Bikar- og Íslandsmeistaramót á Zwift 2025
10 February kl: 11:17Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú
6.02 2025 17:36
|
Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjálfara sambandsins. Er hér um nýtt starf að ræða þar sem áður var sambandið með starfsmann í starfi afreksstjóra.
Nýr landsliðsþjálfari mun hafa yfirsýn yfir landsliðsverkefni sambandsins í öllum greinum hjólreiða.
Stóra verkefni Hjólreiðasambandins Íslands á þessu ári eru Smáþjóðaleikar sem að þessu sinni fara fram í Andorra í lok maí mánaðar. Verður þar keppt í 3 greinum hjólreiða (tímatöku, götuhjólreiðum og ólympískum fjallahjólreiðum).
Nánari upplýsingar um nýjan landsliðsþjálfara.
Conor Campbell hefur prófað og keppt í vel flestum, ef ekki öllum greinum hjólreiða frá götuhjólreiðum og yfir í fjallabrun. Í næstum 30 ár hefur hann byggt upp skilning á því hvað þarf til að keppa á öllum stigum íþróttarinnar.
Á ferilskránni má m.a. nefna:
- Landsliðsþjálfun Írska CycloCross liðsins
- UCI / UEC þróunnaráætlun smáþjóða
- ABCC Level 3 Cycling Coach
- Unnið til verðlauna í landskeppnum í CX / XCO / Enduro / DH
- Alþjóðlegar fjöldægra keppnir
Við bjóðum Conor velkomin til starfa.
Björgvin Jónsson
Síðast breytt þann 6. February 2025 kl: 18:51 af Björgvin Jónsson
Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú
Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá
Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið
Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu
Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ
Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. E
Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að til
Störf sjálfboðaliða í íþróttinni okkar verða seint metin að fullu. En Hjólreiðasambandið
Fyrstu drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ eru hér komin, með fyrirvara um hugsanlegar
Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í gær. Allir bikarmeistarar &aa
Sunnudaginn 17. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,
Í seinustu viku fóru 3 ungir hjólarar í Cyclo-cross æfingabúðir í höfuðstöðvar Al
Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2024-2025 á útivistarsvæ&et