Íslandsmótið í Cyclocross (CX) 2023/2024

7.10 2023 20:47 | ummæli

Íslandsmótið í Cyclocross (CX) 2023/2024

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Mótið var haldið af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur (HFR) líkt og öll CX mót seinustu ára.

Íslandsmeistarar í ár urðu þau Kristín Edda Sveinsdóttir (HFR) og Ingvar Ómarsson (Breiðablik). Er hér Íslandsmeistaratitill númer sjö hjá Ingvari en númer tvö hjá Kristínu í þessari grein. En Kristín sigraði seinast árið 2017 þá aðeins 18 ára að aldri.
Í kvenna flokki varð svo yngri systir Kristínar hún Bergdís í öðru sæti og í þriðja varð Katrín Marey Magnúsdóttir - allar úr HFR.
Í öðru og þriðja sæti í karlaflokki voru svo bræðurnir Davíð og Kristinn Jónssynir (HFR).

Úrslit dagins voru þessi:

A-flokkur Kvenna 

1. Kristín Edda Sveinsdóttir (HFR)
2. Bergdís Eva Sveinsdóttir (HFR)
3. Katrín Marey Magnúsdottir (HFR)

A-flokkur Karla

1. Ingvar Ómarsson (Breiðablik)
2. Davíð Jónsson(HFR)
3. Kristinn Jónsson(HFR)

B-flokkur kvenna

1. Sædís Ólafsdóttir (HFR)
2. Elsa Gunnarsdóttir (HFR)
3. Ása Guðný Ásgeirsdóttir (HFR)

B-flokkur karla

1. Frosti Jónsson (Höfrungur)
2. Gunnar Örn Svavarsson (HFR)
3. Kristinn Jón Arnarson (HFR)

C-flokkur Kvenna

1. Laufey Ásgrímsdóttir

C-flokkur Karla

1. Bragi Hreinn Þorsteinsson (HFR)

Junior Kvenna

1. Sigríður Dóra Guðmundsdóttir (HFR)

Junior Karla

1. Anton Sigurðarson (BFH)
2. Ísak Steinn Davíðsson (BFH)

U17 Kvenna

1. Eyrún Birna Bragadottir (HFR)

U17 Karla

1. Sólon Kári Sölvason (BFH) 

U15 Karla

1. Birkir Gauti Bergmann (HFR)
2. Kristján Þór Jóhannsson (Aftureldingu)

U15 kvenna

1. Áslaug Yngvdóttir (HFR)


Öll úrslit má svo finna á Tímataka.net

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 8. October 2023 kl: 15:16 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2024

30 June kl: 22:44

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Skagafirð. Keppnin hófst í Sau&

Íslandsmót í Tímatöku 2024

29 June kl: 11:30

Íslandsmót í Tímatöku (TT) fór fram í gær á Hólum í Hjaltadal. Mótið

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum 2024

22 June kl: 22:44

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Öskjuhlíði

Íslandsmót í Hjólreiðum - sumarið 2024

21 June kl: 22:08

Á morgun laugardag fer fram fyrsta Íslandsmótið í hjólreiðum á þessu ári.

5c - vefsíða um sálfræðilega færniþjálfun

7 June kl: 12:56

Komin er í loftið vefsíða um sálfræðilega færniþjálfun eftir hugmyndafræði 5C.

Tryggjum öruggt íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar

7 June kl: 12:21

Meðfylgjandi er upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem ætlað er

Tour de Feminin 2024

22 May kl: 16:46

Dagana 23. til 26. maí fer fram 35 útgáfan af Tour de Feminin í norður Tékklandi.

Hæfileikabúðir HRÍ 2024

26 April kl: 22:40

Landsliðs- og afreksnefnd Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjó

Hæfileikabúðir HRÍ - fyrsti dagur

25 April kl: 11:08

Í dag komu saman um 30 ungir hjólarar til að taka þátt í hinum árlegu Hæfileikabúðum

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 25.–27. apríl 2024

22 April kl: 14:07

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjó

Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun

15 April kl: 17:51

Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni 28 aðila víðs vegar um Evrópu. Markið verkefnisins er að finna öruggar og

Norðurlandamótið 2024 í Gravel - Eistlandi og Litháen.

8 April kl: 13:36

Norðurlandamótið 2024 í Gravel fer fram í Eistlandi og Litháen þann 8. júní n.k.

Evrópusambandið horfir til hjólreiða sem framtíðar ferðamáta

4 April kl: 12:18

Í gær skrifaði Evrópusambandið undir yfirlýsingu sem nefnd hefur verið "European Declaration on Cycling". Me

Hjólreiðaþing 2024

6 March kl: 13:32

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 2. mars 2024 s.l. í fundarsal Í

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28 February kl: 13:22

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.