Þingvallakeppnin

30.05 2014 00:00 | ummæli

Þingvallakeppnin

Þingvallakeppnin í ár verður með svipuðu móti og í fyrra, en samt verða nokkrar breytingar sem eru til bóta fyrir öryggi keppenda.

Ræsing hefst kl. 8:30 með A-flokki karla (Meistaraflokkur), þeir hjóla 4 hringi. 2 mínútum síðar er A-flokkur kvenna (Meistaraflokkur) ræstur út, en sá flokkur hjólar 3 hringi. 2 mínútum á eftir þeim er allur B-flokkurinn ræstur út. B-flokkur karla hjólar 3 hringi, en aðrir í B-flokki hjóla 2 hringi. Þessir þrír ráshópar: A-flokkur karla, A-flokkur kvenna og B-flokkarnir mega ekki blandast á brautinni þannig að keppendur í ólíkum flokkum séu að "drafta" hvorir annan. Allir í B-flokki mega "drafta" hvort annað að vild, óháð kyni og aldursflokki.

Það er okkur gleðiefni að tilkynna að við fáum einstefnuna eins og í fyrra frá Arnarfelli að Silfru.

Til að auka öryggi og minnka umferðaröngþveiti í endaspretti hjá keppendum höfum við jafnframt ákveðið að færa rás- og endamark niður á þann vegkafla þar sem einstefnan er ennþá í gildi (sjá mynd). Það verður við fyrsta bílastæði áður en komið er að kröppu beyjunni hjá Silfru. Þjóðgarðsvörður hefur bent okkur á að nota rúmgott bílastæði við Valhöll (þar sem hótelið stóð). Þar er reyndar engin salernisaðstaða, en keppendum er bent á aðstöðuna við tjaldsvæðin nálægt Þjónustumiðstöðinni.

Vegna þess hve lítið pláss við höfum til að athafna okkur við rás- og endamark, eru keppendur vinsamlegast beðnir um að dvelja þar ekki eftir að komið er í mark, heldur renna beinustu leið á bílastæðið við Valhöll þar sem verðlaunaafhendingin mun fara fram.

Síðast breytt þann 30. May 2014 kl: 20:43 af

Ummæli

Aðrar fréttir

Hjólreiðamaður í bráðabirgðabann frá æfingum og keppni

22 October kl: 16:39

Þorsteinn Bárðarson hjólreiðamaður innan vébanda Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) hefur veri&e

Íslandsmótið í Cyclocross 2025-2026

18 October kl: 21:05

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2025-2026 við Gufunesbæ, Reykjavík.

Lokahóf Víkinni 8. nóvember

6 October kl: 12:51

Laugardaginn 8. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,

Heimsmeistaramótið í Malarhjólreiðum 2025

3 October kl: 10:58

Fjórða heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum fer fram í Suður-Limburg í Hollandi dagana 11.og 12. ok

Hæfileikabúðir HRÍ 2025 Ísafirði

9 September kl: 11:30

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir efnilegasta h

Norðurlandameistaramóti í keppnis-BMX hjólreiðum

5 September kl: 22:41

Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu &iacu

Hæfileikabúðir HRÍ Ísafirði

1 September kl: 23:09

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7.

Heimsmeistaramót í Enduro fjallahjólreiðum

1 September kl: 13:37

Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

28 August kl: 12:47

Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou

Íslandsmeistarar ársins 2025

26 August kl: 12:04

Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th

Íslandsmótið í Criterium 2025

21 August kl: 23:12

Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

16 August kl: 23:12

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í

Íslandsmót í Fjallabruni 2025

21 July kl: 13:24

Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak

Íslandsmót í Enduro 2025

20 July kl: 22:39

Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri

Íslandsmeistaramótið í Malarhjólreiðum

20 July kl: 20:56

Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v