Ingvar Ómarsson lauk keppni í götuhjólreiðakeppni Evrópumótsins í München í dag

14.08 2022 16:21 | ummæli

Ingvar Ómarsson lauk keppni í götuhjólreiðakeppni Evrópumótsins í München í dag

Nú rétt í þessu var Ingvar Ómarson að ljúka keppni í götuhjólreiðakeppni Evrópumótsins í München, Þýskalandi. Hjólaðir voru 209,4 km. og var hún í beinni útsendingu á Rúv2.

Ingvar stóð sig með mikilli prýði og náði að klára keppnina og endaði í 111. sæti, 3,31 mín á eftir sigurvegara dagsins og nýkrýndum Evrópumeistara Fabio Jakobsen frá Hollandi. Með þessu varð Ingvar fyrstur Íslendinga að klára elite keppni á meistaramóti í götuhjólreiðum.

Hjólaðir voru rúmir 140 km. áður en komið var inni í München borgina sjálfa. Þar voru svo farnir fimm 13 km. langir hringir um þröngar götur og torg borgarinnar.

Í samtali kvaðst Ingvar vera mjög sáttur með daginn þar sem hann hafi náð sínum markmiðum sem voru einfaldlega að klára keppnina, það hafi þó verið erfitt. Tilfynningin að svo hjóla yfir endalínuna í lok fimmta hrings hafi verið góð.

Ingvar sprengdi dekk á öðrum hring og þurfti að hinkra eftir aðstoð að fá vara gjörð. Við það tapaði Ingvar rúmri hálfri mínútu á hópinn, það hafi svo tekið hann um hálfan hring að vinna sig upp og ná hópnum aftur sem hafi tekið mikla orku frá honum, en þó tekist þegar um þrír hringir voru eftir.

Brautin sem farin var í dag hafi hentað vel til að klára keppnina þar sem hún væri meira í líkindum við flestar brautir sem farnar eru í götuhjólakeppnum á þann hátt að hópurinn héldist meira saman allan daginn í stað þess að liðin væru að reyna að sprengja upp keppnina snemma, eins og hafi verið t.d. tilfellið í fyrra á Evrópumótinnu á Ítalíu. Því hafi brautin hentað vel fyrir Ingvar sem var auðvitað án liðsfélaga í brautinni í dag.

Ingvar hyggst verðlauna sig með hamborgara og frönskum um leið og maginn er komin í gang aftur eftir þessi fimm tíma átök dagsins.

Næsta verkefni Ingvars er svo tímatöku keppnin n.k. miðvikudag.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 14. August 2022 kl: 16:26 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Hjólreiðaþing 2024

6 March kl: 13:32

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 2. mars 2024 s.l. í fundarsal Í

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28 February kl: 13:22

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

27 February kl: 23:04

Hjólreiðasamband Íslands boðar til áhugaverðs fræðslufundar þann 7. mars n.k. í fundarsal Í&th

Nýjir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

25 February kl: 23:45

Laugardaginn 24. febrúar s.l. fór fram fyrsta formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum í Zwift heimum.

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

21 February kl: 12:36

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsta formlega Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum.

Mótaskrá 2024 - uppfært

24 January kl: 17:22

Hér eru svo önnur drög að mótaskrá sumarsins 2024 frá Mótanefnd HRÍ komin. Aftur með fyrirva

Þolprófsmælingar Úrvalshóps HRÍ

13 January kl: 20:37

Í dag fóru fram þolprófsmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands &ia

Styrktar- og liðleiksmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands

12 January kl: 14:42

Í dag fóru fram yfirgripsmiklar styrktar- og liðleiksmælingar í rannsóknarsetri íþrótta- og heilsuv

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands

3 January kl: 14:42

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands fór fram í fundarsal Íþ

Afreksbúðir úrvalshóps HRÍ í janúar 2024

25 December kl: 22:30

Í byrjun janúar mun Hjólreiðasambandi Íslands (HRÍ) í samvinnu við rannsóknarstofu Menntavísi

Dagur sjálfboðaliðans 5. desember

30 November kl: 08:35

Í tilefni af degi sjálfboðaliðans þann 5. desember n.k. munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboð

Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands 2023

5 November kl: 15:24

Í gær var Pálmari Kristmundssyni veitt Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands. Pálmar er menntaður arki

Hjólreiðafólk ársins 2023 og Lokahóf

5 November kl: 00:01

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Vonarsal SÁÁ í dag. Allir bikarmeistar

Lokahóf HRÍ 2023

3 November kl: 11:44

Á morgun í Vonarsal SÁÁ sem staðsett er í Efstaleiti 7, verður lokahóf Hjólreiðasambands Í

Cyclo-cross æfingabúðir UCI

11 October kl: 12:19

Þessa dagana eru 4 ungir hjólarar í Cyclo-cross æfingabúðum í  höfuðstöðvum Alþj&oac