Íslandsmeistarmót í götuhjólreiðum og Jökulmílan

1.07 2017 00:00 | ummæli

Íslandsmeistarmót í götuhjólreiðum og Jökulmílan

Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum verður haldið samhliða Jökulmílunni 1. júlí 2017.

Ræsingu í almenningsviðburði Jökulmílunnar og Íslandsmeistaramóti verður háttað sem hér er tíundað:

Jökulmílan - almenningsviðburður
Lengd brautar:161 km.

Hópræsing kl. 10:00. Rangsælis hringur um Snæfellsnes sem hefst í Grundarfirði. Hjólað er vestur fyrir Jökul, til baka um Vegamót og Vatnaleið. Skipulagðar drykkjarstöðvar á vegum mótshaldara verða við Kothraun (eftir 53 km), Búðir (eftir 85 km), Vegamótum (eftir 124 km) og við Bjarnarhöfn (eftir 143 km).. Athugið að krókurinn niður að Rifi verður ekki hluti leiðarinnar í Jökulmílunni í ár.

Hálf Jökulmíla - almenningsviðburður
Hópræsing kl. 11:00. Ræst frá Grundarfirði, hjólað austur í Stykkishólm og til baka. Drykkjarstöð verður í Stykkishólmi (eftir 39 km).

Míluspretturinn - krakkaþraut á Mílukarlinum
Hópræsing kl. 13:00. Mílukarlinn er útpæld braut um götur Grundarfjarðar og lítur hún út ofan frá eins og karl með ýktan hökutopp. Brautin er ein míla að lengd (1,6 km.). Börn fædd á árunum 2001 - 2011 hjóla mis marga hringi.


ÍSLANDSMEISTARAMÓT 2017

Lengd brautar:78 - 161 km.

UCI Elite karlar: 161 km, ræsing kl. 11:45. Rangsælis hringur um Snæfellsnes sem hefst í Grundarfirði. Hjólað er vestur fyrir Jökul, til baka um Vegamót og Vatnaleið. Drykkjarstöð verður við Búðir (eftir 85 km). Athugið að krókurinn niður að Rifi verður ekki hluti leiðarinnar í Jökulmílunni í ár.

UCI Elite konur: 101 km, ræsing kl. 12:30. Ræst frá Grundarfirði og hjólaðir um 12 km vestur uppí Búlandshöfða hvar snúið verður við á keilu. Farið til baka í gegnum Grundarfjörð og síðan hjóluð Hálf Jökulmíla austur í Stykkishólm og til baka í Grundarfjörð. Drykkjarstöð verður í Stykkishólmi (eftir 51 km).


UCI Junior: Hálf Jökulmíla, 78 km, ræsing kl. 11:00. Ræst frá Grundarfirði samtímis ræsingu í Hálfu Jökulmíluna - almenningsviðburð. Hjólað austur í Stykkishólm og til baka. Drykkjarstöð verður í Stykkishólmi (eftir 39 km).

Örn Sigurðsson

Síðast breytt þann 13. June 2017 kl: 17:04 af Örn Sigurðsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Hjólreiðaþing 2024

6 March kl: 13:32

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 2. mars 2024 s.l. í fundarsal Í

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28 February kl: 13:22

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

27 February kl: 23:04

Hjólreiðasamband Íslands boðar til áhugaverðs fræðslufundar þann 7. mars n.k. í fundarsal Í&th

Nýjir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

25 February kl: 23:45

Laugardaginn 24. febrúar s.l. fór fram fyrsta formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum í Zwift heimum.

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

21 February kl: 12:36

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsta formlega Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum.

Mótaskrá 2024 - uppfært

24 January kl: 17:22

Hér eru svo önnur drög að mótaskrá sumarsins 2024 frá Mótanefnd HRÍ komin. Aftur með fyrirva

Þolprófsmælingar Úrvalshóps HRÍ

13 January kl: 20:37

Í dag fóru fram þolprófsmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands &ia

Styrktar- og liðleiksmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands

12 January kl: 14:42

Í dag fóru fram yfirgripsmiklar styrktar- og liðleiksmælingar í rannsóknarsetri íþrótta- og heilsuv

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands

3 January kl: 14:42

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands fór fram í fundarsal Íþ

Afreksbúðir úrvalshóps HRÍ í janúar 2024

25 December kl: 22:30

Í byrjun janúar mun Hjólreiðasambandi Íslands (HRÍ) í samvinnu við rannsóknarstofu Menntavísi

Dagur sjálfboðaliðans 5. desember

30 November kl: 08:35

Í tilefni af degi sjálfboðaliðans þann 5. desember n.k. munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboð

Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands 2023

5 November kl: 15:24

Í gær var Pálmari Kristmundssyni veitt Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands. Pálmar er menntaður arki

Hjólreiðafólk ársins 2023 og Lokahóf

5 November kl: 00:01

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Vonarsal SÁÁ í dag. Allir bikarmeistar

Lokahóf HRÍ 2023

3 November kl: 11:44

Á morgun í Vonarsal SÁÁ sem staðsett er í Efstaleiti 7, verður lokahóf Hjólreiðasambands Í

Cyclo-cross æfingabúðir UCI

11 October kl: 12:19

Þessa dagana eru 4 ungir hjólarar í Cyclo-cross æfingabúðum í  höfuðstöðvum Alþj&oac