Þingvallakeppnin

30.05 2014 00:00 | ummæli

Þingvallakeppnin

Þingvallakeppnin í ár verður með svipuðu móti og í fyrra, en samt verða nokkrar breytingar sem eru til bóta fyrir öryggi keppenda.

Ræsing hefst kl. 8:30 með A-flokki karla (Meistaraflokkur), þeir hjóla 4 hringi. 2 mínútum síðar er A-flokkur kvenna (Meistaraflokkur) ræstur út, en sá flokkur hjólar 3 hringi. 2 mínútum á eftir þeim er allur B-flokkurinn ræstur út. B-flokkur karla hjólar 3 hringi, en aðrir í B-flokki hjóla 2 hringi. Þessir þrír ráshópar: A-flokkur karla, A-flokkur kvenna og B-flokkarnir mega ekki blandast á brautinni þannig að keppendur í ólíkum flokkum séu að "drafta" hvorir annan. Allir í B-flokki mega "drafta" hvort annað að vild, óháð kyni og aldursflokki.

Það er okkur gleðiefni að tilkynna að við fáum einstefnuna eins og í fyrra frá Arnarfelli að Silfru.

Til að auka öryggi og minnka umferðaröngþveiti í endaspretti hjá keppendum höfum við jafnframt ákveðið að færa rás- og endamark niður á þann vegkafla þar sem einstefnan er ennþá í gildi (sjá mynd). Það verður við fyrsta bílastæði áður en komið er að kröppu beyjunni hjá Silfru. Þjóðgarðsvörður hefur bent okkur á að nota rúmgott bílastæði við Valhöll (þar sem hótelið stóð). Þar er reyndar engin salernisaðstaða, en keppendum er bent á aðstöðuna við tjaldsvæðin nálægt Þjónustumiðstöðinni.

Vegna þess hve lítið pláss við höfum til að athafna okkur við rás- og endamark, eru keppendur vinsamlegast beðnir um að dvelja þar ekki eftir að komið er í mark, heldur renna beinustu leið á bílastæðið við Valhöll þar sem verðlaunaafhendingin mun fara fram.

Síðast breytt þann 30. May 2014 kl: 20:43 af

Ummæli

Aðrar fréttir

Hjólreiðaþing 2025

2 March kl: 23:25

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia

Boðað er til Hjólreiðaþings 2025

28 February kl: 10:29

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00

Íslandsmót í e-hjólreiðum 2025

27 February kl: 16:06

Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &

UCI Level 2 þjálfunarnámskeið

24 February kl: 21:32

Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að

Bikar- og Íslandsmeistaramót á Zwift 2025

10 February kl: 11:17

Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú

Ráðning Landsliðsþjálfara

6 February kl: 17:36

Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá

Fjölgun þjálfara - UCI þjálfaranámskeiðin

13 January kl: 14:20

Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið

Mótaskrá fyrir 2025 - önnur drög

9 January kl: 14:29

Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu

Íþróttafólk ársins 2024 verðlaunað

7 January kl: 10:22

Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ

Sjálfboðaliði ársins 2024

4 January kl: 15:57

Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. E

Tilkynning um úrslit Gullhjálmsins

2 January kl: 13:14

Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að til

Kosning Gullhjálmsins 2024

22 December kl: 18:10

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h

Gullhjálmurinn 2024

12 December kl: 17:09

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h

Dagur Sjálfboðaliðans. Kosning Íþróttaeldhuga ársins

3 December kl: 13:17

Störf sjálfboðaliða í íþróttinni okkar verða seint metin að fullu. En Hjólreiðasambandið

Drög að mótaskrá fyrir 2025

29 November kl: 14:24

Fyrstu drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ eru hér komin, með fyrirvara um hugsanlegar