Hjóladagur Hyundai

6.05 2014 16:45 | ummæli

Hjóladagur Hyundai

Keppt verður í tveimur flokkum, flokki karla og kvenna og almennum fjölskylduflokki. Ekkert þátttökugjald er í keppnina og Verðlaunin - ekki af verri endanum!

Skemmtileg hjólakeppni og fjölskyldusamhjól um Heiðmörk
Hjólakeppni Hyundai er á laugardaginn næstkomandi 10 maí. Keppnin er skipulögð í samstarfi við Hjólreiðafélagið Bjart og hefst stundvíslega klukkan 12 við Hyundai húsið Kauptúni 1 – beint á móti IKEA. Fyrstu keppendur verða ræstir út klukkan 12:45.

Hjólað verður frá nýja Hyundai umboðinu í Kauptúni 1, beinustu leið inn á fallegar hjólaleiðir Heiðmerkur. Sérstök áhersla er lögð á að hjólaleiðin sé skemmtileg upplifun fyrir alla fjöldkylduna með drykkjarstöðvum á notalegum áningarstöðum og fyllsta öryggis verður gætt þar sem krossa þarf veginn við Flóttamannaleið. Þeir sem lengra komnir í hjólasportinu fá einnig eitthvað við sitt hæfi því Hjólafélagið Bjartur leggur krefjandi braut sem gaman verður að reyna sig í.  

Flokkar og tímasetning
Keppt verður í tveimur flokkum, flokki karla og kvenna og almennum fjölskylduflokki. A flokkur verður ræstur út fyrstur kl. 12:45 og hjólar u.þ.b. 10 km langa braut. Fjölskylduflokkur verður ræstur út 15 mínútum síðar og hjólar skemmtilega merkta leið í umhverfi Heiðmerkur.

Ekkert þátttökugjald er í keppnina.

Skráning
Þátttökuskráning á Hjóladag Hyundai er á hjolamot.is en einnig verður hægt að skrá þátttöku við komuna til Hyundai á laugardaginn kemur.

Verðlaunin - ekki af verri endanum!
Fyrstu verðlaun í A flokki karla og kvenna eru 70.000 kr., fyrir annað sætið eru iPad Mini og fyrir þriðja sætið eru gjafabréf á Humarhúsið að verðmæti 20.000 kr. Allir þátttakendur í fjölskylduflokki fá þátttökuviðurkenningu.

Grillveisla við leiðarlok
Hyundai býður öllum þátttakendum og gestum í grillveislu að keppnin lokinni.

Síðast breytt þann 7. May 2014 kl: 22:05 af

Ummæli

Aðrar fréttir

Gullhjálmurinn 2025 - Úrslit

20 January kl: 12:00

María Sæm Bjarkardóttir hlýtur Gullhjálminn 2025.

Drög að mótaskrá fyrir 2026

9 January kl: 09:20

Fyrstu drög mótaskrár fyrir sumarið 2026 frá Mótanefnd HRÍ eru hér komin, með fyrirvara um hugsanlegar

Íþróttafólk ársins 2025 verðlaunað

4 January kl: 17:54

Í gærkvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ

Kosning Gullhjálmurinn 2025

2 January kl: 11:43

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband Íslands hafa nú opnað fyrir

Hjólreiðafólk Ársins 2025

31 December kl: 11:58

Hjólreiðafólk Ársins 2025 Í lokahófi HRÍ sem haldið var í nóvember s.l. var kosning

Gullhjálmurinn 2025 - tilnefningar

26 December kl: 23:43

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands hafa nú opnað fyrir tilnefningar vegna Gullhjálmsins 2025. Öllum

Afrekstefna HRÍ 2024 - 2028

16 December kl: 13:40

Ný afrekstefna fyrir 2024 - 2028 hefur verið birt á síðu HRÍ

Launasjóður íþróttafólks tilkynntur

4 December kl: 09:00

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynntu s.l. mánudag Launasjóð íþróttaf

Íþróttaeldhugi ársins 2025

24 November kl: 16:03

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Lottó hvetja til tilnefninga á „Íþrótt

Yfirlýsing HRÍ vegna úrskurðar Lyfjaeftirlits Íslands

23 November kl: 22:01

Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) tekur úrskurð Lyfjaeftirlits Íslands mjög alvarlega. Brot gegn lyfjareglu

Hjólreiðafólk ársins 2025 og lokahóf

8 November kl: 22:05

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í dag. Allir bikarmeistarar &aa

Hjólreiðamaður í bráðabirgðabann frá æfingum og keppni

22 October kl: 16:39

Þorsteinn Bárðarson hjólreiðamaður innan vébanda Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) hefur veri&e

Íslandsmótið í Cyclocross 2025-2026

18 October kl: 21:05

Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2025-2026 við Gufunesbæ, Reykjavík.

Lokahóf Víkinni 8. nóvember

6 October kl: 12:51

Laugardaginn 8. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,

Heimsmeistaramótið í Malarhjólreiðum 2025

3 October kl: 10:58

Fjórða heimsmeistaramótið í malarhjólreiðum fer fram í Suður-Limburg í Hollandi dagana 11.og 12. ok