Hjóladagur Hyundai

6.05 2014 16:45 | ummæli

Hjóladagur Hyundai

Keppt verður í tveimur flokkum, flokki karla og kvenna og almennum fjölskylduflokki. Ekkert þátttökugjald er í keppnina og Verðlaunin - ekki af verri endanum!

Skemmtileg hjólakeppni og fjölskyldusamhjól um Heiðmörk
Hjólakeppni Hyundai er á laugardaginn næstkomandi 10 maí. Keppnin er skipulögð í samstarfi við Hjólreiðafélagið Bjart og hefst stundvíslega klukkan 12 við Hyundai húsið Kauptúni 1 – beint á móti IKEA. Fyrstu keppendur verða ræstir út klukkan 12:45.

Hjólað verður frá nýja Hyundai umboðinu í Kauptúni 1, beinustu leið inn á fallegar hjólaleiðir Heiðmerkur. Sérstök áhersla er lögð á að hjólaleiðin sé skemmtileg upplifun fyrir alla fjöldkylduna með drykkjarstöðvum á notalegum áningarstöðum og fyllsta öryggis verður gætt þar sem krossa þarf veginn við Flóttamannaleið. Þeir sem lengra komnir í hjólasportinu fá einnig eitthvað við sitt hæfi því Hjólafélagið Bjartur leggur krefjandi braut sem gaman verður að reyna sig í.  

Flokkar og tímasetning
Keppt verður í tveimur flokkum, flokki karla og kvenna og almennum fjölskylduflokki. A flokkur verður ræstur út fyrstur kl. 12:45 og hjólar u.þ.b. 10 km langa braut. Fjölskylduflokkur verður ræstur út 15 mínútum síðar og hjólar skemmtilega merkta leið í umhverfi Heiðmerkur.

Ekkert þátttökugjald er í keppnina.

Skráning
Þátttökuskráning á Hjóladag Hyundai er á hjolamot.is en einnig verður hægt að skrá þátttöku við komuna til Hyundai á laugardaginn kemur.

Verðlaunin - ekki af verri endanum!
Fyrstu verðlaun í A flokki karla og kvenna eru 70.000 kr., fyrir annað sætið eru iPad Mini og fyrir þriðja sætið eru gjafabréf á Humarhúsið að verðmæti 20.000 kr. Allir þátttakendur í fjölskylduflokki fá þátttökuviðurkenningu.

Grillveisla við leiðarlok
Hyundai býður öllum þátttakendum og gestum í grillveislu að keppnin lokinni.

Síðast breytt þann 7. May 2014 kl: 22:05 af

Ummæli

Aðrar fréttir

Hæfileikabúðir HRÍ - fyrsti dagur

25 April kl: 11:08

Í dag komu saman um 30 ungir hjólarar til að taka þátt í hinum árlegu Hæfileikabúðum

Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands 25.–27. apríl 2024

22 April kl: 14:07

Landsliðs- og afreksdeild Hjólreiðasambands Íslands boðar árlega til hæfileikabúða fyrir fremsta hjó

Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun

15 April kl: 17:51

Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni 28 aðila víðs vegar um Evrópu. Markið verkefnisins er að finna öruggar og

Norðurlandamótið 2024 í Gravel - Eistlandi og Litháen.

8 April kl: 13:36

Norðurlandamótið 2024 í Gravel fer fram í Eistlandi og Litháen þann 8. júní n.k.

Evrópusambandið horfir til hjólreiða sem framtíðar ferðamáta

4 April kl: 12:18

Í gær skrifaði Evrópusambandið undir yfirlýsingu sem nefnd hefur verið "European Declaration on Cycling". Me

Hjólreiðaþing 2024

6 March kl: 13:32

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 2. mars 2024 s.l. í fundarsal Í

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28 February kl: 13:22

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

27 February kl: 23:04

Hjólreiðasamband Íslands boðar til áhugaverðs fræðslufundar þann 7. mars n.k. í fundarsal Í&th

Nýjir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

25 February kl: 23:45

Laugardaginn 24. febrúar s.l. fór fram fyrsta formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum í Zwift heimum.

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

21 February kl: 12:36

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsta formlega Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum.

Mótaskrá 2024 - uppfært

24 January kl: 17:22

Hér eru svo önnur drög að mótaskrá sumarsins 2024 frá Mótanefnd HRÍ komin. Aftur með fyrirva

Þolprófsmælingar Úrvalshóps HRÍ

13 January kl: 20:37

Í dag fóru fram þolprófsmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands &ia

Styrktar- og liðleiksmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands

12 January kl: 14:42

Í dag fóru fram yfirgripsmiklar styrktar- og liðleiksmælingar í rannsóknarsetri íþrótta- og heilsuv

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands

3 January kl: 14:42

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands fór fram í fundarsal Íþ

Afreksbúðir úrvalshóps HRÍ í janúar 2024

25 December kl: 22:30

Í byrjun janúar mun Hjólreiðasambandi Íslands (HRÍ) í samvinnu við rannsóknarstofu Menntavísi