Æfinga- og undirbúningsferð á Calpe
31 March kl: 16:13Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni
7.07 2022 17:42
|
Nú rétt í þessu var Eyþór Eiríksson að koma í mark í tímatökukeppni Evrópumótsins í götuhjólreiðum (U23) sem fer þessa dagana fram í Anadia, Portúgal.
Í samtali við fréttaritara Hjólreiðasambandsins sagðist Eyþór vera nokkuð sáttur með frammistöðu sína í dag.
Brautin hafi verið skemmtileg og hröð með mjög tæknilegum köflum inn á milli, sérstaklega hafi verið nokkrir varhugaverðir kaflar í beygjum við hringtorg þar sem sandur hafi verið á brautinni.
Mikill hiti er í Portúgal núna og var 37°C hiti þegar Eyþór atti kappi við tímann í Anadía nú rétt áðan. Til gamans má geta þess að í seinasta móti sem Eyþór tók þátt í, Íslandsmótinu á Mývatni 25. júní s.l. var hitastigið um 2°C.
Næst á dagskrá er svo götuhjólamótið sjálft næsta sunnudag (10. júlí), þar sem Eyþór og Matthías Schou Matthíasson munu taka þátt fyrir Íslands hönd. Íslenski hópurinn er búinn að fara í og skoða keppnisbrautina. Um er að ræða 23 km. hring sem farinn verður samtals 7 sinnum. Á hringnum eru tvö klifur, eitt stutt og bratt klifur og annað aðeins minna en lengra ca. 4 km. þar sem vænta megi mikillar keyrslu. Vonar Eyþór að hitinn úti verði eitthvað minni á sunnudaginn en hann var í dag.
Með þeim Eyþóri og Matthíasi eru Mikael Schou afreksstjóri og Margrét Arna Arnardóttir.
Úrslit og aðrar upplýsingar mótsins má finna hér.
Björgvin Jónsson
Síðast breytt þann 8. July 2022 kl: 11:41 af Björgvin Jónsson
Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni
Hjólreiðasambandinu var að berast tilkynning frá framkvæmdaraðila jarðvinnu fyrir Fossvogsbrúnna. En jarð
Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia
Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00
Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &
Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að
Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú
Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá
Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið
Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu
Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ
Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. E
Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að til