Tímatökukeppni Evrópumótsins U23 í Anadia, Portúgal

7.07 2022 17:42 | ummæli

Tímatökukeppni Evrópumótsins U23 í Anadia, Portúgal

Nú rétt í þessu var Eyþór Eiríksson að koma í mark í tímatökukeppni Evrópumótsins í götuhjólreiðum (U23) sem fer þessa dagana fram í Anadia, Portúgal.

Í samtali við fréttaritara Hjólreiðasambandsins sagðist Eyþór vera nokkuð sáttur með frammistöðu sína í dag. 
Brautin hafi verið skemmtileg og hröð með mjög tæknilegum köflum inn á milli, sérstaklega hafi verið nokkrir varhugaverðir kaflar í beygjum við hringtorg þar sem sandur hafi verið á brautinni. 

Mikill hiti er í Portúgal núna og var 37°C hiti þegar Eyþór atti kappi við tímann í Anadía nú rétt áðan. Til gamans má geta þess að í seinasta móti sem Eyþór tók þátt í, Íslandsmótinu á Mývatni 25. júní s.l. var hitastigið um 2°C.

Næst á dagskrá er svo götuhjólamótið sjálft næsta sunnudag (10. júlí), þar sem Eyþór og Matthías Schou Matthíasson munu taka þátt fyrir Íslands hönd. Íslenski hópurinn er búinn að fara í og skoða keppnisbrautina. Um er að ræða 23 km. hring sem farinn verður samtals 7 sinnum. Á hringnum eru tvö klifur, eitt stutt og bratt klifur og annað aðeins minna en lengra ca. 4 km. þar sem vænta megi mikillar keyrslu. Vonar Eyþór að hitinn úti verði eitthvað minni á sunnudaginn en hann var í dag.

Með þeim Eyþóri og Matthíasi eru Mikael Schou afreksstjóri og Margrét Arna Arnardóttir.

Úrslit og aðrar upplýsingar mótsins má finna hér.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 8. July 2022 kl: 11:41 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Hæfileikabúðir HRÍ 2025 Ísafirði

9 September kl: 11:30

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir efnilegasta h

Norðurlandameistaramóti í keppnis-BMX hjólreiðum

5 September kl: 22:41

Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu &iacu

Hæfileikabúðir HRÍ Ísafirði

1 September kl: 23:09

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7.

Heimsmeistaramót í Enduro fjallahjólreiðum

1 September kl: 13:37

Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

28 August kl: 12:47

Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou

Íslandsmeistarar ársins 2025

26 August kl: 12:04

Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th

Íslandsmótið í Criterium 2025

21 August kl: 23:12

Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

16 August kl: 23:12

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í

Íslandsmót í Fjallabruni 2025

21 July kl: 13:24

Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak

Íslandsmót í Enduro 2025

20 July kl: 22:39

Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri

Íslandsmeistaramótið í Malarhjólreiðum

20 July kl: 20:56

Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2025

18 July kl: 14:31

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í N

UCI Level 2 Þjálfaranámskeið

16 July kl: 00:00

Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við  Alþjóða hjólreið

Netfræðsla í lyfjamálum

9 July kl: 20:33

Lyfjaeftirlits Íslands kynna  nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró

Mótaskrá - uppfært 7.júlí

7 July kl: 15:28

Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy