EM í götuhjólreiðum 2023 - Elite kvenna keppnin

23.09 2023 17:44 | ummæli

EM í götuhjólreiðum 2023 - Elite kvenna keppnin

Í dag á EM í Drenthe fór fram götuhjólakeppnin í Elite flokki kvenna. Þær Kristín Edda Sveinsdóttir (HFR) og Hafdís Sigurðardóttir (HFA) voru mættar til Meppel þaðan sem þær lögðu af stað sem leið lá til Col du Vam, samtals 129,6 km. leið (59,3 km. + 5x 13,7 km. hringir í Col du Vam).

Eftir u.þ.b. 20 km. misstu þær af stóra hópnum. En sameiginlega og með samvinnu 5 annarra keppenda ásamt því að nýta sér skjól af bílalestinni tókst þeim að ná aftur inn í hópinn. Eftir um 55 km. lenti Hafdís í lítilsháttar árekstri en hún náði aftur að koma sér í hópinn. Þar héldu þær sér alla leiðinna til Col du Vam. Báðar kláruðu þær um 2 hringi áður en þeim var flaggað úr braut. Hjóluðu þær því um samtals 85 til 90 km. í dag. 

Hafdís sagðist vera heilt yfir nokkuð sátt með dagsverkið þó auðvitað hafi henni langað að komast aðeins lengra. Kristín Edda sagði upplifunina hafa verið "geggjaða" og að hún væri "ógeðslega sátt" þar sem hennar markmið hafi verið að komast inn á hringina í Col du Vam.

Úrslit dagsins má sjá á www.uec.ch


Á morgun er lokadagur Evrópumótsins í götuhjólreiðum. En þá fer fram keppni Elite karla þar sem Ingvar Ómarsson tekur þátt. Hefst hún klukkan 10.30 að íslenskum tíma.

Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu m.a. á GCN+ og Eurosport.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 23. September 2023 kl: 20:00 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Tour de Feminin 2024

22 May kl: 16:46

Dagana 23. til 26. maí fer fram 35 útgáfan af Tour de Feminin í norður Tékklandi.

Hæfileikabúðir HRÍ 2024

26 April kl: 22:40

Landsliðs- og afreksnefnd Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjó

Hæfileikabúðir HRÍ - fyrsti dagur

25 April kl: 11:08

Í dag komu saman um 30 ungir hjólarar til að taka þátt í hinum árlegu Hæfileikabúðum

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 25.–27. apríl 2024

22 April kl: 14:07

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjó

Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun

15 April kl: 17:51

Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni 28 aðila víðs vegar um Evrópu. Markið verkefnisins er að finna öruggar og

Norðurlandamótið 2024 í Gravel - Eistlandi og Litháen.

8 April kl: 13:36

Norðurlandamótið 2024 í Gravel fer fram í Eistlandi og Litháen þann 8. júní n.k.

Evrópusambandið horfir til hjólreiða sem framtíðar ferðamáta

4 April kl: 12:18

Í gær skrifaði Evrópusambandið undir yfirlýsingu sem nefnd hefur verið "European Declaration on Cycling". Me

Hjólreiðaþing 2024

6 March kl: 13:32

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 2. mars 2024 s.l. í fundarsal Í

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28 February kl: 13:22

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

27 February kl: 23:04

Hjólreiðasamband Íslands boðar til áhugaverðs fræðslufundar þann 7. mars n.k. í fundarsal Í&th

Nýir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

25 February kl: 23:45

Laugardaginn 24. febrúar s.l. fór fram fyrsta formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum í Zwift heimum.

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

21 February kl: 12:36

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsta formlega Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum.

Mótaskrá 2024 - uppfært

24 January kl: 17:22

Hér eru svo önnur drög að mótaskrá sumarsins 2024 frá Mótanefnd HRÍ komin. Aftur með fyrirva

Þolprófsmælingar Úrvalshóps HRÍ

13 January kl: 20:37

Í dag fóru fram þolprófsmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands &ia

Styrktar- og liðleiksmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands

12 January kl: 14:42

Í dag fóru fram yfirgripsmiklar styrktar- og liðleiksmælingar í rannsóknarsetri íþrótta- og heilsuv