Gullhringurinn þriðja árið í röð

16.06 2014 01:32 | ummæli

Gullhringurinn þriðja árið í röð

Aðra helgina í júlí, eða laugardaginn 12. júlí næstkomandi, verður Gullhringurinn, haldinn þriðja árið í röð. Í fyrra tóku rúmlega 200 keppendur þátt í mótinu, allt frá hjólreiðamönnum ársins 2013 að byrjendum sem margir voru að keppa í hjólreiðakeppni í fyrsta sinn. Keppnin hefur vakið athygli fyrir veglega vinninga og er lögð áhersla á að allir vinni á einn eða annan hátt. Til dæmis er mikið lagt uppúr glæsilegum brautarvinningum, keppendum boðið frítt í sund og kjötsúpa elduð fyrir alla eftir keppni.  

Gullhringurinn var fyrst hjólaður fyrir tveimur árum og á þeim stutta tíma er hann orðin önnur ein fjölmennasta hjólreiðakeppni landsins. Núna í ár og framvegis verður skráning Gullhringsins á síðu allra hjólreiðamanna á Íslandi - www.hjolamot.is


FORSKRÁNINGARKJÖR TIL 1. JÚLÍ  
Rétt rúmlega tvö hundruð aðilar hjóluðu Gullhringinn í fyrra en stefnt er að því að þátttakendur verði 400 í ár. Skráning hefst á gullhringurinn.is og verða forskráningarkjör í boði til 1. júlí. Eftir það hækkar gjaldið úr 5.500 krónum í 6.500 krónur. 

Fyrstu 200 sem skrá sig fá veglegan keppnispokka með skráningargögnum, fylltan með Gullhrings dry fit bol, Snickers orginal orkystöngum og Powerade drykkjum og brúsa, miða í Fontana laugarnar á Laugarvatni og fleira og fleira 

https://vimeo.com/75444152

Keppninni er stýrt frá Laugarvatni sem er útivistar paradís eins og best verður á kosið á Íslandi. Þar eru fyrsta flokks tjaldstæði, farfuglaheimili, hótel og hostel. Náttúrulindin á Fontana tekur vel á móti öllum og veitingastaðir allt frá pylsuvagni að fimm stjörnu veitingahúsum eins og Lindinni. Mótstjórnin verður á hinum ný endurvakta Héraðsskóla á Laugarvatni. 

Ingvar Ómarsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Kosningafundur Íþróttamannanefndar 2025

4 April kl: 11:47

Þann 30. apríl næstkomandi klukkan 18:00 á 3. hæð í ÍSÍ heldur Íþróttamannanefnd

Æfinga- og undirbúningsferð á Calpe

31 March kl: 16:13

Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni

Jarðvinna fyrir Fossvogsbrú að hefjast

19 March kl: 13:25

Hjólreiðasambandinu var að berast tilkynning frá framkvæmdaraðila jarðvinnu fyrir Fossvogsbrúnna. En jarð

Hjólreiðaþing 2025

2 March kl: 23:25

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia

Boðað er til Hjólreiðaþings 2025

28 February kl: 10:29

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00

Íslandsmót í e-hjólreiðum 2025

27 February kl: 16:06

Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &

UCI Level 2 þjálfunarnámskeið

24 February kl: 21:32

Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að

Bikar- og Íslandsmeistaramót á Zwift 2025

10 February kl: 11:17

Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú

Ráðning Landsliðsþjálfara

6 February kl: 17:36

Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá

Fjölgun þjálfara - UCI þjálfaranámskeiðin

13 January kl: 14:20

Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið

Mótaskrá fyrir 2025 - önnur drög

9 January kl: 14:29

Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu

Íþróttafólk ársins 2024 verðlaunað

7 January kl: 10:22

Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ

Sjálfboðaliði ársins 2024

4 January kl: 15:57

Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. E

Tilkynning um úrslit Gullhjálmsins

2 January kl: 13:14

Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að til

Kosning Gullhjálmsins 2024

22 December kl: 18:10

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h