EM í götuhjólreiðum 2023 - U23 keppnin
22 September kl: 16:59Í dag á EM í Drenthe fóru fram götuhjólakeppnir í U23 flokkum karla og kvenna. Þar áttu
14.08 2022 16:21
|
Nú rétt í þessu var Ingvar Ómarson að ljúka keppni í götuhjólreiðakeppni Evrópumótsins í München, Þýskalandi. Hjólaðir voru 209,4 km. og var hún í beinni útsendingu á Rúv2.
Ingvar stóð sig með mikilli prýði og náði að klára keppnina og endaði í 111. sæti, 3,31 mín á eftir sigurvegara dagsins og nýkrýndum Evrópumeistara Fabio Jakobsen frá Hollandi. Með þessu varð Ingvar fyrstur Íslendinga að klára elite keppni á meistaramóti í götuhjólreiðum.
Hjólaðir voru rúmir 140 km. áður en komið var inni í München borgina sjálfa. Þar voru svo farnir fimm 13 km. langir hringir um þröngar götur og torg borgarinnar.
Í samtali kvaðst Ingvar vera mjög sáttur með daginn þar sem hann hafi náð sínum markmiðum sem voru einfaldlega að klára keppnina, það hafi þó verið erfitt. Tilfynningin að svo hjóla yfir endalínuna í lok fimmta hrings hafi verið góð.
Ingvar sprengdi dekk á öðrum hring og þurfti að hinkra eftir aðstoð að fá vara gjörð. Við það tapaði Ingvar rúmri hálfri mínútu á hópinn, það hafi svo tekið hann um hálfan hring að vinna sig upp og ná hópnum aftur sem hafi tekið mikla orku frá honum, en þó tekist þegar um þrír hringir voru eftir.
Brautin sem farin var í dag hafi hentað vel til að klára keppnina þar sem hún væri meira í líkindum við flestar brautir sem farnar eru í götuhjólakeppnum á þann hátt að hópurinn héldist meira saman allan daginn í stað þess að liðin væru að reyna að sprengja upp keppnina snemma, eins og hafi verið t.d. tilfellið í fyrra á Evrópumótinnu á Ítalíu. Því hafi brautin hentað vel fyrir Ingvar sem var auðvitað án liðsfélaga í brautinni í dag.
Ingvar hyggst verðlauna sig með hamborgara og frönskum um leið og maginn er komin í gang aftur eftir þessi fimm tíma átök dagsins.
Næsta verkefni Ingvars er svo tímatöku keppnin n.k. miðvikudag.
Björgvin Jónsson
Síðast breytt þann 14. August 2022 kl: 16:26 af Björgvin Jónsson
Í dag á EM í Drenthe fóru fram götuhjólakeppnir í U23 flokkum karla og kvenna. Þar áttu
Á Evrópumótinu í Götuhjólreiðum í Drenthe í Hollandi í dag fór fram tímatö
Landslið Íslands í Götuhjólreiðum mætti til Drenthe í Hollandi í gær. Tíminn hefur v
Landsliðs- og afreksnefnd Hjólreiðasambands Íslands hefur ákveðið að senda eftirfarandi keppendur til Drenthe &iacut
Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) á Hólmsheiðinni.
Í gær fór fram Íslandsmótið í Criterium á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði
Þá er Evrópumeistaramótinu í fjallabruni lokið en mótið fór fram í Les Menuires í fr&ou
Dagana 18. til 20. ágúst fer fram í Les Menuires í Frakklandi Evrópumeistaramótið í fjallabruni. Vi
Seinasti dagurinn á heimsmeistaramótinu í hjólreiðum var í dag. Þær Silja Jóhannesdóttir (HF
Kristinn Jónsson (HFR) tók í dag þátt í Ólympískum fjallahjólreiðum (XCO) í Elite fl
Í dag fór fram götuhjólakeppnin Para-cycling þar sem Arna Sigríður Albertsdóttir (HFR) hjólaði 1
Á HM í hjólreiðum í Skotlandi í dag tóku þrír íslendingar þátt.
Á Heimsmeistaramótinu í hjólreiðum í Skotlandi í dag tóku tveir Íslendingar þátt &ia
Jón Arnar Sigurjónsson úr Tindi lauk keppni sinni á Heimsmeistaramótinu í Gran Fondo í Skotlandi í da
Í ár taka samtals átta Íslendingar þátt í Heimsmeistaramótinu í hjólreiðum