Breytt úrslit í Íslandsmeistaramótinu í Cyclo Cross 2017

2.08 2018 10:18 | ummæli

.

Kæra hjólreiðafólk

 

Undanfarna mánuði hefur stjórn HRÍ unnið að erfiðu verkefni en í því felst að breyta þarf úrslitum í Íslandsmeistaramótinu í Cyclo Cross sem fram fór 11. nóvember 2017.

Því miður hefur þessi vinna tekið allt of langan tíma og valdið óþægindum fyrir báða málsaðila.

HRÍ fékk ábendingu um að hugsanlega væru úrslit ekki rétt og hafði stjórn HRÍ samband við alþjóðasambandið UCI. Við tóku nokkrar vikur í samskiptum milli sambanda og varð endanleg niðurstaða sú að Gústaf Darrason er réttilega Íslandsmeistari í Cyclo Cross 2017.

Það er ekki auðvelt verkefni að breyta úrslitum og tilkynna Ingvari Ómarssyni að hann hefði ekki orðið Íslandsmeistari. HRÍ lagði mikla áherslu á að enginn misskilningur ætti sér stað í samskiptum við UCI og vildi stjórn HRÍ vinna þetta mál 100%.

HRÍ harmar að hafa ekki þekkt reglu 5.1.001 í regluverki UCI en það var sú regla sem var brotin í þessu tiltekna móti. Nánar má skoða regluna hér: http://www.uci.ch/mm/Document/News/Rulesandregulation/16/61/43/5-CRO-20180626-E_English.pdf

 

Hjólreiðasamband Íslands er nýlegt samband og í örum vexti og munum við gera okkar allra besta til að tryggja að slíkt geti ekki gerst aftur.

 

Kær kveðja

Formaður HRÍ

Maurice Zschirp

Maurice Zschirp

Síðast breytt þann 2. August 2018 kl: 10:18 af Maurice Zschirp

Ummæli

Aðrar fréttir

Hjólreiðafólk Ársins 2025

31 December kl: 11:58

Hjólreiðafólk Ársins 2025 Í lokahófi HRÍ sem haldið var í nóvember s.l. var kosning

Gullhjálmurinn 2025 - tilnefningar

26 December kl: 23:43

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands hafa nú opnað fyrir tilnefningar vegna Gullhjálmsins 2025. Öllum

Afrekstefna HRÍ 2024 - 2028

16 December kl: 13:40

Ný afrekstefna fyrir 2024 - 2028 hefur verið birt á síðu HRÍ

Launasjóður íþróttafólks tilkynntur

4 December kl: 09:00

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynntu s.l. mánudag Launasjóð íþróttaf

Íþróttaeldhugi ársins 2025

24 November kl: 16:03

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Lottó hvetja til tilnefninga á „Íþrótt

Yfirlýsing HRÍ vegna úrskurðar Lyfjaeftirlits Íslands

23 November kl: 22:01

Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) tekur úrskurð Lyfjaeftirlits Íslands mjög alvarlega. Brot gegn lyfjareglu

Hjólreiðafólk ársins 2025 og lokahóf

8 November kl: 22:05

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í dag. Allir bikarmeistarar &aa

Hjólreiðamaður í bráðabirgðabann frá æfingum og keppni

22 October kl: 16:39

Þorsteinn Bárðarson hjólreiðamaður innan vébanda Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) hefur veri&e

Íslandsmótið í Cyclocross 2025-2026

18 October kl: 21:05

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2025-2026 við Gufunesbæ, Reykjavík.

Lokahóf Víkinni 8. nóvember

6 October kl: 12:51

Laugardaginn 8. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,

Heimsmeistaramótið í Malarhjólreiðum 2025

3 October kl: 10:58

Fjórða heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum fer fram í Suður-Limburg í Hollandi dagana 11.og 12. ok

Hæfileikabúðir HRÍ 2025 Ísafirði

9 September kl: 11:30

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir efnilegasta h

Norðurlandameistaramóti í keppnis-BMX hjólreiðum

5 September kl: 22:41

Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu &iacu

Hæfileikabúðir HRÍ Ísafirði

1 September kl: 23:09

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7.

Heimsmeistaramót í Enduro fjallahjólreiðum

1 September kl: 13:37

Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais