Enduro landslið Íslands á Trophy of Nations

7.10 2022 00:00 | ummæli

Enduro landslið Íslands á Trophy of Nations

Fyrsta landslið Íslands í Enduro fjallahjólreiðum tók þátt í Trophy of Nations keppninni á vegum Enduro World Series í Finale Ligure á Ítalíu 2. október sl. Liðið var skipað þeim Jónasi Stefánssyni, Berki Smára Kristinssyni og Þóri Bjarna Traustasyni ásamt fararstjóranum Franz Friðrikssyni.


Mótið er heimsmeistaramót landsliða og fá sigurvegarar í Junior, Elite og Masters flokkum regnbogatreyjur UCI að launum, og eru krýndir heimsmeistar. 

Keppnisfyrirkomulagið var þannig að þrír einstaklingar mynda lið sem hjólar í þessu tilfelli 64 km. langa braut sem samanstóð af 5 sérleiðum sem voru 19 km. að lengd og lækkun upp á 2.440 metra. 

Keppnisdagurinn hófst kl. 9 að morgni og lauk ekki fyrr en kl. 17, var því um 8 klst. keppnisdag að ræða þar sem fyrir fram ákveðinn rástími var á hverri sérleið. Ljóst var því að ekkert mátti út af bregða til að liðsmenn næðu í start á hverri sérleið. Á milli sérleiða þurftu svo keppendur að hjóla sjálfir og reyndist ferðatími milli sérleiða verulega knappur og fóru okkar keppendur af stað í sérleið 3, 4 og 5 innan við mínútu eftir að hafa komist í rásmark. 

Að endingu tókst liðinu öllu að klára og komast í mark og urðu þar með eitt af 18 liðum í elite karlaflokki til að ná að klára keppnina. Enn 6 lið duttu úr keppni vegna meiðsla eða tæknilegra örðugleika og brota á keppnisreglum. 

Reynsla ferðarinnar mun nýtast til að byggja upp og þróa Enduro greinina hér á landi og er ljóst að Ísland á ótvírætt erindi á þetta mót, sem og heimsbikarmótaröðina í Enduro World Series.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 7. October 2022 kl: 12:25 af Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Hjólreiðafólk ársins 2024 og lokahóf

18 November kl: 14:54

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í gær. Allir bikarmeistarar &aa

Lokahóf HRÍ 2024

1 November kl: 17:16

Sunnudaginn 17. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,

Cyclo-cross æfingabúðir UCI 2024

16 October kl: 13:38

Í seinustu viku fóru 3 ungir hjólarar í Cyclo-cross æfingabúðir í  höfuðstöðvar Al

Íslandsmótið í Cyclocross 2024 - 2025

13 October kl: 18:02

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2024-2025 á útivistarsvæ&et

Opinn formannafundur - miðvikudaginn 9. október

8 October kl: 10:56

Á morgun fer fram í Fundarsal ÍSÍ, Engjavegi 6 svonefndur formannafundur Hjólreiðasambandsins. Fundurinn

Heimsmeistaramót í Malarhjólreiðum 2024

5 October kl: 13:03

Ísland tekur þátt á heimsmeistaramóti í malarhjólreiðum í ár, með þrjá kep

Norðurlandamótið í Fjallahjólreiðum 2024

4 October kl: 12:42

Norðurlandamótið í fjallahjólreiðum fór fram í Halden, Noregi dagana 21.-22. september s.l. Íslenska li

EM í götuhjólreiðum - Elite Flokkur karla

15 September kl: 20:21

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki karla hér

EM í götuhjólreiðum - Elite Kvenna

14 September kl: 20:24

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki kvenna hé

EM í götuhjólreiðum - U23 keppni dagsins

13 September kl: 20:55

Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í U23 flokki hér í Limbu

EM í götuhjólreiðum - U23 flokkur

13 September kl: 07:47

Í dag föstudag er komið að götuhjólakeppninni í U23 flokknum, en þar eru við með 4. manna karla lið.

EM í götuhjólreiðum - Keppni í Tímatöku

11 September kl: 17:41

Í dag fóru fram allar tímatökukeppnir Evrópumótsins hér í Limburg Belgíu. En tímat&o

EM í götuhjólreiðum - dagur tvö

10 September kl: 12:49

Í dag fóru keppendur aftur af stað að kíkja á keppnisbrautirnar hér í Belgíu. En á morgu

EM í götuhjólreiðum 2024 - fyrsti dagur

9 September kl: 19:27

Íslenski landsliðshópurinn kom til Belgíu í gær. Eftir akstur til Maastricht þar sem liðið ásamt f

Íslandsmót í Maraþon fjallahjólreiðum 2024

31 August kl: 20:05

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) á Hólmsheiðinni. Um va