Hjólreiðafólk ársins 2024 og lokahóf
18 November kl: 14:54Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í gær. Allir bikarmeistarar &aa
5.05 2022 16:31
|
Í gær var undirritaður samstarfssamningur milli Hjólreiðasambands Íslands, Ingvars Ómarssonar og Breiðabliks.
Markmið samningsins er að styðja og efla íþróttalegt umhverfi Ingvars. Styrkir á grundvelli samnings þessa eiga uppruna hjá ÍSÍ og eru veittir til sérsambands sem styrkir áfram einstakling, fyrst og fremst vegna kostnaðar æfinga, undirbúnings og þátttöku í keppnum á alþjóðlegum vettvangi.
Þessa stundina situr Ingvar í 54. sæti á heimslista í Maraþonfjallahjólreiðum (XCM), en til að halda þeirri stöðu þarf hann að taka þátt í sem flestum mótum sem í boði eru í greininni. Ingvar vill leggja sig fram um að koma sér enn hærra á þeim lista. Til þess að hann eigi kost á að ná þeim markmiðum sínum þarf hann á öflugum bakhjörlum að halda. Þess vegna gerir Hjólreiðasamband Íslands þennan samstarfssamning við Ingvar.
Ingvar hefur verið í atvinnumennsku síðan árið 2015 og hefur m.a. orðið Íslandsmeistari 27 sinnum og verið kosinn hjólreiðamaður ársins núna 8 ár í röð.
Hér ber að líta keppnisáætlun Ingvars í Evrópu á árinu 2022:
Andalucia Bike Race - UCI Marathon World Series - 21-26.febrúar - Spánn
Jura Bike Marathon - UCI C1 - 15.maí - Sviss
Belgian Mountainbike Challenge - UCI S1 - 19-22.maí - Belgía
Evrópumeistaramót í maraþon XC - UCI CC - 19.júní - Tékkland
Rothaus Bike Giro - UCI S1 - 4-7.ágúst - Þýskaland
Evrópumeistaramót í tímaþraut - UCI CC - 14.ágúst - Þýskaland
Evrópumeistaramót í götuhjólreiðum - UCI CC - 17.ágúst - Þýskaland
Mtb Liga Holte - UCI C2 - 11.september - Danmörk
Heimsmeistaramót í maraþon XC - UCI CM - 17.september - Danmörk
Sea Otter Europe - UCI C1 - 24.september - Spánn
Roc D'Azur - UCI Marathon World Series - 7.október - Frakkland
Áður en Ingvar fer utan til Sviss og Belgíu í næstu viku tekur hann þátt í Tímatöku móti Breiðabliks sem fer fram í kvöld og einnig Reykjalundarmóti Aftureldingar næsta laugardag.
Mynd: Ingvar ásamt Hákoni Hrafni Sigurðssyni fyrir hönd Breiðabliks, Mikael Schou afreksstjóra HRÍ og Bjarna Má Svavarssyni formanni HRÍ við undirritun samningsins.
Björgvin Jónsson
Síðast breytt þann 5. May 2022 kl: 20:04 af Mikael Schou
Lokahóf Hjólreiðasambands Íslands var haldið í Víkinni í gær. Allir bikarmeistarar &aa
Sunnudaginn 17. nóvember n.k. fer fram lokahóf Hjólreiðasambands Íslands í Víkinni,Traðarlandi 1,
Í seinustu viku fóru 3 ungir hjólarar í Cyclo-cross æfingabúðir í höfuðstöðvar Al
Í dag fór fram Íslandsmótið í Cyclocross (CX) tímabilsins 2024-2025 á útivistarsvæ&et
Á morgun fer fram í Fundarsal ÍSÍ, Engjavegi 6 svonefndur formannafundur Hjólreiðasambandsins. Fundurinn
Ísland tekur þátt á heimsmeistaramóti í malarhjólreiðum í ár, með þrjá kep
Norðurlandamótið í fjallahjólreiðum fór fram í Halden, Noregi dagana 21.-22. september s.l. Íslenska li
Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki karla hér
Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í Elíte flokki kvenna hé
Í dag fór fram keppni í Evrópumótinu í götuhjólreiðum í U23 flokki hér í Limbu
Í dag föstudag er komið að götuhjólakeppninni í U23 flokknum, en þar eru við með 4. manna karla lið.
Í dag fóru fram allar tímatökukeppnir Evrópumótsins hér í Limburg Belgíu. En tímat&o
Í dag fóru keppendur aftur af stað að kíkja á keppnisbrautirnar hér í Belgíu. En á morgu
Íslenski landsliðshópurinn kom til Belgíu í gær. Eftir akstur til Maastricht þar sem liðið ásamt f
Í dag fór fram Íslandsmótið í Maraþon fjallahjólreiðum (XCM) á Hólmsheiðinni. Um va