Samstarfssamningur við Ingvar

5.05 2022 16:31 | ummæli

Samstarfssamningur við Ingvar

Í gær var undirritaður samstarfssamningur milli Hjólreiðasambands Íslands, Ingvars Ómarssonar og Breiðabliks.

Markmið samningsins er að styðja og efla íþróttalegt umhverfi Ingvars. Styrkir á grundvelli samnings þessa eiga uppruna hjá ÍSÍ og eru veittir til sérsambands sem styrkir áfram einstakling, fyrst og fremst vegna kostnaðar æfinga, undirbúnings og þátttöku í keppnum á alþjóðlegum vettvangi.

Þessa stundina situr Ingvar í 54. sæti á heimslista í Maraþonfjallahjólreiðum (XCM), en til að halda þeirri stöðu þarf hann að taka þátt í sem flestum mótum sem í boði eru í greininni. Ingvar vill leggja sig fram um að koma sér enn hærra á þeim lista. Til þess að hann eigi kost á að ná þeim markmiðum sínum þarf hann á öflugum bakhjörlum að halda. Þess vegna gerir Hjólreiðasamband Íslands þennan samstarfssamning við Ingvar.

Ingvar hefur verið í atvinnumennsku síðan árið 2015 og hefur m.a. orðið Íslandsmeistari 27 sinnum og verið kosinn hjólreiðamaður ársins núna 8 ár í röð.

Hér ber að líta keppnisáætlun Ingvars í Evrópu á árinu 2022:

Andalucia Bike Race - UCI Marathon World Series - 21-26.febrúar - Spánn
Jura Bike Marathon - UCI C1 - 15.maí - Sviss
Belgian Mountainbike Challenge - UCI S1 - 19-22.maí - Belgía
Evrópumeistaramót í maraþon XC - UCI CC - 19.júní - Tékkland
Rothaus Bike Giro - UCI S1 - 4-7.ágúst - Þýskaland
Evrópumeistaramót í tímaþraut - UCI CC - 14.ágúst - Þýskaland
Evrópumeistaramót í götuhjólreiðum - UCI CC - 17.ágúst - Þýskaland
Mtb Liga Holte - UCI C2 - 11.september - Danmörk
Heimsmeistaramót í maraþon XC - UCI CM - 17.september - Danmörk
Sea Otter Europe - UCI C1 - 24.september - Spánn
Roc D'Azur - UCI Marathon World Series - 7.október - Frakkland

Áður en Ingvar fer utan til Sviss og Belgíu í næstu viku tekur hann þátt í Tímatöku móti Breiðabliks sem fer fram í kvöld og einnig Reykjalundarmóti Aftureldingar næsta laugardag.

Mynd: Ingvar ásamt Hákoni Hrafni Sigurðssyni fyrir hönd Breiðabliks, Mikael Schou afreksstjóra HRÍ og Bjarna Má Svavarssyni formanni HRÍ við undirritun samningsins.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 5. May 2022 kl: 20:04 af Mikael Schou

Ummæli

Aðrar fréttir

Heimsmeistaramót í Enduro fjallahjólreiðum

1 September kl: 13:37

Þeir Jónas Stefánsson, Börkur Smári Kristinsson og Þórir Bjarni Traustason eru nú staddir í Valais

Norðurlandamót í götuhjólreiðum

28 August kl: 12:47

Seinasta Sunnudag tók Jón Arnar Sigurjónsson frá Tindi þátt í Norðurlandamótinu í g&ou

Íslandsmeistarar ársins 2025

26 August kl: 12:04

Íslandsmótið í Criterium fór fram fimmtudaginn seinasta. Með því lauk seinasta Íslandsmóti &th

Íslandsmótið í Criterium 2025

21 August kl: 23:12

Í kvöld fór fram Íslandsmótið í Criterium 2025 á braut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfir

Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) 2025

16 August kl: 23:12

Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) sem fór fram á og í

Íslandsmót í Fjallabruni 2025

21 July kl: 13:24

Íslandsmótið í Fjallabruni fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Ak

Íslandsmót í Enduro 2025

20 July kl: 22:39

Íslandsmót í Enduro fór fram í gær við Strýtuskála í Hlíðarfjalli, Akureyri

Íslandsmeistaramótið í Malarhjólreiðum

20 July kl: 20:56

Í gær fór fram í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í Malarhjólreiðum í samstarfi v

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2025

18 July kl: 14:31

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (European Youth Olympic Festival, EYOF) verður haldin í Skopje í N

UCI Level 2 Þjálfaranámskeið

16 July kl: 00:00

Dagana 7. til 18. maí s.l. hélt Hjólreiðasambandið í samstarfi við  Alþjóða hjólreið

Netfræðsla í lyfjamálum

9 July kl: 20:33

Lyfjaeftirlits Íslands kynna  nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþró

Mótaskrá - uppfært 7.júlí

7 July kl: 15:28

Hér er uppfærð mótaskrá fyrir það sem eftir er sumars frá Mótanefnd HRÍ. Með von og fy

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) 2025

5 July kl: 20:19

Íslandsmót í Ólympískum Fjallahjólreiðum (XCO) fór fram í dag í Kjarnaskógi, Akurey

Íslandsmót í Götuhjólreiðum 2025

29 June kl: 19:51

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í dag í Hvalfirðinum og Kjós. Keppnin hó

Íslandsmót í Tímatöku 2025

27 June kl: 23:50

Íslandsmót í Tímatöku (TT) fór fram í kvöld í Hvalfirðinum. Mótið var haldi&et