Reiðhjól í umferð

13.04 2021 13:15 | ummæli

Í ljósi umræðunnar að undanförnu varðandi umferð hjólandi á götum úti langar Hjólreiðasambandi Íslands að árétta eftirfarandi sem fram kemur í umferðalögum:

  • Reiðhjól eru ökutæki og skulu að jafnaði vera eins langt til hægri og unnt er þegar hjólað er á vegi
  • Reiðhjól skal ekki tefja umferð að óþörfu
  • Lágmarksbil milli bíls og reiðhjóls skal vega 1,5 metri þegar tekið er fram úr.
  • Ökutæki skal aka nægilega hægt miðað við aðstæður þegar það nálgast reiðhjól
  • Hjólreiðamanni er heimilt að hjóla á miðri akrein enda gæti hann fyllsta öryggis þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30km/klst.
  • Hjólreiðamaður skal að öllu jöfnu taka víkjandi stöðu þegar hjólað er á akrein en ef hjólreiðamaður telur hins vegar að hætta geti skapast við framúrakstur t.d. bifreiða getur borgað sig að taka svonefnda ríkjandi stöðu.

Hér að neðan er svo vísað í þær lagagreinar sem um ræðir.

Í 3. gr. umferðarlaganna segir að reiðhjól séu ökutæki og í 18. gr. segir hvar aka skuli á vegi, að jafnaði eins langt til hægri eins og unnt er með tilliti til annarrar umferðar og aðstæðna að öðru leyti.

Í 4. gr. umferðarlaganna er tekið fram að ekki megi trufla eða tefja umferð að óþörfu. Hjólreiðamenn mega því ekki frekar en aðrir vegfarendur tefja umferð komist þeir hjá því.

Í 23. gr. umferðarlaganna er tekið fram að lágmarksbil milli bíls og reiðhjóls skuli vera 1,5 metrar sé ekið fram úr reiðhjóli.

36. gr. umferðarlaganna segir að sérstök skylda hvíli á ökumanni að aka nægilega hægt miðað við aðstæður þegar ökutæki nálgast reiðhjól á eða við veg.

Úr 42. gr. umferðarlaga sem er um sérreglur fyrir reiðhjól:

„Hjólreiðamaður skal að jafnaði hjóla í akstursstefnu á hjólastíg eða hjólarein eða hægra megin á akrein þeirri sem lengst er til hægri á akbraut sem er ætluð almennri umferð.“

43. gr. er um undanþágur fyrir hjólreiðamenn, þar kemur fram að heimilt sé að hjóla á gangstétt, göngustíg eða göngugötu enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Þar segir einnig að hjólreiðamanni sé heimilt að hjóla á miðri akrein enda gæti hann fyllsta öryggis og haldi hæfilegum hraða þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km/klst.

 

Á vef Samgöngustofu eru að finna upplýsingar um þessi mál og myndband Samgöngustofu frá 2014 sem er að finna á Youtube, sett inn af LRH:

Hjólað á akbraut - YouTube

Þar kemur m.a. fram:

„Yfirleitt er öruggara að hjólað sé á akbrautum svo lengi sem þar er ekki hröð og mikil umferð“

„Þegar hjólað er á akbraut skal hjólað hægra megin á akrein þeirri akrein sem lengst er til hægri. Við þessar aðstæður er hjólreiðamaður í víkjandi stöðu og önnur umferð á auðvelt með framúrakstur“

„Ef hjólreiðamaður telur hins vegar að hætta geti skapast við framúrakstur t.d. bifreiða getur borgað sig að taka svonefnda ríkjandi stöðu. Þetta á helst við í þröngum götum, í beygjum, í hringtorgum, þar sem hjólað er fram úr kyrrstæðum bílum og við gatnamót.“

Þetta myndband var gert í gildistíð eldri umferðarlaga.  Ríkjandi og víkjandi staða er eitthvað sem hjólreiðamenn hafa verið að tileinka sér og Samgöngustofa hefur einnig verið að kynna. Hjólreiðamenn eiga skv. þessu að jafnaði að vera í víkjandi stöðu en taka ríkjandi stöðu þegar það er nauðsynlegt vegna öryggis þeirra.

 

Elsa Gunnarsdóttir

Ummæli

Aðrar fréttir

Hjólað í vinnuna hefst 7. maí

5 May kl: 15:27

Skráning í Hjólað í vinnuna er í fullum gangi en keppnin hefst svo formlega miðvikudaginn 7. maí.

Landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum

24 April kl: 17:55

Hjólreiðasamband Íslands hefur ákveðið að senda eftirfarandi keppendur til að taka þátt fyrir Ís

3 dage i Nord19. til 21. apríl

15 April kl: 13:47

Dagana 19. til 21. apríl n.k fer fram í norður Danmörku þrjár götuhjólakeppnir sem saman kallast - 3 dage i N

Mótaskrá fyrir 2025 - þriðju drög

8 April kl: 15:13

Hér má líta uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með f

Kosningafundur Íþróttamannanefndar 2025

4 April kl: 11:47

Þann 30. apríl næstkomandi klukkan 18:00 á 3. hæð í ÍSÍ heldur Íþróttamannanefnd

Æfinga- og undirbúningsferð á Calpe

31 March kl: 16:13

Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni

Jarðvinna fyrir Fossvogsbrú að hefjast

19 March kl: 13:25

Hjólreiðasambandinu var að berast tilkynning frá framkvæmdaraðila jarðvinnu fyrir Fossvogsbrúnna. En jarð

Hjólreiðaþing 2025

2 March kl: 23:25

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia

Boðað er til Hjólreiðaþings 2025

28 February kl: 10:29

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00

Íslandsmót í e-hjólreiðum 2025

27 February kl: 16:06

Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &

UCI Level 2 þjálfunarnámskeið

24 February kl: 21:32

Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að

Bikar- og Íslandsmeistaramót á Zwift 2025

10 February kl: 11:17

Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú

Ráðning Landsliðsþjálfara

6 February kl: 17:36

Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá

Fjölgun þjálfara - UCI þjálfaranámskeiðin

13 January kl: 14:20

Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið

Mótaskrá fyrir 2025 - önnur drög

9 January kl: 14:29

Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu