Reiðhjól í umferð

13.04 2021 13:15 | ummæli

Í ljósi umræðunnar að undanförnu varðandi umferð hjólandi á götum úti langar Hjólreiðasambandi Íslands að árétta eftirfarandi sem fram kemur í umferðalögum:

  • Reiðhjól eru ökutæki og skulu að jafnaði vera eins langt til hægri og unnt er þegar hjólað er á vegi
  • Reiðhjól skal ekki tefja umferð að óþörfu
  • Lágmarksbil milli bíls og reiðhjóls skal vega 1,5 metri þegar tekið er fram úr.
  • Ökutæki skal aka nægilega hægt miðað við aðstæður þegar það nálgast reiðhjól
  • Hjólreiðamanni er heimilt að hjóla á miðri akrein enda gæti hann fyllsta öryggis þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30km/klst.
  • Hjólreiðamaður skal að öllu jöfnu taka víkjandi stöðu þegar hjólað er á akrein en ef hjólreiðamaður telur hins vegar að hætta geti skapast við framúrakstur t.d. bifreiða getur borgað sig að taka svonefnda ríkjandi stöðu.

Hér að neðan er svo vísað í þær lagagreinar sem um ræðir.

Í 3. gr. umferðarlaganna segir að reiðhjól séu ökutæki og í 18. gr. segir hvar aka skuli á vegi, að jafnaði eins langt til hægri eins og unnt er með tilliti til annarrar umferðar og aðstæðna að öðru leyti.

Í 4. gr. umferðarlaganna er tekið fram að ekki megi trufla eða tefja umferð að óþörfu. Hjólreiðamenn mega því ekki frekar en aðrir vegfarendur tefja umferð komist þeir hjá því.

Í 23. gr. umferðarlaganna er tekið fram að lágmarksbil milli bíls og reiðhjóls skuli vera 1,5 metrar sé ekið fram úr reiðhjóli.

36. gr. umferðarlaganna segir að sérstök skylda hvíli á ökumanni að aka nægilega hægt miðað við aðstæður þegar ökutæki nálgast reiðhjól á eða við veg.

Úr 42. gr. umferðarlaga sem er um sérreglur fyrir reiðhjól:

„Hjólreiðamaður skal að jafnaði hjóla í akstursstefnu á hjólastíg eða hjólarein eða hægra megin á akrein þeirri sem lengst er til hægri á akbraut sem er ætluð almennri umferð.“

43. gr. er um undanþágur fyrir hjólreiðamenn, þar kemur fram að heimilt sé að hjóla á gangstétt, göngustíg eða göngugötu enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Þar segir einnig að hjólreiðamanni sé heimilt að hjóla á miðri akrein enda gæti hann fyllsta öryggis og haldi hæfilegum hraða þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km/klst.

 

Á vef Samgöngustofu eru að finna upplýsingar um þessi mál og myndband Samgöngustofu frá 2014 sem er að finna á Youtube, sett inn af LRH:

Hjólað á akbraut - YouTube

Þar kemur m.a. fram:

„Yfirleitt er öruggara að hjólað sé á akbrautum svo lengi sem þar er ekki hröð og mikil umferð“

„Þegar hjólað er á akbraut skal hjólað hægra megin á akrein þeirri akrein sem lengst er til hægri. Við þessar aðstæður er hjólreiðamaður í víkjandi stöðu og önnur umferð á auðvelt með framúrakstur“

„Ef hjólreiðamaður telur hins vegar að hætta geti skapast við framúrakstur t.d. bifreiða getur borgað sig að taka svonefnda ríkjandi stöðu. Þetta á helst við í þröngum götum, í beygjum, í hringtorgum, þar sem hjólað er fram úr kyrrstæðum bílum og við gatnamót.“

Þetta myndband var gert í gildistíð eldri umferðarlaga.  Ríkjandi og víkjandi staða er eitthvað sem hjólreiðamenn hafa verið að tileinka sér og Samgöngustofa hefur einnig verið að kynna. Hjólreiðamenn eiga skv. þessu að jafnaði að vera í víkjandi stöðu en taka ríkjandi stöðu þegar það er nauðsynlegt vegna öryggis þeirra.

 

Elsa Gunnarsdóttir

Ummæli

Aðrar fréttir

Íþróttafólk ársins 2025 verðlaunað

4 January kl: 17:54

Í gærkvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ

Kosning Gullhjálmurinn 2025

2 January kl: 11:43

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband Íslands hafa nú opnað fyrir

Hjólreiðafólk Ársins 2025

31 December kl: 11:58

Hjólreiðafólk Ársins 2025 Í lokahófi HRÍ sem haldið var í nóvember s.l. var kosning

Gullhjálmurinn 2025 - tilnefningar

26 December kl: 23:43

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands hafa nú opnað fyrir tilnefningar vegna Gullhjálmsins 2025. Öllum

Afrekstefna HRÍ 2024 - 2028

16 December kl: 13:40

Ný afrekstefna fyrir 2024 - 2028 hefur verið birt á síðu HRÍ

Launasjóður íþróttafólks tilkynntur

4 December kl: 09:00

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynntu s.l. mánudag Launasjóð íþróttaf

Íþróttaeldhugi ársins 2025

24 November kl: 16:03

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Lottó hvetja til tilnefninga á „Íþrótt

Yfirlýsing HRÍ vegna úrskurðar Lyfjaeftirlits Íslands

23 November kl: 22:01

Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) tekur úrskurð Lyfjaeftirlits Íslands mjög alvarlega. Brot gegn lyfjareglu

Hjólreiðafólk ársins 2025 og lokahóf

8 November kl: 22:05

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í dag. Allir bikarmeistarar &aa

Hjólreiðamaður í bráðabirgðabann frá æfingum og keppni

22 October kl: 16:39

Þorsteinn Bárðarson hjólreiðamaður innan vébanda Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) hefur veri&e

Íslandsmótið í Cyclocross 2025-2026

18 October kl: 21:05

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2025-2026 við Gufunesbæ, Reykjavík.

Lokahóf Víkinni 8. nóvember

6 October kl: 12:51

Laugardaginn 8. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,

Heimsmeistaramótið í Malarhjólreiðum 2025

3 October kl: 10:58

Fjórða heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum fer fram í Suður-Limburg í Hollandi dagana 11.og 12. ok

Hæfileikabúðir HRÍ 2025 Ísafirði

9 September kl: 11:30

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir efnilegasta h

Norðurlandameistaramóti í keppnis-BMX hjólreiðum

5 September kl: 22:41

Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu &iacu