Norðurlandamót í götuhjólreiðum
28 August kl: 12:47Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou
29.10 2018 00:00
|
.
Kæra hjólreiðafólk
Um helgina fór fram síðasta mót ársins en það var Íslandsmeistaramótið í cyclocross. Metþátttaka var í mótinu, veðrið var frábært og vel var staðið að einu og öllu. Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson urðu Íslandsmeistarar í elite flokki. Kristinn Jónsson í U23 flokki karla. Í junior flokki kvenna vann Inga Birna Benediktsdóttir og í U17 flokki urðu hlutskörpust Bergdís Eva Sveinsdóttir og Fannar Freyr Atlason.
Seinna sama dag hélt stjórn HRÍ fund með formönnum aðildarfélaganna. Við fórum yfir árið, ræddum hvað fór vel og hvað betur mætti fara. Skemmtilegar umræður mynduðust og eru keppnishjólreiðar á mikilli uppleið og næsta ár verður enn betra.
Um kvöldið fór fram hið árlega lokahóf HRÍ þar sem krýndir voru bikarmeistarar úr öllum bikarmótaröðum ársins og má sjá öll úrslit á www.hri.is.
Það er einnig árlegur viðburður að tilnefna hjólreiðakonu og hjólreiðamann ársins en þeir aðilar eru kosnir af aðildarfélögum HRÍ. Að þessu sinni var Ágústa Edda Björnsdóttir kosin hjólreiðakona ársins og Ingvar Ómarson var kosinn hjólreiðamaður ársins. HRÍ mun svo tilnefna þessa einstaklinga til íþróttamanns ársins en sú kosning fer fram í desember.
Aðildarfélög HRÍ kusu einnig efnilegustu stúlkuna og efnilegasta piltinn en í ár var það Natalía Erla Cassata og Kristinn Jónsson sem urðu fyrir valinu.
Margt fólk hefur unnið óeigingjarnt starf í mörg ár til að efla keppnishjólreiðar á Íslandi og var í fyrsta skiptið í fyrra valinn heiðursfélagi HRÍ. Engin undantekning var á því í ár og var Sigurgeir Agnarsson valinn heiðursfélagi HRÍ 2018. Sigurgeir hefur unnið gríðarlega óeigingjarnt starf fyrir keppnishjólreiðar síðasta áratug.
Hann var stofnfélagi hjólafélagsins Hjólamanna sem var þá annað hjólreiðafélagið sem var stofnað á Íslandi og komu þeir að æfingum og keppnishaldi til fjölda ára, til að mynda fjallahjólamóti í Guðmundarlundi, Þingvallakeppninni, Jökulmílunni, TT og TTT.
Sigurgeir kom inn í stjórn hjólreiðarnefndarinnar árið 2008 sem varð svo að HRÍ. Lengst af var Sigurgeir í stjórn og svo í varastjórn sambandsins. Hann vann mikla og góða vinnu við undirbúning inntöku Hjólreiðasambands Íslands í Alþjóðahjólreiðasambandið UCI.
Stjórn HRÍ þakkar Sigurgeiri fyrir sitt framlag til keppnishjólreiða á Íslandi.
Í gær sunnudaginn 28. október kynnti stjórn HRÍ fyrir aðildarfélögum þau landsliðsverkefni sem ætlunin er að taka þátt í á næsta ári. Vel var mætt á fundinn og gott að sjá svona mikinn áhuga á því að keppa fyrir Íslands hönd í hjólreiðum.
Stjórn HRÍ óskar öllum bikarmeisturum, Íslandsmeisturum og hjólreiðakonu og -manni ársins innilega til hamingju með góðan árangur.
Við viljum þakka öllum aðildarfélögunum fyrir þeirra framlag á árinu en þau sjá um öll bikar- og Íslandsmeistaramót. Einnig viljum við koma á framfæri sérstökum þökkum til mótanefndar HRÍ, dómurum HRÍ og Canon sem hefur styrkt nokkur mót á árinu með frábærum árangri.
Myndir frá cyclo cross mótinu er hægt að finna hér:
https://www.facebook.com/canon.island/
Kveðja,
stjórn HRÍ
Maurice Zschirp
Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou
Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th
Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir
Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í
Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak
Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri
Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v
Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í N
Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við Alþjóða hjólreið
Lyfjaeftirlits Íslands kynna nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró
Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy
Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akurey
Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hó
Íslandsmót í Tímatöku (TT) fór fram í kvöld í Hvalfirðinum. Mótið var haldi&et
Þann 16. ágúst verður Norðurlandamótið í malarhjólreiðum haldið í Halmst