Alvogen Midnight Time Trial

1.06 2014 14:41 | ummæli

Alvogen Midnight Time Trial

Sæbrautinni lokað fyrir hjólreiðakeppni 

Keppt um titilinn hraðskreiðasti hjólreiðamaður Íslands - Mótið tileinkað réttindum barna 

Öflugasta hjólreiðafólk landsins mun etja kappi á Alvogen Midnight Time Trial hjólreiðakeppninni sem haldin verður að kvöldi 3. júlí nk. Keppt verður um titilinn hraðskreiðasti hjólreiðamaður Íslands 2014. Öflugir erlendir keppendur hafa boðað komu sína á mótið og munu keppa í þríþrautarflokki karla og kvenna. Sæbrautinni, einni helstu umferðaræð borgarinnar, verður lokað fyrir annarri umferð á meðan keppnin fer fram.

 

Í Alvogen Midnight Time Trial er keppt í götu- og þríþrautaflokki (16km og 32km) í kvenna og karlaflokki og veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Lyfjafyrirtækið Alvogen er bakhjarl mótsins sem tileinkað er réttindum barna og munu öll skráningargjöld renna óskipt til UNICEF. Starfsmenn Alvogen um allan heim hafa einnig ákveðið að leggja samtökunum lið og um sjö milljónum króna verður úthlutað úr söfnunarsjóði Alvogen, Better Planet til UNICEF í tengslum við mótið.   
Rásmark er við Hörpu og þaðan er hjólað eftir Sæbraut að gatnamótum við Laugarnesveg og til baka að endamarki við Hörpu.  Snúið er við á keilum og keppnishringur er um 5,5 km langur. 
Upplýsingar um skráningu má nálgast á www.alvogen.is en hún hefst kl.10:00 þann 3. júní nk. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 100 og skráningargjald er 3.500 krónur, sem rennur óskipt til UNICEF. Allir þátttakendur fá æfingabol og armband við afhendingu keppnisgagna sem má nálgast í Hörpu frá kl: 18:00 þann 3. júlí.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Kristmannsson hjá Alvogen í síma 840-3425


Nánar um Alvogen Midnight Time Trial

Á þríþrautarhjólum eru liggistýri, plötugjarðir og aerohjálmar leyfilegir en óheimilt er að nýta sér búnaðinn í götuhjólaflokki. Drafting er óheimilt og gilda reglur hjólreiðanefndar ÍSÍ um drafting. Hjálmaskylda er í keppninni og eru keppendur  á eigin ábyrgð. Keppt er að kvöldi 3. júlí næstkomandi og verður keppni lokið fyrir miðnætti. Nánari upplýsingar um tímasetningar verða gefnar út þegar nær dregur. 
 

  • Götuhjólaflokkur hjólar þrjá hringi (16 km) 
  •  Þríþrautarflokkur hjólar sex hringi (32 km) 
  • Verðlaunaafhending fer fram í Hörpu að móti loknu

 
Við leitum að 100 hröðustu hjólreiðamönnum og konum landsins

  • Keppendur þurfa að vera skráðir í reiðhjólafélag og vera í góðu líkamlegu formi
  • Komi til niðurskurðar verður horft til jafns kynjahlutfalls og svipaðs fjölda í götu- og þríþrautahjólaflokki
  • Fimm efstu keppendur í Alvogen Midnight Time Trial 2013 í hverjum flokki hafa forgang við skráningu, alls 20 keppendur
  • Fimm efstu keppendur í Time Trial mótum ársins 2014 fá einnig forgang við skráningu

Ingvar Ómarsson

Síðast breytt þann 3. June 2014 kl: 10:44 af Ingvar Ómarsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Netfræðsla í lyfjamálum

9 July kl: 20:33

Lyfjaeftirlits Íslands kynna  nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró

Mótaskrá - uppfært 7.júlí

7 July kl: 15:28

Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) 2025

5 July kl: 20:19

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akurey

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2025

29 June kl: 19:51

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hó

Íslandsmót í Tímatöku 2025

27 June kl: 23:50

Íslandsmót í Tímatöku (TT) fór fram í kvöld í Hvalfirðinum. Mótið var haldi&et

Norðurlandamótið í Malarhjólreiðum

13 June kl: 15:19

Þann 16. ágúst verður Norðurlandamótið í malarhjólreiðum haldið í Halmst

Mótaskrá fyrir 2025 - uppfært 23.júní

10 June kl: 00:00

Hér má líta uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með f

Smáþjóðaleikarnir - Keppni í Götuhjólreiðum

31 May kl: 19:59

Þá er seinasti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna í ár á enda kominn. Í dag fór fram keppn

Götuhjólakeppnin á Smáþjóðaleikunum

30 May kl: 15:43

Morgundagurinn er seinasti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna í ár. Þá fer keppni í götuhj&o

Dagur tvö á Smáþjóðaleikunum - XCO Keppnirnar

29 May kl: 15:41

Í dag fór fram keppni í Ólympískum fjallahjólreiðum á Smáþjóðaleikunum í

Fyrsti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna

27 May kl: 11:33

Fyrsti keppnisdagur Smáþjóðaleikanna er lokið hjá okkar fólki í Andorra. Í dag fór fram

Keppni á Smáþjóðaleikunum hefst á morgun

26 May kl: 11:47

Smáþjóðaleikarnir fara fram í Andorra dagana 26. til 31. maí. Hjólreiðar eru meðal keppnisgreina í

Smáþjóðaleikarnir - keppnisdagar í Hjólreiðakeppnunum

24 May kl: 22:37

Á morgun er sameiginlegur ferðadagur íslenska íþróttafólksins sem enn er ekki búið að koma s&eacu

Hjólað í vinnuna hefst 7. maí

5 May kl: 15:27

Skráning í Hjólað í vinnuna er í fullum gangi en keppnin hefst svo formlega miðvikudaginn 7. maí.

Landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum

24 April kl: 17:55

Hjólreiðasamband Íslands hefur ákveðið að senda eftirfarandi keppendur til að taka þátt fyrir Ís