bæði UNICEF og Rauða krossinn. Söfnun Alvogen í ár lýkur í júlí og mun félagið afhenda samtals um 9 milljónir króna til UNICEF og Rauða krossins vegna menntunarverkefna samtakanna. Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og Þór Gíslason forstöðumaður Vinjar, athvarfs Rauða krossins fyrir geðfatlaða, hafa boðað komu sína ásamt fjölmörgum af hraðskreiðustu hjólreiðaköppum landsins.

 

Alvogen skorar á þátttakendur og aðra sem áhuga hafa á stuðningi við verkefnin að leita til UNICEF og Rauða krossins sem veita nánari upplýsingar.

 

Verðlaun í götuhjólaflokki karla og kvenna:

1. sæti: Vinningur að verðmæti um 250.000 krónur. Flugmiði fyrir 2 til Evrópu með Icelandair og 100.000 kr. sem sem rennur til viðurkennds góðgerðafélags á Íslandi að vali viðkomandi.

2. sæti: Vinningur að verðmæti 175.000 krónur. Vinningshafi fær 75.000 kr. sem renna til viðurkennds góðgerðafélags að vali viðkomandi og Samsung S3 Galaxy síma að verðmæti um 100.000 kr. frá Símanum, samstarfsaðila góðgerðarsjóðs Alvogen.

3. sæti: Vinningur að verðmæti 75.000 krónur. Vinningshafi fær 50.000 kr. sem rennur til viðurkennds góðgerðafélags að vali viðkomandi og 25.000 kr. gjafakort hjá Ormsson, samstarfsaðila góðgerðasjóðs Alvogen.

Þeim keppendum sem mæta með öflugustu stuðningsmannasveitirnar verða veitt sérstök verðlaun að heildarverðmæti 100.000 krónur, þar á meðal út að borða fyrir hópinn. Verðlaunum er skipt á milli götu- og þríþrautarhjólaflokks og þannig fá tveir þátttakendur vinninga að verðmæti um 50.000 kr. fyrir hönd síns hóps.

 

Verðlaun í þríþrautarflokki karla og kvenna:

1. sæti: Vinningur að verðmæti um 250.000 krónur. Flugmiði fyrir 2 til Evrópu með Icelandair og 100.000 kr. sem sem rennur til viðurkennds góðgerðafélags á Íslandi að vali viðkomandi.

2. sæti: Vinningur að verðmæti 175.000 krónur. Vinningshafi fær 75.000 kr. sem renna til viðurkennds góðgerðafélags að vali viðkomandi og Samsung S3 Galaxy síma að verðmæti um 100.000 kr. frá Símanum, samstarfsaðila góðgerðarsjóðs Alvogen.

3. sæti: Vinningur að verðmæti 75.000 krónur. Vinningshafi fær 50.000 kr. sem rennur til viðurkennds góðgerðafélags að vali viðkomandi og 25.000 kr. gjafakort hjá Ormsson, samstarfsaðila góðgerðasjóðs Alvogen.

Þeim keppendum sem mæta með öflugustu stuðningsmannasveitirnar verða veitt sérstök verðlaun að heildarverðmæti 100.000 krónur, þar á meðal út að borða fyrir hópinn. Verðlaunum er skipt á milli götu- og þríþrautarhjólaflokks og þannig fá tveir þátttakendur vinninga að verðmæti um 50.000 kr. fyrir hönd síns hóps.

Einnig verða dregnir út fjölmargir góðir vinningar þar sem allir keppendur eru í pottinum.

Verðlaunaafhending fer fram fyrir utan Hörpu. Veitt verða verðlaun í götuhjólaflokki um kl. 22:30 og í þríþrautarflokki um miðnætti.

Skráning fer fram á www.hjólamot.is (http://hjolamot.is/keppnir/22) og er opin til kl. 23:59 þriðjudaginn 2. júlí næstkomandi. Skráningargjald er 2.500 og fá allir þátttakendur dry-fit æfingabol (verða afhentir við ráspól frá kl. 20:30 á keppnisdag gegn framvísun keppnisnúmers). Allir þátttakendur fá einnig armband í nafni góðgerðasjóðs Alvogen, Better Planet með merki Alvogen og UNICEF. Einungis verður hægt að nálgast keppnisgögn (tímatökuflögu, bol og armband)  í Erninum, Faxafeni 8, frá kl. 12:00 miðvikudaginn 3. júlí til kl: 18:00 á keppnisdag. Ekki verður hægt að skrá sig á staðnum né fá afhend keppnisgögn. Ráslisti verður gefinn út fyrir keppnina og fylgir keppnisgögnum. Teknar verða myndir af öllum keppendum við ráspól auk mynda af keppninni sjálfri sem síðan má nálgast endurgjaldslaust á ?vefsíðunni Flickr að móti loknu – upplýsingar veittar á Event síðu mótsins á Facebook. 

Um Better Planet og samstarf Alvogen, UNICEF og Rauða krossins

Undanfarin þrjú ár hafa starfsmenn Alvogen í 30 löndum staðið fyrir söfnun í nafni góðgerðarsjóðs fyrirtækisins, Better Planet. Sjóðurinn er í langtímasamstarfi við bæði UNICEF og Rauða krossinn og er til að mynda stærsti styrktaraðili UNICEF á Íslandi. Alvogen hefur nú þegar styrkt samtökin um ríflega 20 milljónir í gegnum Better Planet.

 

Lykilmarkmið Better Planet er að gera heiminn að betri stað fyrir börn. Stærsti hluti úthlutunar sjóðsins undanfarin ár hefur verið til neyðarhjálpar og til menntunarverkefna barna í Síerra Leóne og Madagaskar. Á síðustu þremur árum hafa safnast um 35 milljónir króna í sjóðinn sem hefur eins og áður segir verið m.a.  úthlutað til UNICEF og Rauða krossins en einnig til ýmissa góðgerðamála á mörkuðum Alvogen.

 

Þátttökugjöld renna að fullu til UNICEF og Rauða krossins og verða nýtt til að styðja við menntun stúlkubarna í Madagaskar og til rekstur verkmenntaskóla fyrir ungmenni í Síerra Leóne. Söfnun Alvogen í ár lýkur í júlí og mun félagið afhenda um 9 milljónir króna til UNICEF og Rauða krossins vegna menntunarverkefna á Madagaskar og í Síerra Leóne og aðkallandi neyðarhjálparverkefna.  Alvogen skorar á þátttakendur og aðra sem áhuga hafa á stuðningi við góðgerðarsjóðinn Better Planet að leita til UNICEF og Rauða krossins sem veita nánari upplýsingar.

Síðast breytt þann 2. July 2013 kl: 16:02 af

Ummæli

Aðrar fréttir

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

28 August kl: 12:47

Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou

Íslandsmeistarar ársins 2025

26 August kl: 12:04

Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th

Íslandsmótið í Criterium 2025

21 August kl: 23:12

Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

16 August kl: 23:12

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í

Íslandsmót í Fjallabruni 2025

21 July kl: 13:24

Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak

Íslandsmót í Enduro 2025

20 July kl: 22:39

Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri

Íslandsmeistaramótið í Malarhjólreiðum

20 July kl: 20:56

Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2025

18 July kl: 14:31

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í N

UCI Level 2 Þjálfaranámskeið

16 July kl: 00:00

Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við  Alþjóða hjólreið

Netfræðsla í lyfjamálum

9 July kl: 20:33

Lyfjaeftirlits Íslands kynna  nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró

Mótaskrá - uppfært 7.júlí

7 July kl: 15:28

Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) 2025

5 July kl: 20:19

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akurey

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2025

29 June kl: 19:51

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hó

Íslandsmót í Tímatöku 2025

27 June kl: 23:50

Íslandsmót í Tímatöku (TT) fór fram í kvöld í Hvalfirðinum. Mótið var haldi&et

Norðurlandamótið í Malarhjólreiðum

13 June kl: 15:19

Þann 16. ágúst verður Norðurlandamótið í malarhjólreiðum haldið í Halmst