Norðurlandameistaramóti í keppnis-BMX hjólreiðum
5 September kl: 22:41Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu &iacu
5.09 2025 22:41
|
Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu í keppnis-BMX hjólreiðum, sem fram fór í Bjerringbro í Danmörku á laugardaginn síðasta. Þar náði hann 6. sæti í sínum flokki, meðal fremstu ungu hjólreiðamanna á Norðurlöndunum, en um 300 BMX hjólarar frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finlandi, Litháen, Eistlandi og Íslandi tóku þátt í mótinu. Á sunnudaginn tók Adrían síðan þátt í Bjerringbro Open, þar sem hann tryggði sér 2. sætið.
Þessi árangur er sérstaklega eftirtektarverður í ljósi þess að engin æfingaaðstaða fyrir keppnis-BMX er til staðar á Íslandi og sýnir það vel hversu efnilegur hann er.
Adrían byrjaði að æfa BMX Racing þegar hann var fjögurra ára í Bretlandi, þar sem móðir hans stundaði nám. Þegar fjölskyldan flutti aftur til Íslands var engin aðstaða til reglulegra æfinga í greininni. Adrían færði sig þá yfir í fjallahjólreiðar Enduro og Downhill, sem hann æfir af miklum krafti í fjöllunum í kringum Ísafjörð, þar sem fjölskyldan býr.
Mótshaldarar Norðurlandameistarmótsins töluðu mikið um hversu ánægjulegt það er að Ísland væri að stíga sín fyrstu skref inn í heim keppnis-BMX hjólreiða, en þess má geta að Keppnis BMX hefur verið Ólympísk keppnisíþrótt frá árinu 2008. Þessi glæsilegi árangur Adríans sýnir okkur að þótt við Íslendingar eigum ekki keppnisbraut þá eigum við efnilega keppendur sem hafa mikinn áhuga á íþróttinni og getu til þess að ná langt.
Félagið Krummar BMX er nýlegt félag sem býður upp á æfingar í keppnis-BMX hjólreiðum á pumpubraut við Lundarból í Garðabæ. Yfirþjálfari félagsins er Helgi Berg Friðþjófsson en hann hefur mikla reynslu af hjólreiðum, bæði sem keppandi og þjálfari, og heldur utan um æfingar í Garðabæ. Faðir Adríans, Þorgils Óttarr Erlingsson, hefur þjálfað hann á Ísafirði. Frekari upplýsingar um íþróttina og æfingar má finna á vefsíðu félagsins www.krummar.is
Björgvin Jónsson
Síðast breytt þann 5. September 2025 kl: 23:13 af Björgvin Jónsson
Adrían Uni Þorgilsson, aðeins 8 ára gamall, keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandameistaramótinu &iacu
Hæfileikabúðir Hjólreiðasambands Íslands fara að þessu sinni fram á Ísafirði dagana, 5. til 7.
Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais
Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou
Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th
Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir
Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í
Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak
Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri
Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v
Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í N
Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við Alþjóða hjólreið
Lyfjaeftirlits Íslands kynna nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró
Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy
Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akurey