EM í götuhjólreiðum - Keppni í Tímatöku

11.09 2024 17:41 | ummæli

EM í götuhjólreiðum - Keppni í Tímatöku

Í dag fóru fram allar tímatökukeppnir Evrópumótsins hér í Limburg Belgíu. En tímatökukeppni fer þannig fram að keppendur eru ræstir út einn og einn í einu þar sem hver keppandi reynir að skila sér í endamark á sem styðstum tíma.

Fyrstur okkar keppenda til að fara af stað var Davíð Jónsson í U23 flokknum. Hann lagði af stað þriðji í röðinni og kom í mark í 31. sæti af 37 keppendum. Meðalhraði hans þessa 31,3 km. leið var 47,54 km./klst.

Næst af okkar keppendum var Silja Jóhannesdóttir sem var að keppa í sinni fyrstu stóru keppni í tímatöku. Hún stóð sig frábærlega og skilaði sér í mark á tímanum 45. mín. og 33 sek. Meðalhraði hennar var 41,22 km./klst.

Íslandsmeistari í tímatöku seinustu þriggja ára Hafdís Sigurðardóttir var næst okkar fólks til þess að starta. Fór hún brautina á 44:55 mín. sem skilaði henni í 23 sæti af 27 heildar keppendum. Meðalhraði hennar í brautinni var 41,8 km./klst.

Kristinn Jónsson endaði svo í 26. sæti í Elite flokki karla í dag. Samtals voru 29 keppendur sem tóku þátt í þeirri keppni. Tími Kristins var 39:56 mín. og meðalhraðinn 47 km./klst.

Heilt yfir má segja að allt okkar fólk hafi staðið sig mjög vel og að árangur dagsins sé vel við unandi, allir náði að skila öllu sem þau áttu í hjólin í dag. Árangurinn er sérstaklega góður þegar haft er í huga að í dag vorum við að keppa við alla helstu tímatöku sérfræðinga allra þjóða í Evrópu.

Sjá má heildarúrslit dagins á heimasíðu keppninnar.
 

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 11. September 2024 kl: 18:54 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Hæfileikabúðir HRÍ Ísafirði

1 September kl: 23:09

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7.

Heimsmeistaramót í Enduro fjallahjólreiðum

1 September kl: 13:37

Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

28 August kl: 12:47

Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou

Íslandsmeistarar ársins 2025

26 August kl: 12:04

Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th

Íslandsmótið í Criterium 2025

21 August kl: 23:12

Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

16 August kl: 23:12

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í

Íslandsmót í Fjallabruni 2025

21 July kl: 13:24

Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak

Íslandsmót í Enduro 2025

20 July kl: 22:39

Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri

Íslandsmeistaramótið í Malarhjólreiðum

20 July kl: 20:56

Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2025

18 July kl: 14:31

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í N

UCI Level 2 Þjálfaranámskeið

16 July kl: 00:00

Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við  Alþjóða hjólreið

Netfræðsla í lyfjamálum

9 July kl: 20:33

Lyfjaeftirlits Íslands kynna  nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró

Mótaskrá - uppfært 7.júlí

7 July kl: 15:28

Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) 2025

5 July kl: 20:19

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akurey

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2025

29 June kl: 19:51

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hó