Samstarfssamningur við Ingvar

5.05 2022 16:31 | ummæli

Samstarfssamningur við Ingvar

Í gær var undirritaður samstarfssamningur milli Hjólreiðasambands Íslands, Ingvars Ómarssonar og Breiðabliks.

Markmið samningsins er að styðja og efla íþróttalegt umhverfi Ingvars. Styrkir á grundvelli samnings þessa eiga uppruna hjá ÍSÍ og eru veittir til sérsambands sem styrkir áfram einstakling, fyrst og fremst vegna kostnaðar æfinga, undirbúnings og þátttöku í keppnum á alþjóðlegum vettvangi.

Þessa stundina situr Ingvar í 54. sæti á heimslista í Maraþonfjallahjólreiðum (XCM), en til að halda þeirri stöðu þarf hann að taka þátt í sem flestum mótum sem í boði eru í greininni. Ingvar vill leggja sig fram um að koma sér enn hærra á þeim lista. Til þess að hann eigi kost á að ná þeim markmiðum sínum þarf hann á öflugum bakhjörlum að halda. Þess vegna gerir Hjólreiðasamband Íslands þennan samstarfssamning við Ingvar.

Ingvar hefur verið í atvinnumennsku síðan árið 2015 og hefur m.a. orðið Íslandsmeistari 27 sinnum og verið kosinn hjólreiðamaður ársins núna 8 ár í röð.

Hér ber að líta keppnisáætlun Ingvars í Evrópu á árinu 2022:

Andalucia Bike Race - UCI Marathon World Series - 21-26.febrúar - Spánn
Jura Bike Marathon - UCI C1 - 15.maí - Sviss
Belgian Mountainbike Challenge - UCI S1 - 19-22.maí - Belgía
Evrópumeistaramót í maraþon XC - UCI CC - 19.júní - Tékkland
Rothaus Bike Giro - UCI S1 - 4-7.ágúst - Þýskaland
Evrópumeistaramót í tímaþraut - UCI CC - 14.ágúst - Þýskaland
Evrópumeistaramót í götuhjólreiðum - UCI CC - 17.ágúst - Þýskaland
Mtb Liga Holte - UCI C2 - 11.september - Danmörk
Heimsmeistaramót í maraþon XC - UCI CM - 17.september - Danmörk
Sea Otter Europe - UCI C1 - 24.september - Spánn
Roc D'Azur - UCI Marathon World Series - 7.október - Frakkland

Áður en Ingvar fer utan til Sviss og Belgíu í næstu viku tekur hann þátt í Tímatöku móti Breiðabliks sem fer fram í kvöld og einnig Reykjalundarmóti Aftureldingar næsta laugardag.

Mynd: Ingvar ásamt Hákoni Hrafni Sigurðssyni fyrir hönd Breiðabliks, Mikael Schou afreksstjóra HRÍ og Bjarna Má Svavarssyni formanni HRÍ við undirritun samningsins.

Björgvin Jónsson

Síðast breytt þann 5. May 2022 kl: 20:04 af Mikael Schou

Ummæli

Aðrar fréttir

Hjólreiðaþing 2024

6 March kl: 13:32

Hjólreiðasamband Íslands boðaði til Hjólreiðaþings laugardaginn 2. mars 2024 s.l. í fundarsal Í

Hjólreiðaþing 2024 - 2. mars

28 February kl: 13:22

Hjólreiðasamband Íslands boðar til Hjólreiðaþings laugardaginn 2.mars klukkan 14.00.

Fræðslukvöld HRÍ - fimmtudaginn 7. mars kl. 18.30

27 February kl: 23:04

Hjólreiðasamband Íslands boðar til áhugaverðs fræðslufundar þann 7. mars n.k. í fundarsal Í&th

Nýjir Íslandsmeistarar í e-hjólreiðum

25 February kl: 23:45

Laugardaginn 24. febrúar s.l. fór fram fyrsta formlega Íslandsmótið í e-hjólreiðum í Zwift heimum.

Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum 2024

21 February kl: 12:36

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsta formlega Íslandsmeistaramótið í e-hjólreiðum.

Mótaskrá 2024 - uppfært

24 January kl: 17:22

Hér eru svo önnur drög að mótaskrá sumarsins 2024 frá Mótanefnd HRÍ komin. Aftur með fyrirva

Þolprófsmælingar Úrvalshóps HRÍ

13 January kl: 20:37

Í dag fóru fram þolprófsmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands &ia

Styrktar- og liðleiksmælingar á úrvalshópi Hjólreiðasambands Íslands

12 January kl: 14:42

Í dag fóru fram yfirgripsmiklar styrktar- og liðleiksmælingar í rannsóknarsetri íþrótta- og heilsuv

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands

3 January kl: 14:42

Kynningar- og upplýsingafundur úrvalshóps Hjólreiðasambands Íslands fór fram í fundarsal Íþ

Afreksbúðir úrvalshóps HRÍ í janúar 2024

25 December kl: 22:30

Í byrjun janúar mun Hjólreiðasambandi Íslands (HRÍ) í samvinnu við rannsóknarstofu Menntavísi

Dagur sjálfboðaliðans 5. desember

30 November kl: 08:35

Í tilefni af degi sjálfboðaliðans þann 5. desember n.k. munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboð

Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands 2023

5 November kl: 15:24

Í gær var Pálmari Kristmundssyni veitt Gullmerki Hjólreiðasambands Íslands. Pálmar er menntaður arki

Hjólreiðafólk ársins 2023 og Lokahóf

5 November kl: 00:01

Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Vonarsal SÁÁ í dag. Allir bikarmeistar

Lokahóf HRÍ 2023

3 November kl: 11:44

Á morgun í Vonarsal SÁÁ sem staðsett er í Efstaleiti 7, verður lokahóf Hjólreiðasambands Í

Cyclo-cross æfingabúðir UCI

11 October kl: 12:19

Þessa dagana eru 4 ungir hjólarar í Cyclo-cross æfingabúðum í  höfuðstöðvum Alþj&oac