Mótaskrá fyrir 2025 - þriðju drög
8 April kl: 15:13Hér má líta uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með f
5.05 2022 16:31
|
Í gær var undirritaður samstarfssamningur milli Hjólreiðasambands Íslands, Ingvars Ómarssonar og Breiðabliks.
Markmið samningsins er að styðja og efla íþróttalegt umhverfi Ingvars. Styrkir á grundvelli samnings þessa eiga uppruna hjá ÍSÍ og eru veittir til sérsambands sem styrkir áfram einstakling, fyrst og fremst vegna kostnaðar æfinga, undirbúnings og þátttöku í keppnum á alþjóðlegum vettvangi.
Þessa stundina situr Ingvar í 54. sæti á heimslista í Maraþonfjallahjólreiðum (XCM), en til að halda þeirri stöðu þarf hann að taka þátt í sem flestum mótum sem í boði eru í greininni. Ingvar vill leggja sig fram um að koma sér enn hærra á þeim lista. Til þess að hann eigi kost á að ná þeim markmiðum sínum þarf hann á öflugum bakhjörlum að halda. Þess vegna gerir Hjólreiðasamband Íslands þennan samstarfssamning við Ingvar.
Ingvar hefur verið í atvinnumennsku síðan árið 2015 og hefur m.a. orðið Íslandsmeistari 27 sinnum og verið kosinn hjólreiðamaður ársins núna 8 ár í röð.
Hér ber að líta keppnisáætlun Ingvars í Evrópu á árinu 2022:
Andalucia Bike Race - UCI Marathon World Series - 21-26.febrúar - Spánn
Jura Bike Marathon - UCI C1 - 15.maí - Sviss
Belgian Mountainbike Challenge - UCI S1 - 19-22.maí - Belgía
Evrópumeistaramót í maraþon XC - UCI CC - 19.júní - Tékkland
Rothaus Bike Giro - UCI S1 - 4-7.ágúst - Þýskaland
Evrópumeistaramót í tímaþraut - UCI CC - 14.ágúst - Þýskaland
Evrópumeistaramót í götuhjólreiðum - UCI CC - 17.ágúst - Þýskaland
Mtb Liga Holte - UCI C2 - 11.september - Danmörk
Heimsmeistaramót í maraþon XC - UCI CM - 17.september - Danmörk
Sea Otter Europe - UCI C1 - 24.september - Spánn
Roc D'Azur - UCI Marathon World Series - 7.október - Frakkland
Áður en Ingvar fer utan til Sviss og Belgíu í næstu viku tekur hann þátt í Tímatöku móti Breiðabliks sem fer fram í kvöld og einnig Reykjalundarmóti Aftureldingar næsta laugardag.
Mynd: Ingvar ásamt Hákoni Hrafni Sigurðssyni fyrir hönd Breiðabliks, Mikael Schou afreksstjóra HRÍ og Bjarna Má Svavarssyni formanni HRÍ við undirritun samningsins.
Björgvin Jónsson
Síðast breytt þann 5. May 2022 kl: 20:04 af Mikael Schou
Hér má líta uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með f
Þann 30. apríl næstkomandi klukkan 18:00 á 3. hæð í ÍSÍ heldur Íþróttamannanefnd
Dagana 22. til 29. mars s.l. fór Íslenska landsliðið í götuhjólreiðum í æfinga- og undirbúni
Hjólreiðasambandinu var að berast tilkynning frá framkvæmdaraðila jarðvinnu fyrir Fossvogsbrúnna. En jarð
Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 1. mars 2025 s.l. í fundarsal &Ia
Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 1.mars klukkan 14.00
Í gær, miðvikudaginn 26. febrúar fór fram annað formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum &
Eins og áður hefur komið fram í frétt hér frá 13. janúar s.l. þá er ráðgert að
Fyrstu keppnir ársins eru nú að hefjast, en bikarkeppnir í e-hjólreiðum fara fram dagana 12. 19. og 26. febrú
Í desember s.l. gekk Hjólreiðasambandið frá samning við Conor Campbell til að gegna starfi landsliðsþjá
Nú hafa samtals 61 einstaklingar lokið fyrsta þrepi þjálfunar námskeiðs Alþjóða hjólreið
Hér eru svo uppfærð drög mótaskrár fyrir sumarið 2025 frá Mótanefnd HRÍ. Með fyrirvara um hu
Seinasta laugardagskvöld var mikið um dýrðir í Hörpunni þar sem í sameiginlegu hófi ÍSÍ
Hjólreiðasamband Íslands ákvað að veita verðlaun fyrir Sjálfboðaliða ársins 2024. E
Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024 Það er mjög gleðilegt að til