Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og fjallahjólreiðum 2018

22.07 2018 00:00 | ummæli

Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og fjallahjólreiðum 2018

María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum. 

Í júlí fóru fram Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og fjallahjólreiðum. Fyrra mótið fór fram 14. júlí og var hluti af Hlaupahátíð á Vestfjörðum sem haldin var dagana 12.–15. júlí. Hjóluð var 55 km leið, svokölluð Vesturgata, en rásmark og endamark voru á Þingeyri.

Íslandsmeistari kvenna í maraþonfjallahjólreiðum 2018 er María Ögn Guðmundsdóttir, HFR, en hún kom í mark á tímanum 02:54:16. Í öðru sæti var Karen Axelsdóttir og í þriðja sæti var Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, HFR. Ingvar Ómarsson, Breiðabliki, sigraði karlaflokkinn á tímanum 02:15:51.  Í öðru sæti var Hafsteinn Ægir Geirsson, HFR, og í því þriðja var Gústaf Darrason, Tindi.

Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum var haldið 21. júlí á Ólafsfirði. Það voru Skíðafélag Ólafsfjarðar og HFA sem stóðu að keppninni sem fór fram á lokaðri braut á skíðasvæði Skíðafélags Ólafsfjarðar, Tindaöxl. Meðfram Íslandsmeistaramótinu fór fram almenningsmót en einnig kepptu yngri flokkar til Íslandsmeistaratitils.

Ingvar Ómarsson, Breiðabliki, fór með sigur af hólmi í meistaraflokki karla. Karlar hjóluðu fimm hringi og kom Ingvar í mark á tímanum 01:14:05. Hafsteinn Ægir Geirsson, HFR, var í öðru sæti og í því þriðja var Bjarki Bjarnason, HFR.

Í meistaraflokki kvenna sigraði María Ögn Guðmundsdóttir, HFR, á tímanum 01:03:26. Í öðru sæti var Freydís Heba Konráðsdóttir, HFA, og í þriðja sæti var Agnes Linnet, Bjarti. Konur hjóluðu þrjá hringi.

Gústaf Darrason, Tindi, var fyrstur í flokki U-23 karla og Kristinn Jónsson, HFR, sigraði junior-flokk karla. Matthías Schou Matthíasson, HFR, sigraði U-17 flokk drengja og Inga Birna Benediktsdóttir, HFR, sigraði U-17 flokk stúlkna. Davíð Jónsson, HFR, og Freyja Dís Benediktsdóttir, HFR, eru sigurvegarar í flokki U15. Magnús Smári Smárason, HFA og Elsa Guðrún Jónsdóttir báru sigur úr býtum í almenningsflokki.

HRÍ óskar öllum sigurvegurum til hamingju. Heildarúrslit má sjá á timataka.net.

Halldóra Kristinsdóttir

Ummæli

Aðrar fréttir

Hjólreiðaþing 2025

2 March kl: 23:25

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia

Boðað er til Hjólreiðaþings 2025

28 February kl: 10:29

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00

Íslandsmót í e-hjólreiðum 2025

27 February kl: 16:06

Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &

UCI Level 2 þjálfunarnámskeið

24 February kl: 21:32

Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að

Bikar- og Íslandsmeistaramót á Zwift 2025

10 February kl: 11:17

Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú

Ráðning Landsliðsþjálfara

6 February kl: 17:36

Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá

Fjölgun þjálfara - UCI þjálfaranámskeiðin

13 January kl: 14:20

Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið

Mótaskrá fyrir 2025 - önnur drög

9 January kl: 14:29

Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu

Íþróttafólk ársins 2024 verðlaunað

7 January kl: 10:22

Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ

Sjálfboðaliði ársins 2024

4 January kl: 15:57

Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. E

Tilkynning um úrslit Gullhjálmsins

2 January kl: 13:14

Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að til

Kosning Gullhjálmsins 2024

22 December kl: 18:10

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h

Gullhjálmurinn 2024

12 December kl: 17:09

Hjólavarpið og Hjólreiðasamband íslands h

Dagur Sjálfboðaliðans. Kosning Íþróttaeldhuga ársins

3 December kl: 13:17

Störf sjálfboðaliða í íþróttinni okkar verða seint metin að fullu. En Hjólreiðasambandið

Drög að mótaskrá fyrir 2025

29 November kl: 14:24

Fyrstu drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ eru hér komin, með fyrirvara um hugsanlegar