Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 2022

13.11 2022 14:33 | ummæli

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 2022

Nú um helgina var hópur efnilegustu hjólurum landsins mættir á Laugarvatn í hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands.


Dagskráin var þétt skipuð af fyrirlestrum, teygjum, æfingum, fræðslu, góðum mat, samveru og almennu spjalli um hjólreiðar.

Samtals voru 23 hjólarar á aldrinum 14 til 20 ára saman komnir að þessu sinni. Farið var yfir helstu afreksmál liðins tímabils sem og kynning á helstu landsliðsverkefnum komandi hjólreiðatímabils. Meðal annars komu Margrét Arna Arnardóttir og fór yfir helstu liðleika-, styrktar- og teygjuæfingar sem eru öllu hjólreiðafólki mikilvægir. Ingvar Ómarson kíkti í heimsókn sagði m.a. frá sínum bakgrunni í hjólreiðum, ferilinn, markmiðssetningu og helstu afrekum og upplifunum hans sem atvinnuhjólari til mikillar hvatningar unga hjólreiðafólksins.

Á sunnudag kom til okkar Conor Jordan Murphy, doktor í íþróttafræði og fór hann yfir fræðslu á sviði æfinga, æfingarprógrams og þolprófs.

Helgin heppnaðist gríðarlega vel í góðu veðri og fallegu umhverfi á Laugarvatni. Mikael Schou afrekstjóri hélt utan um búðirnar og lagði línurnar að næsta keppnistímabili og miðlaði af sinni reynslu til þessa efnilega hóps hjólreiðafólks.

Þakkir fá Kjarnafæði Norðlenska og Þorbjörn hf. sem styrktu hæfileikabúðirnar með kjöt og fiski. Einnig útbjó Macron til bolina sem unga fólkið fékk að tilefninu og Fitness Sport fyrir íþróttadrykki.

Búðirnar voru skipulagðar með dyggri aðstoð BFH sem eiga þakkir skilið.

Björgvin Jónsson

Ummæli

Aðrar fréttir

Æfinga- og undirbúningsferð á Calpe

31 March kl: 16:13

Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni

Jarðvinna fyrir Fossvogsbrú að hefjast

19 March kl: 13:25

Hjólreiðasambandinu var að berast tilkynning frá framkvæmdaraðila jarðvinnu fyrir Fossvogsbrúnna. En jarð

Hjólreiðaþing 2025

2 March kl: 23:25

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia

Boðað er til Hjólreiðaþings 2025

28 February kl: 10:29

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00

Íslandsmót í e-hjólreiðum 2025

27 February kl: 16:06

Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &

UCI Level 2 þjálfunarnámskeið

24 February kl: 21:32

Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að

Bikar- og Íslandsmeistaramót á Zwift 2025

10 February kl: 11:17

Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú

Ráðning Landsliðsþjálfara

6 February kl: 17:36

Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá

Fjölgun þjálfara - UCI þjálfaranámskeiðin

13 January kl: 14:20

Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið

Mótaskrá fyrir 2025 - önnur drög

9 January kl: 14:29

Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu

Íþróttafólk ársins 2024 verðlaunað

7 January kl: 10:22

Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ

Sjálfboðaliði ársins 2024

4 January kl: 15:57

Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. E

Tilkynning um úrslit Gullhjálmsins

2 January kl: 13:14

Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að til

Kosning Gullhjálmsins 2024

22 December kl: 18:10

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h

Gullhjálmurinn 2024

12 December kl: 17:09

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h