Norðurlandamót í götuhjólreiðum
28 August kl: 12:47Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou
1.06 2014 14:41
|
Öflugasta hjólreiðafólk landsins mun etja kappi á Alvogen Midnight Time Trial hjólreiðakeppninni sem haldin verður að kvöldi 3. júlí nk. Keppt verður um titilinn hraðskreiðasti hjólreiðamaður Íslands 2014. Öflugir erlendir keppendur hafa boðað komu sína á mótið og munu keppa í þríþrautarflokki karla og kvenna. Sæbrautinni, einni helstu umferðaræð borgarinnar, verður lokað fyrir annarri umferð á meðan keppnin fer fram.
Í Alvogen Midnight Time Trial er keppt í götu- og þríþrautaflokki (16km og 32km) í kvenna og karlaflokki og veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Lyfjafyrirtækið Alvogen er bakhjarl mótsins sem tileinkað er réttindum barna og munu öll skráningargjöld renna óskipt til UNICEF. Starfsmenn Alvogen um allan heim hafa einnig ákveðið að leggja samtökunum lið og um sjö milljónum króna verður úthlutað úr söfnunarsjóði Alvogen, Better Planet til UNICEF í tengslum við mótið.
Rásmark er við Hörpu og þaðan er hjólað eftir Sæbraut að gatnamótum við Laugarnesveg og til baka að endamarki við Hörpu. Snúið er við á keilum og keppnishringur er um 5,5 km langur.
Upplýsingar um skráningu má nálgast á www.alvogen.is en hún hefst kl.10:00 þann 3. júní nk. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 100 og skráningargjald er 3.500 krónur, sem rennur óskipt til UNICEF. Allir þátttakendur fá æfingabol og armband við afhendingu keppnisgagna sem má nálgast í Hörpu frá kl: 18:00 þann 3. júlí.
Nánari upplýsingar veitir Halldór Kristmannsson hjá Alvogen í síma 840-3425
Nánar um Alvogen Midnight Time Trial
Á þríþrautarhjólum eru liggistýri, plötugjarðir og aerohjálmar leyfilegir en óheimilt er að nýta sér búnaðinn í götuhjólaflokki. Drafting er óheimilt og gilda reglur hjólreiðanefndar ÍSÍ um drafting. Hjálmaskylda er í keppninni og eru keppendur á eigin ábyrgð. Keppt er að kvöldi 3. júlí næstkomandi og verður keppni lokið fyrir miðnætti. Nánari upplýsingar um tímasetningar verða gefnar út þegar nær dregur.
Við leitum að 100 hröðustu hjólreiðamönnum og konum landsins
Ingvar Ómarsson
Síðast breytt þann 3. June 2014 kl: 10:44 af Ingvar Ómarsson
Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou
Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th
Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir
Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í
Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak
Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri
Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v
Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í N
Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við Alþjóða hjólreið
Lyfjaeftirlits Íslands kynna nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró
Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy
Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akurey
Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hó
Íslandsmót í Tímatöku (TT) fór fram í kvöld í Hvalfirðinum. Mótið var haldi&et
Þann 16. ágúst verður Norðurlandamótið í malarhjólreiðum haldið í Halmst