Hjólað í vinnuna hefst 7. maí
5 May kl: 15:27Skráning í Hjólað í vinnuna er í fullum gangi en keppnin hefst svo formlega miðvikudaginn 7. maí.
30.05 2014 00:00
|
Þingvallakeppnin í ár verður með svipuðu móti og í fyrra, en samt verða nokkrar breytingar sem eru til bóta fyrir öryggi keppenda.
Ræsing hefst kl. 8:30 með A-flokki karla (Meistaraflokkur), þeir hjóla 4 hringi. 2 mínútum síðar er A-flokkur kvenna (Meistaraflokkur) ræstur út, en sá flokkur hjólar 3 hringi. 2 mínútum á eftir þeim er allur B-flokkurinn ræstur út. B-flokkur karla hjólar 3 hringi, en aðrir í B-flokki hjóla 2 hringi. Þessir þrír ráshópar: A-flokkur karla, A-flokkur kvenna og B-flokkarnir mega ekki blandast á brautinni þannig að keppendur í ólíkum flokkum séu að "drafta" hvorir annan. Allir í B-flokki mega "drafta" hvort annað að vild, óháð kyni og aldursflokki.
Það er okkur gleðiefni að tilkynna að við fáum einstefnuna eins og í fyrra frá Arnarfelli að Silfru.
Til að auka öryggi og minnka umferðaröngþveiti í endaspretti hjá keppendum höfum við jafnframt ákveðið að færa rás- og endamark niður á þann vegkafla þar sem einstefnan er ennþá í gildi (sjá mynd). Það verður við fyrsta bílastæði áður en komið er að kröppu beyjunni hjá Silfru. Þjóðgarðsvörður hefur bent okkur á að nota rúmgott bílastæði við Valhöll (þar sem hótelið stóð). Þar er reyndar engin salernisaðstaða, en keppendum er bent á aðstöðuna við tjaldsvæðin nálægt Þjónustumiðstöðinni.
Vegna þess hve lítið pláss við höfum til að athafna okkur við rás- og endamark, eru keppendur vinsamlegast beðnir um að dvelja þar ekki eftir að komið er í mark, heldur renna beinustu leið á bílastæðið við Valhöll þar sem verðlaunaafhendingin mun fara fram.
Síðast breytt þann 30. May 2014 kl: 20:43 af
Skráning í Hjólað í vinnuna er í fullum gangi en keppnin hefst svo formlega miðvikudaginn 7. maí.
Hjólreiðasamband Íslands hefur ákveðið að senda eftirfarandi keppendur til að taka þátt fyrir Ís
Dagana 19. til 21. apríl n.k fer fram í norður Danmörku þrjár götuhjólakeppnir sem saman kallast - 3 dage i N
Hér má líta uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með f
Þann 30. apríl næstkomandi klukkan 18:00 á 3. hæð í ÍSÍ heldur Íþróttamannanefnd
Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni
Hjólreiðasambandinu var að berast tilkynning frá framkvæmdaraðila jarðvinnu fyrir Fossvogsbrúnna. En jarð
Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia
Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00
Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &
Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að
Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú
Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá
Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið
Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu