Norðurlandamót í götuhjólreiðum
28 August kl: 12:47Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou
24.08 2014 23:29
|
Aðstæður voru meira krefjandi í Hvalfirðinum í dag, í samanburði við aðstæður á Reykjanesi í blíðviðrinu í gær.
Fimm keppendur í karlaflokki tóku forystu snemma í keppninni, þeir Hafsteinn Ægir, bræðurnir Ingvar og Óskar, auk Helga Páls og Bjarna Garðars. Þeir héldu hópinn allt þar til innan við kílómeter var eftir í endamarkið. Fór svo að Ingvar hafði góðan sigur í endaspretti við keppinauta sína, Hafsteinn varð í öðru sæti og Helgi Páll í því þriðja. Óskar, sem hafði 15 sekúndna forskot á aðra keppendur í heildarkeppninni fyrir síðustu dagleið missti 14 sekúndur á hina fjóra og mátti því ekki tæpara standa að hann missti af sigri í heildarkeppninni.
Fjórar konur tóku þátt í þessari dagleið Landskeppninnar. Corinna leiddi keppnina lengi framan af, en góð samvinna systranna Sigrúnar og Vigdísar Hallgrímsdætra gerði þeim kleyft að saxa á forskot Corinnar og fara fram úr. Vigdís hafði betur í endaspretti og kom 19 sekúndum á undan systur sinni í mark.
Hjólamenn þakka öllum keppendum fyrir skemmtilega helgi og frábæra keppni, þar sem einungis fimm sekúndur skildu að fyrsta þrjá í heildarkeppni í opnum flokki karla. Viðureignin var lifandi og er liðstaktík greinilega farin að spila stærra hlutverk í hjólreiðakeppnum hér á landi. Það hljóta að teljast merki þess að sportið sé að þroskast og því ber að fagna.
Að lokinni verðlaunaafhendingu tilkynnti stjórn Hjólamanna að þeir hafi nú ákveðið að sleppa takinu á Landskeppninni og mun hún því ekki vera á keppnisdagskrá Hjólreiðasambandsins á næsta ári. Hún var upphaflega hugsuð sem landskeppni Íslands og Færeyja. Undanfarin ár hafa Færeyjingar verið afskaplega duglegir að heimsækja okkur til að taka þátt í keppninni, en Íslendingar ekki verið eins duglegir að heimsækja Færeyjar til að taka þátt í Færeyjatúrnum. Eftir vel heppnaðan fimm daga Færeyjatúr fyrr í sumar er skiljanlegt að þeim hafi ekki þótt eins eftirsóknarvert að taka þátt í tiltölulega litlum þriggja daga viðburði á Íslandi. Í kjölfar þessarar tilkynningar var orðið gefið frjálst og það rætt hvernig rækta mætti samband okkar við Færeyingana samhliða því að búa til enn stærri viðburð en þann sem Landskeppnin var. Svo það geti orðið, þurfa hjólreiðafélögin á landinu að sameinast um það verkefni. Það verður að teljast nokkuð spennandi verkefni.
Hér eru úrslit 3. umferðar Landskeppninnar: http://hjolamot.is/keppni/61
Hér eru úrslit í heildarkeppninni: http://hjolamot.is/motaradir/11/A/Karl
Hér eru myndir sem voru teknar í Landskeppninni í ár: https://www.flickr.com/photos/hjolamenn/sets/72157646104937279/
Síðast breytt þann 25. August 2014 kl: 00:03 af
Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou
Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th
Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir
Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í
Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak
Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri
Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v
Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í N
Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við Alþjóða hjólreið
Lyfjaeftirlits Íslands kynna nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró
Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy
Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akurey
Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hó
Íslandsmót í Tímatöku (TT) fór fram í kvöld í Hvalfirðinum. Mótið var haldi&et
Þann 16. ágúst verður Norðurlandamótið í malarhjólreiðum haldið í Halmst