EM í götuhjólreiðum - U23 keppni dagsins

13.09 2024 20:55 | ummæli

EM í götuhjólreiðum - U23 keppni dagsins

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í U23 flokki hér í Limburg, Belgíu. Fyrir Íslands hönd tóku þátt þeir Daníel Freyr Steinarsson, Björgvin Haukur Bjarnason, Breki Gunnarsson og Davíð Jónsson.

Hjólað var frá Hjólreiðahöllinni í Heusden-Zolder sem leið lá í gegnum borgina Hasselt, þaðan var hjólað suðureftir þar sem teknir voru 2 hringir áður en aftur var komið inn í Hasselt.

Hraðinn í keppninni var gríðarlegur eða rétt tæpir 48 km./klst. meðalhraði á fremstu mönnum. Af þeim sökum náðu, af þeim 147 keppendum sem skráðir voru til leiks í upphafi dags, aðeins 101 að klára keppnina. Engin okkar manna náði að koma sér yfir endamarkið að þessu sinni. 
Klárlega munu okkar menn taka reynslu dagsins með sér í framtíðarverkefni sín. Framtíðin er þeirra.

Á morgun er svo komið að keppni í Elíte flokki kvenna. Þar eigum við 3 keppendur, en þau Silja Jóhannesdóttir, Bríet Kristý Gunnarsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir eru skráðar til leiks.
    
Sýnt er frá keppninni í beinu streymi af síðu UEC.
Keppnin hefst klukkan 13:30 að staðartíma.
 

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 14. September 2024 kl: 07:22 af Mikael Schou

Ummæli

Aðrar fréttir

Hæfileikabúðir HRÍ Ísafirði

1 September kl: 23:09

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7.

Heimsmeistaramót í Enduro fjallahjólreiðum

1 September kl: 13:37

Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

28 August kl: 12:47

Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou

Íslandsmeistarar ársins 2025

26 August kl: 12:04

Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th

Íslandsmótið í Criterium 2025

21 August kl: 23:12

Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

16 August kl: 23:12

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í

Íslandsmót í Fjallabruni 2025

21 July kl: 13:24

Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak

Íslandsmót í Enduro 2025

20 July kl: 22:39

Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri

Íslandsmeistaramótið í Malarhjólreiðum

20 July kl: 20:56

Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2025

18 July kl: 14:31

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í N

UCI Level 2 Þjálfaranámskeið

16 July kl: 00:00

Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við  Alþjóða hjólreið

Netfræðsla í lyfjamálum

9 July kl: 20:33

Lyfjaeftirlits Íslands kynna  nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró

Mótaskrá - uppfært 7.júlí

7 July kl: 15:28

Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) 2025

5 July kl: 20:19

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akurey

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2025

29 June kl: 19:51

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hó