Heimsmeistaramót í Enduro fjallahjólreiðum
1 September kl: 13:37Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais
13.11 2022 14:33
|
Nú um helgina var hópur efnilegustu hjólurum landsins mættir á Laugarvatn í hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands.
Dagskráin var þétt skipuð af fyrirlestrum, teygjum, æfingum, fræðslu, góðum mat, samveru og almennu spjalli um hjólreiðar.
Samtals voru 23 hjólarar á aldrinum 14 til 20 ára saman komnir að þessu sinni. Farið var yfir helstu afreksmál liðins tímabils sem og kynning á helstu landsliðsverkefnum komandi hjólreiðatímabils. Meðal annars komu Margrét Arna Arnardóttir og fór yfir helstu liðleika-, styrktar- og teygjuæfingar sem eru öllu hjólreiðafólki mikilvægir. Ingvar Ómarson kíkti í heimsókn sagði m.a. frá sínum bakgrunni í hjólreiðum, ferilinn, markmiðssetningu og helstu afrekum og upplifunum hans sem atvinnuhjólari til mikillar hvatningar unga hjólreiðafólksins.
Á sunnudag kom til okkar Conor Jordan Murphy, doktor í íþróttafræði og fór hann yfir fræðslu á sviði æfinga, æfingarprógrams og þolprófs.
Helgin heppnaðist gríðarlega vel í góðu veðri og fallegu umhverfi á Laugarvatni. Mikael Schou afrekstjóri hélt utan um búðirnar og lagði línurnar að næsta keppnistímabili og miðlaði af sinni reynslu til þessa efnilega hóps hjólreiðafólks.
Þakkir fá Kjarnafæði Norðlenska og Þorbjörn hf. sem styrktu hæfileikabúðirnar með kjöt og fiski. Einnig útbjó Macron til bolina sem unga fólkið fékk að tilefninu og Fitness Sport fyrir íþróttadrykki.
Búðirnar voru skipulagðar með dyggri aðstoð BFH sem eiga þakkir skilið.
Björgvin Jónsson
Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais
Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou
Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th
Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir
Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í
Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak
Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri
Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v
Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í N
Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við Alþjóða hjólreið
Lyfjaeftirlits Íslands kynna nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró
Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy
Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akurey
Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hó
Íslandsmót í Tímatöku (TT) fór fram í kvöld í Hvalfirðinum. Mótið var haldi&et