Hjóladagur Hyundai

6.05 2014 16:45 | ummæli

Hjóladagur Hyundai

Keppt verður í tveimur flokkum, flokki karla og kvenna og almennum fjölskylduflokki. Ekkert þátttökugjald er í keppnina og Verðlaunin - ekki af verri endanum!

Skemmtileg hjólakeppni og fjölskyldusamhjól um Heiðmörk
Hjólakeppni Hyundai er á laugardaginn næstkomandi 10 maí. Keppnin er skipulögð í samstarfi við Hjólreiðafélagið Bjart og hefst stundvíslega klukkan 12 við Hyundai húsið Kauptúni 1 – beint á móti IKEA. Fyrstu keppendur verða ræstir út klukkan 12:45.

Hjólað verður frá nýja Hyundai umboðinu í Kauptúni 1, beinustu leið inn á fallegar hjólaleiðir Heiðmerkur. Sérstök áhersla er lögð á að hjólaleiðin sé skemmtileg upplifun fyrir alla fjöldkylduna með drykkjarstöðvum á notalegum áningarstöðum og fyllsta öryggis verður gætt þar sem krossa þarf veginn við Flóttamannaleið. Þeir sem lengra komnir í hjólasportinu fá einnig eitthvað við sitt hæfi því Hjólafélagið Bjartur leggur krefjandi braut sem gaman verður að reyna sig í.  

Flokkar og tímasetning
Keppt verður í tveimur flokkum, flokki karla og kvenna og almennum fjölskylduflokki. A flokkur verður ræstur út fyrstur kl. 12:45 og hjólar u.þ.b. 10 km langa braut. Fjölskylduflokkur verður ræstur út 15 mínútum síðar og hjólar skemmtilega merkta leið í umhverfi Heiðmerkur.

Ekkert þátttökugjald er í keppnina.

Skráning
Þátttökuskráning á Hjóladag Hyundai er á hjolamot.is en einnig verður hægt að skrá þátttöku við komuna til Hyundai á laugardaginn kemur.

Verðlaunin - ekki af verri endanum!
Fyrstu verðlaun í A flokki karla og kvenna eru 70.000 kr., fyrir annað sætið eru iPad Mini og fyrir þriðja sætið eru gjafabréf á Humarhúsið að verðmæti 20.000 kr. Allir þátttakendur í fjölskylduflokki fá þátttökuviðurkenningu.

Grillveisla við leiðarlok
Hyundai býður öllum þátttakendum og gestum í grillveislu að keppnin lokinni.

Síðast breytt þann 7. May 2014 kl: 22:05 af

Ummæli

Aðrar fréttir

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

28 August kl: 12:47

Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou

Íslandsmeistarar ársins 2025

26 August kl: 12:04

Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th

Íslandsmótið í Criterium 2025

21 August kl: 23:12

Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

16 August kl: 23:12

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í

Íslandsmót í Fjallabruni 2025

21 July kl: 13:24

Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak

Íslandsmót í Enduro 2025

20 July kl: 22:39

Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri

Íslandsmeistaramótið í Malarhjólreiðum

20 July kl: 20:56

Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2025

18 July kl: 14:31

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í N

UCI Level 2 Þjálfaranámskeið

16 July kl: 00:00

Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við  Alþjóða hjólreið

Netfræðsla í lyfjamálum

9 July kl: 20:33

Lyfjaeftirlits Íslands kynna  nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró

Mótaskrá - uppfært 7.júlí

7 July kl: 15:28

Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) 2025

5 July kl: 20:19

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akurey

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2025

29 June kl: 19:51

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hó

Íslandsmót í Tímatöku 2025

27 June kl: 23:50

Íslandsmót í Tímatöku (TT) fór fram í kvöld í Hvalfirðinum. Mótið var haldi&et

Norðurlandamótið í Malarhjólreiðum

13 June kl: 15:19

Þann 16. ágúst verður Norðurlandamótið í malarhjólreiðum haldið í Halmst