Hjólreiðafólk Ársins 2025
31 December kl: 11:58Hjólreiðafólk Ársins 2025 Í lokahófi HRÍ sem haldið var í nóvember s.l. var kosning
1.07 2017 00:00
|
Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum verður haldið samhliða Jökulmílunni 1. júlí 2017.
Ræsingu í almenningsviðburði Jökulmílunnar og Íslandsmeistaramóti verður háttað sem hér er tíundað:
Jökulmílan - almenningsviðburður
Lengd brautar:161 km.
Hópræsing kl. 10:00. Rangsælis hringur um Snæfellsnes sem hefst í Grundarfirði. Hjólað er vestur fyrir Jökul, til baka um Vegamót og Vatnaleið. Skipulagðar drykkjarstöðvar á vegum mótshaldara verða við Kothraun (eftir 53 km), Búðir (eftir 85 km), Vegamótum (eftir 124 km) og við Bjarnarhöfn (eftir 143 km).. Athugið að krókurinn niður að Rifi verður ekki hluti leiðarinnar í Jökulmílunni í ár.
Hálf Jökulmíla - almenningsviðburður
Hópræsing kl. 11:00. Ræst frá Grundarfirði, hjólað austur í Stykkishólm og til baka. Drykkjarstöð verður í Stykkishólmi (eftir 39 km).
Míluspretturinn - krakkaþraut á Mílukarlinum
Hópræsing kl. 13:00. Mílukarlinn er útpæld braut um götur Grundarfjarðar og lítur hún út ofan frá eins og karl með ýktan hökutopp. Brautin er ein míla að lengd (1,6 km.). Börn fædd á árunum 2001 - 2011 hjóla mis marga hringi.
ÍSLANDSMEISTARAMÓT 2017
Lengd brautar:78 - 161 km.
UCI Elite karlar: 161 km, ræsing kl. 11:45. Rangsælis hringur um Snæfellsnes sem hefst í Grundarfirði. Hjólað er vestur fyrir Jökul, til baka um Vegamót og Vatnaleið. Drykkjarstöð verður við Búðir (eftir 85 km). Athugið að krókurinn niður að Rifi verður ekki hluti leiðarinnar í Jökulmílunni í ár.
UCI Elite konur: 101 km, ræsing kl. 12:30. Ræst frá Grundarfirði og hjólaðir um 12 km vestur uppí Búlandshöfða hvar snúið verður við á keilu. Farið til baka í gegnum Grundarfjörð og síðan hjóluð Hálf Jökulmíla austur í Stykkishólm og til baka í Grundarfjörð. Drykkjarstöð verður í Stykkishólmi (eftir 51 km).
UCI Junior: Hálf Jökulmíla, 78 km, ræsing kl. 11:00. Ræst frá Grundarfirði samtímis ræsingu í Hálfu Jökulmíluna - almenningsviðburð. Hjólað austur í Stykkishólm og til baka. Drykkjarstöð verður í Stykkishólmi (eftir 39 km).
Örn Sigurðsson
Síðast breytt þann 13. June 2017 kl: 17:04 af Örn Sigurðsson
Hjólreiðafólk Ársins 2025 Í lokahófi HRÍ sem haldið var í nóvember s.l. var kosning
Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands hafa nú opnað fyrir tilnefningar vegna Gullhjálmsins 2025. Öllum
Ný afrekstefna fyrir 2024 - 2028 hefur verið birt á síðu HRÍ
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynntu s.l. mánudag Launasjóð íþróttaf
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Lottó hvetja til tilnefninga á „Íþrótt
Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) tekur úrskurð Lyfjaeftirlits Íslands mjög alvarlega. Brot gegn lyfjareglu
Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í dag. Allir bikarmeistarar &aa
Þorsteinn Bárðarson hjólreiðamaður innan vébanda Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) hefur veri&e
Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2025-2026 við Gufunesbæ, Reykjavík.
Laugardaginn 8. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,
Fjórða heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum fer fram í Suður-Limburg í Hollandi dagana 11.og 12. ok
Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir efnilegasta h
Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu &iacu
Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7.
Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais